Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar 14. nóvember 2024 15:01 Á Íslandi hefur sjávarútvegur lengi verið grunnstoð atvinnulífsins. Með tilkomu stóriðju, ferðamannaiðnaðar og nýsköpunar hefur fjölbreytileiki aukist í atvinnulífinu. Verðmætasköpunin sem fer fram í sjávarútveginum og tengdum greinum má þó ekki vanmeta en sjávarútvegurinn, þjónusta við sjávarútveginn og tengdar greinar eru lykilbreytur í lífi sjávarplássa landsins enn þann dag í dag. Árangur Íslands í sjávarútvegi og tengdum greinum í gegnum tíðina er vægast sagt stórkostlegur og íslenskt samfélag hefur fengið að njóta góðs af þeim árangri. Við færðum út landhelgina okkar í 200 mílur árið 1975 og unnum þorskastríð við Breska heimsveldið og er það til marks um ótrúlega seiglu íslenskrar sjómannastéttar. Í seinni tíð höfum við séð nýsköpunarfyrirtæki rísa í sjávarútvegi á borð við Kerecis, Marel og Völku er varða vinnslu og nýtingu á hráefni úr sjó. Óhætt er að segja að íslenskur sjávarútvegur sé í heimsklassa þegar kemur að verðmætasköpun en þessi verðmætasköpun er ekki sjálfsögð þó umræðan í þjóðfélaginu gefi það oft í skyn. Ég er ansi hræddur um að of margir geri sér ekki grein fyrir mikilfengleika þessarar atvinnugreinar vegna þeirrar umræðu sem kann oft að hljóma neikvæð. Ég á tvo vini sem stunda nám við Skipstjórnarskólann og mér blöskrar að heyra af þeirra frásögn af stöðu mála í skólanum. Tækjabúnaður skólans stenst ekki nútíma kröfur þar sem hann er frá 10. áratug síðustu aldar og mikil mannekla starfsfólks í skólanum. Námið er ekki samkeppnishæft í alþjóðlegum samanburði og er eini slíki skólinn á Norðurlöndum sem veitir ekki háskólagráðu fyrir skipstjórnarnám. Þetta er dæmi um nauðsyn þess að stjórnvöld fari í mun meiri mæli að hlúa að þeim greinum sem skapa verðmæti fyrir samfélagið. Sjávarútvegurinn er og verður alltaf ein af grunnstoðum landsins og nauðsynlegt er að við séum að búa til bestu nemendurna á öllum sviðum greinarinnar til að viðhalda gæðum hennar. Undanfarin ár hefur fiskeldi orðið stærri hluti af kökunni í sjávarútveginum og með hverju árinu sem líður mun sá hluti einungis stækka. Ef áform þeirra fyrirtækja sem ætla að reisa landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og Reykjanesi ganga upp, þá munu hér á landi myndast ótrúlegt magn tækifæra fyrir fólk sem er menntað í sjávarútvegi eða tengdum greinum. Því verðum við að grípa tækifærin og sækja fram á öllum vígstöðvum sjávarútvegsins því það er hagur allra landsmanna. Við í Miðflokknum munum standa vörð um sjávarútveginn og sjá til þess að hér verði ekki týnd kynslóð af stýrimönnum og öðrum starfsstéttum sem við þurfum á að halda til að láta hjól atvinnulífsins snúast. Sjávarútvegurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt atvinnulíf, komum fram við hann þannig. Höfundur er í 4. sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur sjávarútvegur lengi verið grunnstoð atvinnulífsins. Með tilkomu stóriðju, ferðamannaiðnaðar og nýsköpunar hefur fjölbreytileiki aukist í atvinnulífinu. Verðmætasköpunin sem fer fram í sjávarútveginum og tengdum greinum má þó ekki vanmeta en sjávarútvegurinn, þjónusta við sjávarútveginn og tengdar greinar eru lykilbreytur í lífi sjávarplássa landsins enn þann dag í dag. Árangur Íslands í sjávarútvegi og tengdum greinum í gegnum tíðina er vægast sagt stórkostlegur og íslenskt samfélag hefur fengið að njóta góðs af þeim árangri. Við færðum út landhelgina okkar í 200 mílur árið 1975 og unnum þorskastríð við Breska heimsveldið og er það til marks um ótrúlega seiglu íslenskrar sjómannastéttar. Í seinni tíð höfum við séð nýsköpunarfyrirtæki rísa í sjávarútvegi á borð við Kerecis, Marel og Völku er varða vinnslu og nýtingu á hráefni úr sjó. Óhætt er að segja að íslenskur sjávarútvegur sé í heimsklassa þegar kemur að verðmætasköpun en þessi verðmætasköpun er ekki sjálfsögð þó umræðan í þjóðfélaginu gefi það oft í skyn. Ég er ansi hræddur um að of margir geri sér ekki grein fyrir mikilfengleika þessarar atvinnugreinar vegna þeirrar umræðu sem kann oft að hljóma neikvæð. Ég á tvo vini sem stunda nám við Skipstjórnarskólann og mér blöskrar að heyra af þeirra frásögn af stöðu mála í skólanum. Tækjabúnaður skólans stenst ekki nútíma kröfur þar sem hann er frá 10. áratug síðustu aldar og mikil mannekla starfsfólks í skólanum. Námið er ekki samkeppnishæft í alþjóðlegum samanburði og er eini slíki skólinn á Norðurlöndum sem veitir ekki háskólagráðu fyrir skipstjórnarnám. Þetta er dæmi um nauðsyn þess að stjórnvöld fari í mun meiri mæli að hlúa að þeim greinum sem skapa verðmæti fyrir samfélagið. Sjávarútvegurinn er og verður alltaf ein af grunnstoðum landsins og nauðsynlegt er að við séum að búa til bestu nemendurna á öllum sviðum greinarinnar til að viðhalda gæðum hennar. Undanfarin ár hefur fiskeldi orðið stærri hluti af kökunni í sjávarútveginum og með hverju árinu sem líður mun sá hluti einungis stækka. Ef áform þeirra fyrirtækja sem ætla að reisa landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og Reykjanesi ganga upp, þá munu hér á landi myndast ótrúlegt magn tækifæra fyrir fólk sem er menntað í sjávarútvegi eða tengdum greinum. Því verðum við að grípa tækifærin og sækja fram á öllum vígstöðvum sjávarútvegsins því það er hagur allra landsmanna. Við í Miðflokknum munum standa vörð um sjávarútveginn og sjá til þess að hér verði ekki týnd kynslóð af stýrimönnum og öðrum starfsstéttum sem við þurfum á að halda til að láta hjól atvinnulífsins snúast. Sjávarútvegurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt atvinnulíf, komum fram við hann þannig. Höfundur er í 4. sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar