Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2024 11:23 Malcolm X var 39 ára gamall þegar hann var ráðinn af dögum í New York árið 1965. AP Fjölskylda Malcolms X, blökkumannaleiðtoga sem var myrtur fyrir tæpum sextíu árum, stefndi bandarísku alríkislögreglunni og leyniþjónustunni auk lögreglunnar í New York fyrir að koma ekki í veg fyrir morðið. Malcolm X var herskár leiðtogi samtakanna Þjóðar íslams sem aðhylltist svarta þjóðernishyggju. Hann sagði sig frá samtökunum árið 1964 og mildaði afstöðu sína nokkuð til aðskilnaðs kynþátta í Bandaríkjunum. Ári síðar var hann myrtur fyrir utan Audobon-danssalinn í New York. Þáverandi liðsmaður Þjóðar íslams játaði að að hann hefði verið einn þriggja launmorðingja sem réðu Malcolm X af dögum. Reuters-fréttastofan segir að vangaveltur hafi lengi verið uppi um að yfirvöld hafi vitað af áformunum um að myrða leiðtogann en kosið að koma ekki í veg fyrir þau. Í málsókn Ilyasah Shabazz, dóttur Malcolms X, og tveggja systra hennar á hendur lögreglunni í New York, alríkislögreglunni FBI og leyniþjónustunni CIA er því haldið fram að stofnanirnar hafi leyft tilræðinu að fara fram. Þær hefðu jafnframt hylmt yfir sönnunargögn um að þær hefðu haft vitneskju um morðið fyrir fram. „Við teljum að þau hafi öll lagt á ráðin um að myrða Malcolm X, einn helsta hugsuð 20. aldarinnar,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar á fréttamannafundi sem var haldinn þar sem blökkumannaleiðtoginn var myrtur. Shabazz var tveggja ára þegar faðir hennar var myrtur fyrir framan hana, móður hennar og systkini. Þekkt er að alríkislögreglan undir stjórn J. Edgars Hoover njósnaði um Martin Luther King, ein helsta blökkumannaleiðtoga Bandaríkjanna, og reyndi að koma á hann óorði á sjöunda áratug síðustu aldar. King var myrtur þremur árum eftir að Malcolm X féll fyrir hendi morðingja. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Malcolm X var herskár leiðtogi samtakanna Þjóðar íslams sem aðhylltist svarta þjóðernishyggju. Hann sagði sig frá samtökunum árið 1964 og mildaði afstöðu sína nokkuð til aðskilnaðs kynþátta í Bandaríkjunum. Ári síðar var hann myrtur fyrir utan Audobon-danssalinn í New York. Þáverandi liðsmaður Þjóðar íslams játaði að að hann hefði verið einn þriggja launmorðingja sem réðu Malcolm X af dögum. Reuters-fréttastofan segir að vangaveltur hafi lengi verið uppi um að yfirvöld hafi vitað af áformunum um að myrða leiðtogann en kosið að koma ekki í veg fyrir þau. Í málsókn Ilyasah Shabazz, dóttur Malcolms X, og tveggja systra hennar á hendur lögreglunni í New York, alríkislögreglunni FBI og leyniþjónustunni CIA er því haldið fram að stofnanirnar hafi leyft tilræðinu að fara fram. Þær hefðu jafnframt hylmt yfir sönnunargögn um að þær hefðu haft vitneskju um morðið fyrir fram. „Við teljum að þau hafi öll lagt á ráðin um að myrða Malcolm X, einn helsta hugsuð 20. aldarinnar,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar á fréttamannafundi sem var haldinn þar sem blökkumannaleiðtoginn var myrtur. Shabazz var tveggja ára þegar faðir hennar var myrtur fyrir framan hana, móður hennar og systkini. Þekkt er að alríkislögreglan undir stjórn J. Edgars Hoover njósnaði um Martin Luther King, ein helsta blökkumannaleiðtoga Bandaríkjanna, og reyndi að koma á hann óorði á sjöunda áratug síðustu aldar. King var myrtur þremur árum eftir að Malcolm X féll fyrir hendi morðingja.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira