Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 11:16 Því hefur löngum verið haldið fram að íslenska krónan sé bráðnauðsynlegt tól í baráttunni gegn verðbólgu og vondum afleiðingum hennar. Með því að hafa hana getum við hækkað vexti upp úr öllu valdi þegar illa árar og kælt hagkerfið niður á viðráðanlegt stig. Gallinn er þó sá að þau vandarhögg lenda aðeins á hluta þjóðarinnar og fyrirtækjum sem hér starfa. Við sem erum skuldlaus og stærri fyrirtæki í útflutningi sleppum hins vegar algjörlega við þjáningarfull svipuhöggin enda þótt verðbólgan sé ekki síður af okkar völdum. Njótum jafnvel hækkandi vaxta í ríkum mæli svo ekki sé talað um fyrirtækin sem fá leyfi til að færa allt sitt í stærri gjaldmiðlum nýta sér þjónustu erlendra banka sem bjóða alltaf sömu lágu vextina. Þannig er krónan okkar notuð til að lemja á unga fólkinu ásamt minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru læst inni í krónuhagkerfinu. Úr verða tveir hópar á okkar kæra landi og þar á meðal unga fólkið sem situr alltaf í súpunni með vaxtavöndinn sífellt lemjandi á bökum sér þegar þau í örvæntingu reyna að koma yfir sig þaki. Á sama tíma sleppum við hin skuldlausu við vaxtavöndinn og brosum sum hver góðlátlega að þeirri barnalegu trú að krónan sé bæði til marks um sjálfstæði þjóðarinnar og björgunartæki þegar á mót blæs. Samt sem áður er ekki vitað um nokkurt einasta íslenskt fyrirtæki, sem nýtir sér kosti stærri gjaldmiðla í rekstri sínum, sem kærir sig um að færa sig aftur yfir í krónuhagkerfið. Slík fyrirtæki væru tæpast talin með öllum mjalla enda lifa þau við mun betri aðstæður hvað varðar lánskjör til uppbyggingar og rekstur frá degi til dags. Þetta ætti að vera umfjöllunefni allra stjórnmálamanna okkar nú fyrir kosningar þegar þeir eru að ræða við háttvirta kjósendur. En um þessa hrikalegu mismunun þegja þeir flestir þunnu hljóði. Láta eins og krónan sé ósnertanleg og hluti þjóðarinnar verði bara að þjást hennar vegna. Hún er og verði táknmynd sjálfstæðrar þjóðar ásamt því að vera refsivöndur gagnvart hluta sömu þjóðar. Það sem vekur þó enn meiri furðu er að unga fólkið skuli ekki rísa upp og krefjast þess nú í kosningabaráttunni að fá skýr svör um að þessu verði breytt og tekin upp alþjóðlegur gjaldmiðill sem gildir fyrir alla landsmenn en ekki bara útvalinn hóp. Á meðan það er ekki gert verður unga fólk nútímans og framtíðarinnar áfram í þessari spennitreyju krónunnar enda þótt þetta sé allt einasta kerfisvandi sem auðveldlega er hægt að færa til betri vegar ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ljóst er að slíkur vilji nær því aðeins fram að ganga að unga fólkið sjálft rísi upp og krefjist réttlætis í þessu þýðingarmikla málefni. Nú er mikið talað um hvað ungt fólk á framhaldsskólastigi glími við víðtæk og alvarleg félagsleg og geðræn vandamál. Stjórnmálamenn taka undir það og segjast vilja gera allt til að bæta úr. En þegar þetta sama unga fólk fer að stofna heimili fær það fyrst að finna til tevatnsins og því harðlega refsað fyrir verðbólgu sem það á enga sök á. Þá þegja þessir sömu stjórnmálamenn og þykjast ekkert geta gert, þetta sé bara svona! Því segi ég fjörgamall maðurinn: Rís upp unga Ísland og krefjist réttar ykkar. Eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Því hefur löngum verið haldið fram að íslenska krónan sé bráðnauðsynlegt tól í baráttunni gegn verðbólgu og vondum afleiðingum hennar. Með því að hafa hana getum við hækkað vexti upp úr öllu valdi þegar illa árar og kælt hagkerfið niður á viðráðanlegt stig. Gallinn er þó sá að þau vandarhögg lenda aðeins á hluta þjóðarinnar og fyrirtækjum sem hér starfa. Við sem erum skuldlaus og stærri fyrirtæki í útflutningi sleppum hins vegar algjörlega við þjáningarfull svipuhöggin enda þótt verðbólgan sé ekki síður af okkar völdum. Njótum jafnvel hækkandi vaxta í ríkum mæli svo ekki sé talað um fyrirtækin sem fá leyfi til að færa allt sitt í stærri gjaldmiðlum nýta sér þjónustu erlendra banka sem bjóða alltaf sömu lágu vextina. Þannig er krónan okkar notuð til að lemja á unga fólkinu ásamt minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru læst inni í krónuhagkerfinu. Úr verða tveir hópar á okkar kæra landi og þar á meðal unga fólkið sem situr alltaf í súpunni með vaxtavöndinn sífellt lemjandi á bökum sér þegar þau í örvæntingu reyna að koma yfir sig þaki. Á sama tíma sleppum við hin skuldlausu við vaxtavöndinn og brosum sum hver góðlátlega að þeirri barnalegu trú að krónan sé bæði til marks um sjálfstæði þjóðarinnar og björgunartæki þegar á mót blæs. Samt sem áður er ekki vitað um nokkurt einasta íslenskt fyrirtæki, sem nýtir sér kosti stærri gjaldmiðla í rekstri sínum, sem kærir sig um að færa sig aftur yfir í krónuhagkerfið. Slík fyrirtæki væru tæpast talin með öllum mjalla enda lifa þau við mun betri aðstæður hvað varðar lánskjör til uppbyggingar og rekstur frá degi til dags. Þetta ætti að vera umfjöllunefni allra stjórnmálamanna okkar nú fyrir kosningar þegar þeir eru að ræða við háttvirta kjósendur. En um þessa hrikalegu mismunun þegja þeir flestir þunnu hljóði. Láta eins og krónan sé ósnertanleg og hluti þjóðarinnar verði bara að þjást hennar vegna. Hún er og verði táknmynd sjálfstæðrar þjóðar ásamt því að vera refsivöndur gagnvart hluta sömu þjóðar. Það sem vekur þó enn meiri furðu er að unga fólkið skuli ekki rísa upp og krefjast þess nú í kosningabaráttunni að fá skýr svör um að þessu verði breytt og tekin upp alþjóðlegur gjaldmiðill sem gildir fyrir alla landsmenn en ekki bara útvalinn hóp. Á meðan það er ekki gert verður unga fólk nútímans og framtíðarinnar áfram í þessari spennitreyju krónunnar enda þótt þetta sé allt einasta kerfisvandi sem auðveldlega er hægt að færa til betri vegar ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ljóst er að slíkur vilji nær því aðeins fram að ganga að unga fólkið sjálft rísi upp og krefjist réttlætis í þessu þýðingarmikla málefni. Nú er mikið talað um hvað ungt fólk á framhaldsskólastigi glími við víðtæk og alvarleg félagsleg og geðræn vandamál. Stjórnmálamenn taka undir það og segjast vilja gera allt til að bæta úr. En þegar þetta sama unga fólk fer að stofna heimili fær það fyrst að finna til tevatnsins og því harðlega refsað fyrir verðbólgu sem það á enga sök á. Þá þegja þessir sömu stjórnmálamenn og þykjast ekkert geta gert, þetta sé bara svona! Því segi ég fjörgamall maðurinn: Rís upp unga Ísland og krefjist réttar ykkar. Eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun