Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Jón Þór Stefánsson skrifar 18. nóvember 2024 16:38 Auglýst var á síðunni að vörur myndu auka hárvöxt. Getty Félagið X20 Lausnir ehf. hefur verið gert að greiða hundrað þúsund króna stjórnvaldssekt vegna fullyrðinga sem birtust á vefsíðunni lifsbylgja.is. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að umræddar fullyrðingar teldust undir öllum kringumstæðum óréttmætar, en þær vörðuðu vörur undir merkinu Lifewave. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að umræddar fullyrðingar teldust undir öllum kringumstæðum óréttmætar, en þær vörðuðu vörur undir merkinu Lifewave. Minni verkir á fyrsta degi og fleira Í febrúar á þessu ári óskaði Neytendastofa eftir skýringum á fjórtán fullyrðingum sem gengu út á að án efna eða lyfja væri hægt að virkja stofnfrumur, þá myndu vörurnar leiða til aukningar á kollageni, draga úr hrukkum, auka hárvöxt, lækka æðaaldur og leiða til minnkunar verkja og bólgna á fyrsta degi. Þar að auki myndu sár gróa hraðar, og vörurnar hafa áhrif á gæði svefns og þá myndu þau jafnvel bæta andlega líðan og vinna gegn streitu og kvíða. Í svörum félagsins X20 Lausnir sagði að félagið væri ekki selja neinar vörur frá Lifewave, en öll kaup færu beint í gegnum framleiðandann lifewave.com. Vefsíða X20 Lausna, lifsbylgja.is væri upplýsingasíða fyrirtækisins með almenna umfjöllun um vörunnar. Þá sagði að allar vörur Lifewave byggi á rannsóknum og vísindum unnum af færum vísindamönnum sem styddu áðurnefndar fullyrðingar. Í svörum X20 fylgdu margir hlekkir að greinum og rannsóknum tengdum Málinu ekki lokið þrátt fyrir breytingu Fram kemur í úrskurði Neytendastofu í málinu að undir rekstri málsins hefði umferð á lifsbylgju.is verið vísað á aðra vefslóð, x39lifestyle.wixsite.com/x-39. „Það að umferð vefsíðu sé beint á aðra vefsíðu með .com endingu getur þó ekki leitt til þess að málsmeðferð verði sjálfkrafa lokið. Umræddar fullyrðingar X20 Lausna ehf. um Lifewave vörur á vefsíðunni lifsbylgja.is voru afdráttarlausar að því er varðar virkni varanna og þann árangur sem neytendur mættu vænta af notkun þeirra,“ segir í úrskurðinum. Þá segir að X20 Lausnir hefðu hvergi tilgreint með skýrum hætti hvar sannanir fyrir fullyrðingunum væri að finna í þeim gögnum sem félagið sendi stofnuninni. Ranglega haldið fram að vörurnar geti læknað sjúkleika Það var mat Neytendastofu að fullyrðingar X20 Lausna veittu rangar upplýsingar sem yrðu til þess að neytendur taki viðskiptaákvörðun sem þeir annars hefðu ekki tekið „Þá eru fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Að mati stofnunarinnar eru umræddar fullyrðingar ennfremur settar fram með þeim hætti að því er haldið fram að vörurnar geti haft virkni á ýmsa kvilla líkt og um lyf sé að ræða. Telur Neytendastofa að með birtingu á framangreindum fullyrðingum um virkni Lifewave vara hafi félagið haldið því ranglega fram að vörurnar geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi.“ Neytendastofa segir að brot félagsins hafi verið alvarleg og að þau stríði gegn góðum viðskiptaháttum. Líkt og áður segir lagði stofnunin hundrað þúsund króna stjórnvaldssekt á X20 Lausnir. Neytendur Heilbrigðismál Vísindi Hár og förðun Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira
Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að umræddar fullyrðingar teldust undir öllum kringumstæðum óréttmætar, en þær vörðuðu vörur undir merkinu Lifewave. Minni verkir á fyrsta degi og fleira Í febrúar á þessu ári óskaði Neytendastofa eftir skýringum á fjórtán fullyrðingum sem gengu út á að án efna eða lyfja væri hægt að virkja stofnfrumur, þá myndu vörurnar leiða til aukningar á kollageni, draga úr hrukkum, auka hárvöxt, lækka æðaaldur og leiða til minnkunar verkja og bólgna á fyrsta degi. Þar að auki myndu sár gróa hraðar, og vörurnar hafa áhrif á gæði svefns og þá myndu þau jafnvel bæta andlega líðan og vinna gegn streitu og kvíða. Í svörum félagsins X20 Lausnir sagði að félagið væri ekki selja neinar vörur frá Lifewave, en öll kaup færu beint í gegnum framleiðandann lifewave.com. Vefsíða X20 Lausna, lifsbylgja.is væri upplýsingasíða fyrirtækisins með almenna umfjöllun um vörunnar. Þá sagði að allar vörur Lifewave byggi á rannsóknum og vísindum unnum af færum vísindamönnum sem styddu áðurnefndar fullyrðingar. Í svörum X20 fylgdu margir hlekkir að greinum og rannsóknum tengdum Málinu ekki lokið þrátt fyrir breytingu Fram kemur í úrskurði Neytendastofu í málinu að undir rekstri málsins hefði umferð á lifsbylgju.is verið vísað á aðra vefslóð, x39lifestyle.wixsite.com/x-39. „Það að umferð vefsíðu sé beint á aðra vefsíðu með .com endingu getur þó ekki leitt til þess að málsmeðferð verði sjálfkrafa lokið. Umræddar fullyrðingar X20 Lausna ehf. um Lifewave vörur á vefsíðunni lifsbylgja.is voru afdráttarlausar að því er varðar virkni varanna og þann árangur sem neytendur mættu vænta af notkun þeirra,“ segir í úrskurðinum. Þá segir að X20 Lausnir hefðu hvergi tilgreint með skýrum hætti hvar sannanir fyrir fullyrðingunum væri að finna í þeim gögnum sem félagið sendi stofnuninni. Ranglega haldið fram að vörurnar geti læknað sjúkleika Það var mat Neytendastofu að fullyrðingar X20 Lausna veittu rangar upplýsingar sem yrðu til þess að neytendur taki viðskiptaákvörðun sem þeir annars hefðu ekki tekið „Þá eru fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Að mati stofnunarinnar eru umræddar fullyrðingar ennfremur settar fram með þeim hætti að því er haldið fram að vörurnar geti haft virkni á ýmsa kvilla líkt og um lyf sé að ræða. Telur Neytendastofa að með birtingu á framangreindum fullyrðingum um virkni Lifewave vara hafi félagið haldið því ranglega fram að vörurnar geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi.“ Neytendastofa segir að brot félagsins hafi verið alvarleg og að þau stríði gegn góðum viðskiptaháttum. Líkt og áður segir lagði stofnunin hundrað þúsund króna stjórnvaldssekt á X20 Lausnir.
Neytendur Heilbrigðismál Vísindi Hár og förðun Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira