Sigmar Vilhjálmsson, formaður Atvinnufjelagsins, hagsmunasamtaka smárra og meðalstórra fyrirtækja, ræðir tryggingagjald og þau rangindi sem hann telur felast í fyrirkomulagi þess gagnvart smærri fyrirtækjum.
Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson frá Miðflokki takast á um pólitíkina, hvert hún leiðir okkur þessa dagana að mati þeirra, fulltrúa sterkustu andstæðna íslenskra stjórnmála sem stendur.
Eva H. Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, og Þórarinn Hjartarson, hlaðvarpsstjórnandi, ræða strauma og stefnur í kosningabaráttunni, mál Þórðar Snæs Júlíussonar, Jóns Gunnarssonar og fleira.
Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku, ræðir orkuskipti, nýjar upplýsingar og útreikninga sem gerðir hafa verið til að ná þeim fram.