Segist vita hver vó Geirfinn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. nóvember 2024 22:48 Jón Ármann Steinsson, einn höfunda bókarinnar Leitin að Geirfinni. Samsett mynd „Þetta er gatið hjá okkur, við vitum ekki hvað varð um lík Geirfinns, við vitum bara hvar hann lét lífið og hver gerandinn var. Hann er á lífi.“ Þetta segir Jón Ármann Steinsson, útgefandi bókarinnar Leitin að Geirfinni, í samtali við Reykjavík síðdegis. Leitin að Geirfinni var gefin út í dag en dagurinn markar 50 ár frá því að Geirfinnur Einarsson, gekk út af heimili sínu og hvarf í Keflavík þann 19. nóvember 1974. Guðmundar- og Geirfinnsmálin eru flestum Íslendingum kunnug enda verið til umfjöllunar hér á landi í marga áratugi. Um tvö ár eru síðan að íslenska ríkið greiddi Erlu Bolladóttur 32 milljónir króna í miskabætur vegna 232 daga gæsluvarðhalds sem hún sætti í tengslum við hvarf þeirra. Málin tvö eru enn óleyst. Kápan á bókinni sjálfri hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna mann sem hefur fest höfuð sitt í endaþarmi. Spurður hvernig eigi að lýsa þessari mynd segir Jón: „Ein mynd segir meira en þúsund skýrslur, myndi ég segja þarna. Þetta er ekki mynd af einhverjum sem stundar yoga og er með höfuðið á sér upp í endaþarmi en þetta er táknrænt fyrir það hvernig lögreglan hefur séð um þetta mál. Við tókum þessa mynd og völdum hana út af því að hún er í raun táknræn fyrir rannsóknina.“ Málsskjölin hinn mesti skáldskapur Jón Ármann telur sig hafa leyst málið varðandi Geirfinn og tekur fram að lausnin sé í bókinni. Hann segist hafa rætt við vitni og endurskoðað málið frá grunni. Spurður hvort hann hafi sett sig í samband við þann sem vó Geirfinn fyrir 50 árum svarar hann því neitandi og segist ekki vilja spilla fyrir rannsókn lögreglu. „Hún er einfaldlega til komin því að við rannsökuðum málið. Lögreglan hefur aldrei gert það, þau hafa barist gegn því að rannsaka málið síðan það var afhent sakadómi mánaðargamalt frá Keflavíkurrannsókninni og þar fór það í tóma þvælu.“ Framgangur málsins hjá lögreglu og fyrir dómstólum hér á landi sé fáránlegur frá upphafi til enda. „Flestir sem vinna að þessu máli halda að málsskjölin séu heimild, þau eru það ekki. málsskjölin er mesti skáldskapur sem hefur verið gerður síðan að Íslendingasögurnar voru gerðar.“ Tíu ára drengur hafi verið vitni Hann segir vinnu sína hafa verið stopp í þó nokkur ár en þegar að hann náði tali af manni sem hann taldi vera látinn opnaðist málið upp á nýtt. Rannsókn lögreglu hafi verið bundin ýmsum vanköntum. „Nágrannar Geirfinns voru aldrei spurðir. Við töluðum við þá, það opnaði dyrnar upp á gátt. Það er vitni að þessu líka, tíu ára strákur sem sá þetta gerast. Allir nágrannarnir heyrðu þetta gerast og töluðu við lögregluna en lögreglan yppti öxlum og vildu ekkert gera.“ Hann tekur fram að vitnið sé enn á lífi í dag og að vitnið hafi séð Geirfinn veginn í gegnum gluggann. Hann segist ekki efast um að maðurinn segi satt frá, hann hafi gefist upp á því að reyna hafa samband við lögreglu. Enginn áhugi á að leysa málið Jón segist teikna upp nokkuð góða atburðarás í bókinni. Hann sé þó ekki með rannsóknarheimild og segir það brýnt að lögreglan taki við málinu. „En hvað heldurðu að komi þá ljós? Þeir þurfa að fjalla um sjálfa sig. Sína eigin starfsbræður sem hafa klúðrað þessu máli og fangaverði sem píndu sakborninga til að játa á sig það sem var tóm vitleysa og fræið af þessu var skáldskapurinn, það var aldrei neitt spíramál eða mannshvarf, það var morð.“ Hann segist nú vera að vinna að því að koma upplýsingunum til lögreglunnar eða dómsmálaráðuneytisins. Vandamálið sé að það sé enginn áhugi á að leysa málið. „Ég hef talað við mjög marga í kerfinu og ég fæ alls staðar sama svarið: Æ æ, miðað við kerfið getum við ekki tekið við þessu hjá þér. Þetta er allt frá lögreglu yfir í saksóknara, ráðuneytisfólk. Allir sem ég tala við, fullur skilningur og full samúð en hvaða feril á þetta að fara í? Þetta er lokað sakamál.