Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar 19. nóvember 2024 10:45 Það má sjá hversu lítil virðing er borin fyrir kennurum með því að horfa á stórskotaárás Telmu Tómasson á Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 17. nóvember 2024. Þar kom fréttakonan skýrt fram með andúð og heift; andlit fagmennskunnar féll fyrir ómálefnalegum persónulegum skotum og dónaskap. Maður gæti haldið að hún ætti persónulegra hagsmuna að gæta í þessu máli. Ef svo er, þá er það mér torskilið af hverju þessi tiltekna fréttakona fékk veiðileyfi á formanninn – sérstaklega í ljósi þess að í ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kveður skýrt á um að: Siðir og venjur: Starfsmenn skulu sýna öllum þeim sem þeir ræða við starfs síns vegna virðingu og kurteisi. Hlutlægni, hlutleysi og leiðréttingar: Fréttamenn skulu gæta í hvívetna hlutlægni og sanngirni í fréttaflutningi. Að sýna viðmælendum virðingu og kurteisi er grunnregla í fagmennsku fjölmiðla. Þegar fréttamaður notar ómálefnaleg eða persónuleg skot brýtur það gegn þessum grundvallarreglum. Slík hegðun getur grafið undan trausti á fjölmiðlinum og valdið óþarfa skaða á viðkomandi einstaklingi – eins og ég tel að hafi gerst hér. Orðspor Telmu hefur skaðast eftir þessa ómálefnalegu árás. Hlutlægni í fréttaflutningi þýðir að skýra frá staðreyndum án þess að láta eigin skoðanir eða fordóma lita fréttina. Ef andúð og heift komu fram í framgöngu fréttamannsins, bendir það til brots á hlutleysi. Slíkt er í andstöðu við þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðla um sanngirni og jafnvægi í umfjöllun sinni. Kennarastarfið á krossgötum Kennarastarfið stendur á krossgötum. Á öllum skólastigum fækkar kennurum, og virðingarleysið sem þeir mæta dag eftir dag hefur áhrif langt umfram starfið sjálft. Við sem höfum lagt líf okkar í þetta mikilvæga starf höfum árum saman staðið vörð um hagsmuni barna og ungmenna, þrátt fyrir ómannlegt álag og ófullnægjandi stuðning. En hvar er virðingin? Hvar er viljinn til að standa við gefin loforð og tryggja fagmennsku í skólastarfi til framtíðar? Við höfum sýnt ótrúlegt langlundargeð sem nú virðist hafa verið mistúlkað sem veikleiki. Því miður er staðan sú að þeir sem halda um stjórnartaumana – hvort sem það er á sveitarstjórnarstigi, hjá ríkisvaldinu eða í fjölmiðlum – virðast telja að hægt sé að ganga endalaust á fagmennsku kennara án þess að bjóða neitt í staðinn. Það er grafalvarlegt mál. Ef ekkert breytist er hætt við að skólastarf verði að miklu leyti mannað af ófaglærðu (þó yndislegu) fólki. Það myndi óhjákvæmilega draga úr faglegum kröfum sem núverandi kennarar hafa lagt sig fram við að viðhalda og þróa. Það er ekki léttvæg skylda sem kennarar axla. Við snertum við lífum barna og fjölskyldna þeirra. Við byggjum upp framtíð samfélagsins með því að tryggja að börnin okkar fái bestu mögulegu menntun og umönnun. En þessi ábyrgð og eftirspurn eftir sérfræðiþekkingu okkar virðist ekki endurspeglast í viðhorfum þeirra sem fara með völdin. Persónuleg reynsla Ég hef starfað sem kennari í sex ár, með fimm ára háskólamenntun að baki – bæði B.Ed. og M.Ed. gráður. Ég hef lagt mikið í að undirbúa mig fyrir þetta starf, sem krefst ekki aðeins fagþekkingar heldur einnig djúps skilnings á þörfum barna og samfélagsins í heild. Ég hef lagt mig fram af ástríðu við að styðja nemendur mína og hjálpa þeim að ná árangri, og ég hef lagt mitt af mörkum til að efla menntun í landinu. Nú er ég gengin 30 vikur með fyrsta barn mitt og horfi til fæðingarorlofsins fram undan. Í stað þess að finna til öryggis og tilhlökkunar, finn ég fyrir kvíða. Kvíða vegna launaseðils míns, sem ég veit að mun ekki nægja til að tryggja fjölskyldu minni það öryggi sem við þurfum á að halda. Þetta er óþægileg staða sem gerir það að verkum að ég fer í orlofið með áhyggjur í stað þess að njóta þessa tímamóta í lífi mínu. En það sem ég kvíði jafnvel enn meira er það sem tekur við að loknu orlofi. Ég veit ekki hvort ég muni snúa aftur í kennslu. Ekki vegna þess að ég hafi ekki áhuga eða ástríðu fyrir starfinu, heldur vegna þess sem stéttin hefur þurft að þola undanfarin ár. Orðræða, virðingarleysi, skítkast og skilningsleysi hafa verið viðvarandi frá því ég hóf störf sem kennari, og löngu þar áður, því miður. Það er erfitt að gefa allt í starf sem maður elskar, en fá svo litla viðurkenningu og virðingu á móti. Ábyrgð samfélagsins Kennarastéttin er burðarás samfélagsins – við byggjum upp framtíðina. Þrátt fyrir það virðist sem það sé lítill skilningur á því hversu mikilvæg störf okkar eru. Við erum fagmenntaðir sérfræðingar, með mikla ábyrgð á herðum okkar, en við höfum þurft að þola sífelldan skort á stuðningi, hvort sem það er í formi launa, aðbúnaðar eða almenns skilnings. Ég vil trúa því að ég geti snúið aftur til kennslu eftir orlofið með von í hjarta. En eins og staðan er í dag, þá velti ég fyrir mér hvort það sé skynsamlegt. Þetta er ekki bara spurning um laun eða starfsumhverfi. Þetta er spurning um virðingu – virðingu fyrir okkur sem kennum, fyrir störfum okkar og fyrir því sem við leggjum af mörkum til samfélagsins. Ef við viljum tryggja gæði og fagmennsku í skólakerfinu, þarf að snúa þessari þróun við. Og það þarf að gerast núna. Annars verður afleiðingin sú að fleiri kennarar, eins og ég, munu neyðast til að íhuga að leita annarra leiða. Það er ekki það sem ég vil – en það er það sem raunveruleikinn krefur mig til að hugsa um. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það má sjá hversu lítil virðing er borin fyrir kennurum með því að horfa á stórskotaárás Telmu Tómasson á Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 17. nóvember 2024. Þar kom fréttakonan skýrt fram með andúð og heift; andlit fagmennskunnar féll fyrir ómálefnalegum persónulegum skotum og dónaskap. Maður gæti haldið að hún ætti persónulegra hagsmuna að gæta í þessu máli. Ef svo er, þá er það mér torskilið af hverju þessi tiltekna fréttakona fékk veiðileyfi á formanninn – sérstaklega í ljósi þess að í ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kveður skýrt á um að: Siðir og venjur: Starfsmenn skulu sýna öllum þeim sem þeir ræða við starfs síns vegna virðingu og kurteisi. Hlutlægni, hlutleysi og leiðréttingar: Fréttamenn skulu gæta í hvívetna hlutlægni og sanngirni í fréttaflutningi. Að sýna viðmælendum virðingu og kurteisi er grunnregla í fagmennsku fjölmiðla. Þegar fréttamaður notar ómálefnaleg eða persónuleg skot brýtur það gegn þessum grundvallarreglum. Slík hegðun getur grafið undan trausti á fjölmiðlinum og valdið óþarfa skaða á viðkomandi einstaklingi – eins og ég tel að hafi gerst hér. Orðspor Telmu hefur skaðast eftir þessa ómálefnalegu árás. Hlutlægni í fréttaflutningi þýðir að skýra frá staðreyndum án þess að láta eigin skoðanir eða fordóma lita fréttina. Ef andúð og heift komu fram í framgöngu fréttamannsins, bendir það til brots á hlutleysi. Slíkt er í andstöðu við þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðla um sanngirni og jafnvægi í umfjöllun sinni. Kennarastarfið á krossgötum Kennarastarfið stendur á krossgötum. Á öllum skólastigum fækkar kennurum, og virðingarleysið sem þeir mæta dag eftir dag hefur áhrif langt umfram starfið sjálft. Við sem höfum lagt líf okkar í þetta mikilvæga starf höfum árum saman staðið vörð um hagsmuni barna og ungmenna, þrátt fyrir ómannlegt álag og ófullnægjandi stuðning. En hvar er virðingin? Hvar er viljinn til að standa við gefin loforð og tryggja fagmennsku í skólastarfi til framtíðar? Við höfum sýnt ótrúlegt langlundargeð sem nú virðist hafa verið mistúlkað sem veikleiki. Því miður er staðan sú að þeir sem halda um stjórnartaumana – hvort sem það er á sveitarstjórnarstigi, hjá ríkisvaldinu eða í fjölmiðlum – virðast telja að hægt sé að ganga endalaust á fagmennsku kennara án þess að bjóða neitt í staðinn. Það er grafalvarlegt mál. Ef ekkert breytist er hætt við að skólastarf verði að miklu leyti mannað af ófaglærðu (þó yndislegu) fólki. Það myndi óhjákvæmilega draga úr faglegum kröfum sem núverandi kennarar hafa lagt sig fram við að viðhalda og þróa. Það er ekki léttvæg skylda sem kennarar axla. Við snertum við lífum barna og fjölskyldna þeirra. Við byggjum upp framtíð samfélagsins með því að tryggja að börnin okkar fái bestu mögulegu menntun og umönnun. En þessi ábyrgð og eftirspurn eftir sérfræðiþekkingu okkar virðist ekki endurspeglast í viðhorfum þeirra sem fara með völdin. Persónuleg reynsla Ég hef starfað sem kennari í sex ár, með fimm ára háskólamenntun að baki – bæði B.Ed. og M.Ed. gráður. Ég hef lagt mikið í að undirbúa mig fyrir þetta starf, sem krefst ekki aðeins fagþekkingar heldur einnig djúps skilnings á þörfum barna og samfélagsins í heild. Ég hef lagt mig fram af ástríðu við að styðja nemendur mína og hjálpa þeim að ná árangri, og ég hef lagt mitt af mörkum til að efla menntun í landinu. Nú er ég gengin 30 vikur með fyrsta barn mitt og horfi til fæðingarorlofsins fram undan. Í stað þess að finna til öryggis og tilhlökkunar, finn ég fyrir kvíða. Kvíða vegna launaseðils míns, sem ég veit að mun ekki nægja til að tryggja fjölskyldu minni það öryggi sem við þurfum á að halda. Þetta er óþægileg staða sem gerir það að verkum að ég fer í orlofið með áhyggjur í stað þess að njóta þessa tímamóta í lífi mínu. En það sem ég kvíði jafnvel enn meira er það sem tekur við að loknu orlofi. Ég veit ekki hvort ég muni snúa aftur í kennslu. Ekki vegna þess að ég hafi ekki áhuga eða ástríðu fyrir starfinu, heldur vegna þess sem stéttin hefur þurft að þola undanfarin ár. Orðræða, virðingarleysi, skítkast og skilningsleysi hafa verið viðvarandi frá því ég hóf störf sem kennari, og löngu þar áður, því miður. Það er erfitt að gefa allt í starf sem maður elskar, en fá svo litla viðurkenningu og virðingu á móti. Ábyrgð samfélagsins Kennarastéttin er burðarás samfélagsins – við byggjum upp framtíðina. Þrátt fyrir það virðist sem það sé lítill skilningur á því hversu mikilvæg störf okkar eru. Við erum fagmenntaðir sérfræðingar, með mikla ábyrgð á herðum okkar, en við höfum þurft að þola sífelldan skort á stuðningi, hvort sem það er í formi launa, aðbúnaðar eða almenns skilnings. Ég vil trúa því að ég geti snúið aftur til kennslu eftir orlofið með von í hjarta. En eins og staðan er í dag, þá velti ég fyrir mér hvort það sé skynsamlegt. Þetta er ekki bara spurning um laun eða starfsumhverfi. Þetta er spurning um virðingu – virðingu fyrir okkur sem kennum, fyrir störfum okkar og fyrir því sem við leggjum af mörkum til samfélagsins. Ef við viljum tryggja gæði og fagmennsku í skólakerfinu, þarf að snúa þessari þróun við. Og það þarf að gerast núna. Annars verður afleiðingin sú að fleiri kennarar, eins og ég, munu neyðast til að íhuga að leita annarra leiða. Það er ekki það sem ég vil – en það er það sem raunveruleikinn krefur mig til að hugsa um. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar