Ekki er greint frá því í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar hvernig lögreglumaðurinn hefur það.
Annar var handtekinn fyrir utan íbúðarhúsnæði þar sem hann hafi ruðst inn og ógnað húsráðendum. Sá var ekki í ástandi til skýrslutöku við handtöku.
Tvær tilkynningar bárust um þjófnað í verslun. Í öðru tilvikinu var málið leyst á vettvangi en það reyndist ekki unnt í hinu þannig að grunaður þjófur var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Lögregla sinnti einnig útkalli vegna umferðaróhapps þar sem ökumaður stakk af vettvangi. Hann fannst skömmu síðar og er grunaður um akstur án ökuréttinda.