Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Þar segir að skerðingar til stórnotenda á suðvesturhluta landsins standi þó áfram, því þótt nokkuð hafi bæst í Þórisvatn standi það enn mjög lágt og sé í talsvert lægri stöðu en það var á sama tíma í fyrra.
Skerðingar á suðvesturhluta landsins hófust 24. október og áætlað var að skerðingar á norður- og austurhluta landsins hæfust 22. nóvember. Á sama tíma voru stórnotendur hvattir til að draga úr álagi og skoða mögulega endursölu á rafmagni. Eftir hlýindi og rigningar undanfarið hefur miðlunarstaðan batnað í öllum landshlutum og því hægt að fresta skerðingum norðan- og austanlands til áramóta hið minnsta.