Í auglýsingu á fasteignavef Vísis segir að um sé að ræða jarðhæð og kjallara í verslunar og skrifstofuhúsnæði að Suðurgötu 3 í 101 Reykjavík. Eignin sé vel staðsett steinsnar frá Tjörninni og Austurvelli og hún bjóði upp á mikla möguleika.
Eignin skiptist í jarðhæð með góðum gluggum í tvær áttir sem er skráð 117,3 fermetrar og kjallararými skráð 41,4 fermetrar.
Efrihæðin skiptist í opið rými með stórum gluggum, kaffistofu með góðri innréttingu, uppþvottavél, ofni og helluborði. Á hæðinni séu tvö salerni og skrifstofa. Góður bakinngangur með flísalagðri forstofu. Góður stigi sé niður í kjallara sem hafi verið nýttur sem opið skrifstofu rými.
Fasteignamat eignarinnar er 64,65 milljónir króna og brunabótamat 61,25 milljónir króna.