Hrunamannahreppur

Fréttamynd

Nýupptekið græn­meti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar

Það verður mikið um að vera á Flúðum og nágrenni í dag því þá fer fram uppskeruhátíð Hrunamannahrepps. Hægt verður að versla ný upptekið grænmeti frá garðyrkjubændum og svo verður opið hús á nokkrum stöðum og Flúðasveppir ætla að leyfa gestum og gangandi að skoða inn í sveppa klefa hjá sér.

Lífið
Fréttamynd

Kjölur ekki á dag­skrá

Vegabætur á Kili eru ekki á áætlun þrátt fyrir að teikningar hafi verið til í nokkur ár. Vegagerðin segir málið snúast um forgangsröðun. Allt að fimm hundruð bílum er ekið daglega yfir Kjöl þegar mest er.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarprins fékk formannsnafn

Sigurður Ingi Jóhannsson fékk alnafna þegar áttunda barnabarn hans var skírt um helgina. Drengurinn er grænn í báðar ættir því móðir hans, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, er fyrrverandi þingmaður Framsóknar meðan faðirinn, Jóhann H. Sigurðsson, var skrifstofustjóri flokksins.

Lífið
Fréttamynd

Spennandi traktorstorfæra á Flúðum

Þeir voru ekkert að slaka á eða gefast upp ökumenn átta dráttarvéla, sem tóku þátt í traktorstorfæru á Flúðum um helgina í risa drullupolli. Margir þeirra fóru á bólakaf við aksturinn á meðan það drapst á vélunum hjá öðrum.

Innlent
Fréttamynd

„Takk Hreyfill frá Vorsa­bæ“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnar því að ástarfundur þeirra Gleði og Hreyfils hafi borið árangur og bíður spenntur eftir afkvæminu sem verður kastað í vor, hvort sem það verður hryssa eða foli.

Lífið
Fréttamynd

Gáfu fjöl­skyldu Víg­lundar draumavél feðganna

Söfnun handa fjölskyldu Víglundar Þorsteinssonar, tíu ára drengs sem lést af slysförum í lok maí á bænum Haukholtum í Hrunamannahrepp, hefur gengið vel. Forsvarsmenn Kvenfélags Hrunamannahrepps sögðu frá því í gær að ný dráttarvél hefði verið keypt handa fjölskyldunni.

Innlent
Fréttamynd

Hefja söfnun fyrir fjöl­skyldu Víg­lundar

Aðstandendur Víglundar Þorsteinssonar, tíu ára drengs sem lést í slysi á bænum Haukholtum í Hrunamannahreppi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings fjölskyldu hans. Kvenfélag Hrunamannahrepps heldur utan um söfnunina.

Innlent
Fréttamynd

Barn fórst í Hvít­á í gær

Banaslys varð í Hvítá í Hrunamannahreppi í gær þegar dráttarvél rann fram af háum bakka og hafnaði ofan í ánni. Ökumaðurinn var tíu ára gamall drengur og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Öku­maður dráttar­vélarinnar fluttur með þyrlu

Fjöldi viðbragðsaðila var við Hvítá í Hrunamannahreppi eftir að tilkynning barst um að dráttarvél hefði hafnað í ánni. Einn einstaklingur var í ökutækinu og hefur hann verið fluttur með þyrlu til Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum

Framkvæmdir eru nú að hefjast við byggingu björgunarmiðstöðvar á Flúðum þar sem slökkviliðið á staðnum og björgunarfélagið verða undir sama þaki. Húsið verður um 1200 fermetrar á stærð og á að verða tilbúið í desember næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú bana­slys á fjórum dögum

Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju

Grjónagrautur og slátur sló í gegn eftir Nýársmessu í Hrepphólakirkju í Hrunamannahreppi í dag en það voru karlarnir í kór kirkjunnar, sem sáu um veitingarnar fyrir kirkjugesti, sem mikil ánægja var með. Messan er kölluð Grautarmessa.

Innlent
Fréttamynd

Telur Sigurð Inga hafa mis­notað um­boð sitt

Landvernd segir Sigurð Inga Jóhannsson fjármála- og innviðaráðherra hafa misnotað umboð sitt með því að staðfesta svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið næstu tuttugu árin. Um sé að ræða stefnumarkandi mál sem óeðlilegt sé að starfsstjórn keyri áfram í tómarúmi.

Innlent
Fréttamynd

Fimm bílar fastir í rúman sólar­hring

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út að Kerlingarfjöllum þar sem hópur fólks á fimm bílum hafði setið fastur í rúman sólarhring.

Innlent
Fréttamynd

Hefur gefið Land­græðslunni 26 milljónir króna í formi fræja

Skrúðgarðyrkjumeistari á Flúðum er ekki að spara málninguna eða glimmerið á birkigreinar, sem skreyttar eru fyrir jólin. Birkifræið af greinunum er allt gefið til Landgræðslunnar til sáningar, eða að andvirði tuttugu og sex milljóna króna síðustu tólf árin frá skrúðgarðyrkjumeistaranum.

Innlent
Fréttamynd

Nýr pró­fastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar

Það stendur mikið til í Hrunakirkju í dag skammt frá Flúðum en þá fer fram innsetningarmessa þar, sem séra Óskar Hafsteinn Óskarsson verður settur inn í embætti prófast í Suðurprófastsdæmi af biskupi Íslands. Biskup segist hlakka mikið til fyrir innsetningunni enda ekki sett prófast í embætti áður.

Innlent
Fréttamynd

Málið komið á „enda­stöð“ og rann­sókn lokið

Rannsókn lögreglu á falsboði sem þeim barst í sumar, þegar tilkynnt var um að tveir ferðamenn væru fasti í helli, er nú lokið og er málið óupplýst. Lögreglan ræddi við nokkra einstaklinga í Bretlandi í tengslum við rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Rollubingó og hrútasýning á Flúðum

Allir glæsilegustu hrútar í Hrunamannahreppi komu fram á hrútasýningu á Flúðum þar sem þeir voru þuklaðir í bak og fyrir til að finna út hver væri með bestu lærin, bakið og bringuna. Þá vakti rollubingó sýningarinnar mikla kátínu gesta.

Innlent