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Þetta segir Jón Ármann Steinsson, útgefandi bókarinnar Leitin að Geirfinni, í samtali við Reykjavík síðdegis. Leitin að Geirfinni var gefin út í dag en dagurinn markar 50 ár frá því að Geirfinnur Einarsson, gekk út af heimili sínu og hvarf í Keflavík þann 19. nóvember 1974. Guðmundar- og Geirfinnsmálin eru flestum Íslendingum kunnug enda verið til umfjöllunar hér á landi í marga áratugi. Um tvö ár eru síðan að íslenska ríkið greiddi Erlu Bolladóttur 32 milljónir króna í miskabætur vegna 232 daga gæsluvarðhalds sem hún sætti í tengslum við hvarf þeirra. Málin tvö eru enn óleyst. Kápan á bókinni sjálfri hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna mann sem hefur fest höfuð sitt í endaþarmi. Spurður hvernig eigi að lýsa þessari mynd segir Jón: „Ein mynd segir meira en þúsund skýrslur, myndi ég segja þarna. Þetta er ekki mynd af einhverjum sem stundar yoga og er með höfuðið á sér upp í endaþarmi en þetta er táknrænt fyrir það hvernig lögreglan hefur séð um þetta mál. Við tókum þessa mynd og völdum hana út af því að hún er í raun táknræn fyrir rannsóknina.“ Málsskjölin hinn mesti skáldskapur Jón Ármann telur sig hafa leyst málið varðandi Geirfinn og tekur fram að lausnin sé í bókinni. Hann segist hafa rætt við vitni og endurskoðað málið frá grunni. Spurður hvort hann hafi sett sig í samband við þann sem vó Geirfinn fyrir 50 árum svarar hann því neitandi og segist ekki vilja spilla fyrir rannsókn lögreglu. „Hún er einfaldlega til komin því að við rannsökuðum málið. Lögreglan hefur aldrei gert það, þau hafa barist gegn því að rannsaka málið síðan það var afhent sakadómi mánaðargamalt frá Keflavíkurrannsókninni og þar fór það í tóma þvælu.“ Framgangur málsins hjá lögreglu og fyrir dómstólum hér á landi sé fáránlegur frá upphafi til enda. „Flestir sem vinna að þessu máli halda að málsskjölin séu heimild, þau eru það ekki. málsskjölin er mesti skáldskapur sem hefur verið gerður síðan að Íslendingasögurnar voru gerðar.“ Tíu ára drengur hafi verið vitni Hann segir vinnu sína hafa verið stopp í þó nokkur ár en þegar að hann náði tali af manni sem hann taldi vera látinn opnaðist málið upp á nýtt. Rannsókn lögreglu hafi verið bundin ýmsum vanköntum. „Nágrannar Geirfinns voru aldrei spurðir. Við töluðum við þá, það opnaði dyrnar upp á gátt. Það er vitni að þessu líka, tíu ára strákur sem sá þetta gerast. Allir nágrannarnir heyrðu þetta gerast og töluðu við lögregluna en lögreglan yppti öxlum og vildu ekkert gera.“ Hann tekur fram að vitnið sé enn á lífi í dag og að vitnið hafi séð Geirfinn veginn í gegnum gluggann. Hann segist ekki efast um að maðurinn segi satt frá, hann hafi gefist upp á því að reyna hafa samband við lögreglu. Enginn áhugi á að leysa málið Jón segist teikna upp nokkuð góða atburðarás í bókinni. Hann sé þó ekki með rannsóknarheimild og segir það brýnt að lögreglan taki við málinu. „En hvað heldurðu að komi þá ljós? Þeir þurfa að fjalla um sjálfa sig. Sína eigin starfsbræður sem hafa klúðrað þessu máli og fangaverði sem píndu sakborninga til að játa á sig það sem var tóm vitleysa og fræið af þessu var skáldskapurinn, það var aldrei neitt spíramál eða mannshvarf, það var morð.“ Hann segist nú vera að vinna að því að koma upplýsingunum til lögreglunnar eða dómsmálaráðuneytisins. Vandamálið sé að það sé enginn áhugi á að leysa málið. „Ég hef talað við mjög marga í kerfinu og ég fæ alls staðar sama svarið: Æ æ, miðað við kerfið getum við ekki tekið við þessu hjá þér. Þetta er allt frá lögreglu yfir í saksóknara, ráðuneytisfólk. Allir sem ég tala við, fullur skilningur og full samúð en hvaða feril á þetta að fara í? Þetta er lokað sakamál.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira