Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 21:49 Alexander Isak og Viktor Gyökeres fagna marki þess fyrnefnda í kvöld. Vísir/Getty Þjóðverjar voru heldur betur á skotskónum í Þjóðadeildinni í kvöld þegar þeir völtuðu yfir Bosníu á heimavelli. Í Stokkhólmi voru stórstjörnur sænska liðsins einnig í stuði. Þjóðverjar voru með fimm stiga forskoti í þriðja riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar þegar liðið mætti Bosníu á heimavelli í dag. Bosnía var hins vegar í neðsta sætinu og aðeins búið að ná í eitt stig í fyrstu fjórum leikjunum. Enda kom það á daginn að Þjóðverjar eru einfaldlega með mun betra lið en Bosnía. Jamal Musiala skoraði fyrsta mark þýska liðsins strax á 4. mínútu og Tim Kleindienst og Kai Havertz bættu báðir við mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur. Staðan í hálfleik 3-0 og Þjóðverjar héldu áfram eftir hlé. Florian Wirtz skoraði tvö mörk með stuttu millibili í upphafi hálfleiksins og áður en yfir lauk höfðu Leroy Sane og Tim Kleindienst bætt við mörkum en Kleindienst var kallaður inn í landsliðið í fyrsta sinn í október og var aðeins að leika sinn þriðja landsleik í kvöld. Lokatölur 7-0 og Þjóðverjar áfram með fimm stiga forskot á Holland sem vann Ungverjaland 3-0 á heimavelli í kvöld. Wout Wieghorst og Cody Gakpo skoruðu úr tveimur vítaspyrnum í fyrri hálfleik í kvöld og Denzel Dumfries skoraði þriðja markið í síðari hálfleiknum. Teun Koopmeiners innsiglaði svo 4-0 sigur Hollands þegar skammt var eftir af leiknum. Stórstjörnurnar skoruðu í Stokkhólmi Svíar tóku á móti Slóvakíu á heimavelli sínum í Stokkhólmi í kvöld. Svíar hafa á að skipa einni mest spennandi framlínu Þjóðadeildarinnar og voru þeir Alexander Isak og Viktor Gyökeres báðir í byrjunarliði sænska liðsins í kvöld. Þar fyrir aftan byrjaði Dejan Kulusevski og svo sannarlega ógnvekjandi framlína sem Svíar hafa á að skipa. Það voru þeir Isak og Gyökeres sem voru í aðalhlutverki í kvöld. Hinn sjóðheiti Gyökeres skoraði strax á 3. mínútu eftir sendingu frá Isak og Gyökeres launaði greiðann þegar hann lagði upp fyrir Isak í upphafi síðari hálfleiks. Isak kom Svíum þá í 2-1 en David Hancko hafði jafnað metin í millitíðinni. Svíar unnu að lokum 2-1 sigur og fara þar með í toppsæti fyrsta riðils C-deildarinnar og eru í góðri stöðu að komast upp í B-deildina. Öll úrslit kvöldsins í Þjóðadeildinni A-deild Þýskaland - Bosnía 7-0Holland - Ungverjaland 4-0 B-deild Georgía - Úkraína 1-1Albanía - Tékkland 0-0Svartfjallaland - Ísland 0-2Tyrkland - Wales 0-0 C-deild Aserbaijan - Eistland 0-0Svíþjóð - Slóvakía 2-1 D-deild Andorra - Moldavía 0-1 Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Tyrkland tók á móti Wales í hinum leik í riðli Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. Úrslitin í leiknum þýða að Ísland á fyrir höndum úrslitaleik gegn Wales á þriðjudaginn. 16. nóvember 2024 19:54 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Sjá meira
Þjóðverjar voru með fimm stiga forskoti í þriðja riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar þegar liðið mætti Bosníu á heimavelli í dag. Bosnía var hins vegar í neðsta sætinu og aðeins búið að ná í eitt stig í fyrstu fjórum leikjunum. Enda kom það á daginn að Þjóðverjar eru einfaldlega með mun betra lið en Bosnía. Jamal Musiala skoraði fyrsta mark þýska liðsins strax á 4. mínútu og Tim Kleindienst og Kai Havertz bættu báðir við mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur. Staðan í hálfleik 3-0 og Þjóðverjar héldu áfram eftir hlé. Florian Wirtz skoraði tvö mörk með stuttu millibili í upphafi hálfleiksins og áður en yfir lauk höfðu Leroy Sane og Tim Kleindienst bætt við mörkum en Kleindienst var kallaður inn í landsliðið í fyrsta sinn í október og var aðeins að leika sinn þriðja landsleik í kvöld. Lokatölur 7-0 og Þjóðverjar áfram með fimm stiga forskot á Holland sem vann Ungverjaland 3-0 á heimavelli í kvöld. Wout Wieghorst og Cody Gakpo skoruðu úr tveimur vítaspyrnum í fyrri hálfleik í kvöld og Denzel Dumfries skoraði þriðja markið í síðari hálfleiknum. Teun Koopmeiners innsiglaði svo 4-0 sigur Hollands þegar skammt var eftir af leiknum. Stórstjörnurnar skoruðu í Stokkhólmi Svíar tóku á móti Slóvakíu á heimavelli sínum í Stokkhólmi í kvöld. Svíar hafa á að skipa einni mest spennandi framlínu Þjóðadeildarinnar og voru þeir Alexander Isak og Viktor Gyökeres báðir í byrjunarliði sænska liðsins í kvöld. Þar fyrir aftan byrjaði Dejan Kulusevski og svo sannarlega ógnvekjandi framlína sem Svíar hafa á að skipa. Það voru þeir Isak og Gyökeres sem voru í aðalhlutverki í kvöld. Hinn sjóðheiti Gyökeres skoraði strax á 3. mínútu eftir sendingu frá Isak og Gyökeres launaði greiðann þegar hann lagði upp fyrir Isak í upphafi síðari hálfleiks. Isak kom Svíum þá í 2-1 en David Hancko hafði jafnað metin í millitíðinni. Svíar unnu að lokum 2-1 sigur og fara þar með í toppsæti fyrsta riðils C-deildarinnar og eru í góðri stöðu að komast upp í B-deildina. Öll úrslit kvöldsins í Þjóðadeildinni A-deild Þýskaland - Bosnía 7-0Holland - Ungverjaland 4-0 B-deild Georgía - Úkraína 1-1Albanía - Tékkland 0-0Svartfjallaland - Ísland 0-2Tyrkland - Wales 0-0 C-deild Aserbaijan - Eistland 0-0Svíþjóð - Slóvakía 2-1 D-deild Andorra - Moldavía 0-1
Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Tyrkland tók á móti Wales í hinum leik í riðli Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. Úrslitin í leiknum þýða að Ísland á fyrir höndum úrslitaleik gegn Wales á þriðjudaginn. 16. nóvember 2024 19:54 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Sjá meira
Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Tyrkland tók á móti Wales í hinum leik í riðli Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. Úrslitin í leiknum þýða að Ísland á fyrir höndum úrslitaleik gegn Wales á þriðjudaginn. 16. nóvember 2024 19:54