„Gaman að vera ekki aumingi“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. nóvember 2024 22:11 Brynjar var laus við hækjurnar í kvöld, eftir gott þriggja vikna frí Vísir/Anton Brink Nýliðar Aþenu lönduðu öðrum sigri vetrarins í kvöld þegar liðið lagði Val, 70-64, en fyrir leikinn hafði Aþena tapað fjórum leikjum í röð. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var spurður um hvernig tilfinningin væri að ná í þennan sigur, en hann vildi ekki meina að hann væri að upplifa tilfinningar, heldur hreina geðshræringu. „Þetta eru ekki tilfinningar, þetta eru geðshræringar akkúrat núna.“ Ertu í mikilli geðshræringu akkúrat núna? „Já, og veistu hvað hún heitir? Hún heitir aumingjaléttir. Gaman að vera ekki aumingi.“ Eftir nokkuð þunga byrjun náðu heimakonur sífellt betri tökum á leiknum, náðu upp tíu stiga forskoti oftar en einu sinni en það vantaði eitthvað upp á til að ganga endanlega frá leiknum, sem varð spennandi til loka. „Það er bara alveg hárrétt hjá þér. Ég skrifaði „Kill, kill“ á tússtöfluna fyrir leikinn. Það var ekki alveg að komast til skila. Kannski að þú getir komið því inn? „Murder“, þú skrifar „murder“ í staðinn. Ég veit það ekki, það vantar drápseðlið í þennan hóp. Þetta eru alltof „nice“ stelpur. Það væri gott ef þetta væri leikskóli. Þá væri þetta æðislegt.“ Þriggja vikna frí Brynjars frá æfingum virðist hafa skilað tilætluðum árangri en Brynjar ætlar þó ekki að vera áfram í fríi. „Hmmmm, nei. Við erum með fimm þjálfara. Ég hugsa að ég byrji að læða inn. Kannski ég mæti. Kannski einn í viðbót. Þetta er bara svo ógeðslega mikið af sumu hlutunum sem við erum að röfla með. Ég á eftir að horfa aðeins á þetta. Við erum búin að vera inni í leikjum og mér fannst við alveg eins geta tapað þessum. Þetta var ekki sannfærandi.“ Aþena kynnti til leiks nýjan leikmann í kvöld, Jada Christine Smith, sem skilaði fínni frammistöðu af bekknum. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að hún er bandarísk, líkt og Ajulu Obur Thatha, sem hlýtur að vera töluverður höfuðverkur fyrir Brynjar þegar kemur að uppstillingu. Brynjar átti þó góða skýringu á þessari bandarísku tvennu. „Þetta er dálítið gæðavandamál. Málið er að við fengum þjálfara sem er svo bara hörku „player“. Þetta er bara sending af himnum. Ég er miklu meira að glasið sé hálf fullt heldur en hálf tómt með tvo svona.“ Aþena á leik næst á miðvikudaginn þegar liðið sækir Þór heim. Brynjar sagði, eftir smá umhugsun, að planið fyrir næstu daga væri einfalt. „Murder“ „Kill skilurðu, „what ever“. Við erum að fara að horfa á einhverja rosalega splattera þangað til. Ná upp drápseðlinu.“ Rambó kannski? „Já, já. Full metal jacket?“ - sagði Brynjar að lokum, sem ætlar greinilega að fara alla leið með heimspekilegar pælingar sínar um drápseðli leikmanna. Körfubolti Bónus-deild kvenna Aþena Tengdar fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. 17. nóvember 2024 20:07 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Álftanes í 5. sætið en Þórsarar í basli Uppgjör: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Leik lokið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Sjá meira
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var spurður um hvernig tilfinningin væri að ná í þennan sigur, en hann vildi ekki meina að hann væri að upplifa tilfinningar, heldur hreina geðshræringu. „Þetta eru ekki tilfinningar, þetta eru geðshræringar akkúrat núna.“ Ertu í mikilli geðshræringu akkúrat núna? „Já, og veistu hvað hún heitir? Hún heitir aumingjaléttir. Gaman að vera ekki aumingi.“ Eftir nokkuð þunga byrjun náðu heimakonur sífellt betri tökum á leiknum, náðu upp tíu stiga forskoti oftar en einu sinni en það vantaði eitthvað upp á til að ganga endanlega frá leiknum, sem varð spennandi til loka. „Það er bara alveg hárrétt hjá þér. Ég skrifaði „Kill, kill“ á tússtöfluna fyrir leikinn. Það var ekki alveg að komast til skila. Kannski að þú getir komið því inn? „Murder“, þú skrifar „murder“ í staðinn. Ég veit það ekki, það vantar drápseðlið í þennan hóp. Þetta eru alltof „nice“ stelpur. Það væri gott ef þetta væri leikskóli. Þá væri þetta æðislegt.“ Þriggja vikna frí Brynjars frá æfingum virðist hafa skilað tilætluðum árangri en Brynjar ætlar þó ekki að vera áfram í fríi. „Hmmmm, nei. Við erum með fimm þjálfara. Ég hugsa að ég byrji að læða inn. Kannski ég mæti. Kannski einn í viðbót. Þetta er bara svo ógeðslega mikið af sumu hlutunum sem við erum að röfla með. Ég á eftir að horfa aðeins á þetta. Við erum búin að vera inni í leikjum og mér fannst við alveg eins geta tapað þessum. Þetta var ekki sannfærandi.“ Aþena kynnti til leiks nýjan leikmann í kvöld, Jada Christine Smith, sem skilaði fínni frammistöðu af bekknum. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að hún er bandarísk, líkt og Ajulu Obur Thatha, sem hlýtur að vera töluverður höfuðverkur fyrir Brynjar þegar kemur að uppstillingu. Brynjar átti þó góða skýringu á þessari bandarísku tvennu. „Þetta er dálítið gæðavandamál. Málið er að við fengum þjálfara sem er svo bara hörku „player“. Þetta er bara sending af himnum. Ég er miklu meira að glasið sé hálf fullt heldur en hálf tómt með tvo svona.“ Aþena á leik næst á miðvikudaginn þegar liðið sækir Þór heim. Brynjar sagði, eftir smá umhugsun, að planið fyrir næstu daga væri einfalt. „Murder“ „Kill skilurðu, „what ever“. Við erum að fara að horfa á einhverja rosalega splattera þangað til. Ná upp drápseðlinu.“ Rambó kannski? „Já, já. Full metal jacket?“ - sagði Brynjar að lokum, sem ætlar greinilega að fara alla leið með heimspekilegar pælingar sínar um drápseðli leikmanna.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Aþena Tengdar fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. 17. nóvember 2024 20:07 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Álftanes í 5. sætið en Þórsarar í basli Uppgjör: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Leik lokið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Sjá meira
„Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. 17. nóvember 2024 20:07
Uppgjör: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga