Í þáttunum sýnir Rakel María ýmsar þægilegar leynileiðir þegar kemur að förðun, hvað ber að hafa í huga og hvað er gott að forðast. Húðin okkar er allskonar, við eldumst, það eru mismunandi undirtónar, mismunandi litatónar í húðinni og ýmislegt sem þarf að taka tillit til þegar maður er að farða sig.
Að þessu sinni fer Rakel yfir nokkra hluti og aðferðir sem gott er að hafa í huga við förðun ef roði er í húð eða fínar línur. Þættirnir hafa slegið í gegn enda lýsir Rakel María því á mannamáli hvað ber að hafa í huga, hvað er gott að forðast og sýnir þar ýmsar þægilegar leynileiðir þegar kemur að förðun.
Um er að ræða lokaþátt seríunnar að þessu sinni en alla eldri þætti má horfa á inni á sjónvarpsvef Vísis.


Hér fyrir neðan má nálgast eldri þætti af Fagurfræði á sjónvarpsvef Vísis.