Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. nóvember 2024 20:06 Erla Björg Arnardóttir, skrúðgarðyrkjumeistari á Flúðum, sem hefur meira en nóg að gera að undirbúa jólin með fjölbreyttum verkefnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skrúðgarðyrkjumeistari á Flúðum er ekki að spara málninguna eða glimmerið á birkigreinar, sem skreyttar eru fyrir jólin. Birkifræið af greinunum er allt gefið til Landgræðslunnar til sáningar, eða að andvirði tuttugu og sex milljóna króna síðustu tólf árin frá skrúðgarðyrkjumeistaranum. Eitt af fyrirtækjunum á Flúðum er Grænna land, þar sem Erla Björg Arnardóttir, skrúðgarðyrkjumeistari ræður ríkjum. Hún og tveir starfsmenn hennar eru löngu farnar að huga að skreytingum fyrir jólin og eru að vinna í kransagerð alla daga en kransarnir fara vítt og breitt um landið. „Já, jólin byrja snemma. Þau byrjuðu svona 10. október hjá mér og standa til 20. desember en þá eru þau líka búin. Núna erum við að búa til kransa og þá á ég bara í nokkuð góðum lager og svo er það sent til þeirra, sem vilja kaupa. Sumir vilja skreytta kransa og aðrir vilja óskreytta og skreyta sjálfir þá. Og svo erum við að gera kransana í mismunandi stærðum þannig að þeir eru alveg frá 30 sentímetrum upp í 90 sentímetra utan á fyrirtæki til dæmis,” segir Erla. Svo eru það jólagreinarnar úr íslensku birki, sem Erla málar og spreyjar svo með allskonar vistvænu glimmeri, sem dugar langt fram yfir jól á greinunum. Þá þarf hún að klæða sig upp í sérstakan málningargalla. „Þetta er vatnsmáling, sem við dýfum greinunum ofan í og svo eru þær látnar drjúpa í 45 mínútur. Svo set ég glimmer á þetta en sem betur fer núna er ég farin að nota vistvænt glimmer út af því að Evrópusambandið bannaði glimmer í fyrra,” segir hún. Erla prófaði sig þá áfram með allskonar glimmer og komst að því hvað væri best á birkigreinarnar, sem njóta mikilla vinsælda hjá henni, allt vistvænt eins og hún leggur ríka áherslu á. Erla passar að spara alls ekki glimmerið á greinarnar en hún notar eingöngu vistvænt glimmer, sem hefur gefist mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já fyrst rætt er um birki, Erla fer víða um og fær að klippa birki hjá bændum og búaliði og þá er oftast eitthvað fræ á greinunum. Því safnar hún saman, þurrkar og gefur Landgræðslunni en síðustu 12 ár hefur hún gefið birkifræ að andvirði 26 milljónir króna samkvæmt útreikningum Landgræðslunnar, geri aðrir betur. Landgræðslan mun fá um sjö kíló af birkifræjum gefins frá Erlu þetta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er þetta að gefa þér að vera að standa í þessu? „Þetta gefur mér bara kósí innivinnu, aðallega,” segir hún og skellihlær. Erla er með mjög góða aðstöðu á Flúðum fyrir starfsemi fyrirtækisins, sem hún rekur af miklum myndarskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Jólaskraut Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Eitt af fyrirtækjunum á Flúðum er Grænna land, þar sem Erla Björg Arnardóttir, skrúðgarðyrkjumeistari ræður ríkjum. Hún og tveir starfsmenn hennar eru löngu farnar að huga að skreytingum fyrir jólin og eru að vinna í kransagerð alla daga en kransarnir fara vítt og breitt um landið. „Já, jólin byrja snemma. Þau byrjuðu svona 10. október hjá mér og standa til 20. desember en þá eru þau líka búin. Núna erum við að búa til kransa og þá á ég bara í nokkuð góðum lager og svo er það sent til þeirra, sem vilja kaupa. Sumir vilja skreytta kransa og aðrir vilja óskreytta og skreyta sjálfir þá. Og svo erum við að gera kransana í mismunandi stærðum þannig að þeir eru alveg frá 30 sentímetrum upp í 90 sentímetra utan á fyrirtæki til dæmis,” segir Erla. Svo eru það jólagreinarnar úr íslensku birki, sem Erla málar og spreyjar svo með allskonar vistvænu glimmeri, sem dugar langt fram yfir jól á greinunum. Þá þarf hún að klæða sig upp í sérstakan málningargalla. „Þetta er vatnsmáling, sem við dýfum greinunum ofan í og svo eru þær látnar drjúpa í 45 mínútur. Svo set ég glimmer á þetta en sem betur fer núna er ég farin að nota vistvænt glimmer út af því að Evrópusambandið bannaði glimmer í fyrra,” segir hún. Erla prófaði sig þá áfram með allskonar glimmer og komst að því hvað væri best á birkigreinarnar, sem njóta mikilla vinsælda hjá henni, allt vistvænt eins og hún leggur ríka áherslu á. Erla passar að spara alls ekki glimmerið á greinarnar en hún notar eingöngu vistvænt glimmer, sem hefur gefist mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já fyrst rætt er um birki, Erla fer víða um og fær að klippa birki hjá bændum og búaliði og þá er oftast eitthvað fræ á greinunum. Því safnar hún saman, þurrkar og gefur Landgræðslunni en síðustu 12 ár hefur hún gefið birkifræ að andvirði 26 milljónir króna samkvæmt útreikningum Landgræðslunnar, geri aðrir betur. Landgræðslan mun fá um sjö kíló af birkifræjum gefins frá Erlu þetta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er þetta að gefa þér að vera að standa í þessu? „Þetta gefur mér bara kósí innivinnu, aðallega,” segir hún og skellihlær. Erla er með mjög góða aðstöðu á Flúðum fyrir starfsemi fyrirtækisins, sem hún rekur af miklum myndarskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Jólaskraut Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira