Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 20:01 Ljósmyndarinn Róbert Arnar er með stóra drauma og stefnir langt. Aðsend Ljósmyndarinn Róbert Arnar Ottason hefur varla misst af viðburði í vetur og hefur sérstaklega vakið athygli fyrir það að grípa góð augnablik í skemmtanalífinu. Blaðamaður ræddi við hann um listsköpunina og stór framtíðarplön. „Áhuginn minn fyrir ljósmyndun hefur verið til staðar síðan ég var mjög ungur, var alltaf að leika mér með gömlu Canon myndavélina hennar mömmu og tók myndir í brúðkaupinu hennar þegar hún gifti sig. Mamma vissi alveg að hún var að ráða fagmann í verkefnið,“ segir Róbert og hlær. Hann er 26 ára gamall í dag og því með margra ára reynslu á bakinu. Róbert Arnar byrjaði ungur að árum að taka myndir.Aðsend Sér hlutina með öðruvísi augum „Ég hef alltaf verið með rosalega listrænt auga og hef haft þessi þörf til að skapa. Ljósmyndun er ein af nokkrum leiðum fyrir mig að koma þessari þörf út.“ Í upphafi ferilsins var Róbert mikið í 3D hönnun og vann mikið með photoshop. „Það hefur hjálpað mér gríðarlega með ljósmyndunina á þann hátt að ég sé hlutina með allt öðruvísi augum en flestir gera.“ Róbert hefur mikla ástríðu fyrir ljósmynduninni.Aðsend Róbert segist upphaflega eiginlega hafa slysast inn í bransann. „Ég var alltaf að leika mér að taka myndir og var statt og stöðugt að mynda yfir eitt árið en þá datt mitt fyrsta verkefni í hendurnar. Ég trúi því að þú verðir ekki heppinn nema þú setjir inn vinnuna líka og þarna var það nákvæmlega svoleiðis.“ View this post on Instagram A post shared by RÓBERT ARNAR X ICELAND 𓆈 (@robertarnar_) Ófyrirsjáanleg ævintýri Aðspurður hvað honum finnist skemmtilegast við starfið segir Róbert: „Ég myndi klárlega segja að það sé skemmtilegast að fá að kynnast svo mikið að skemmtilegu fólki og eignast góða vini í leiðinni. Og svo ótrúlega gaman hvert þetta starf tekur mann. Ég veit aldrei hvað kemur næst, sem ég dýrka!“ Hann segist þrífast vel í margbreytileika starfsins. Ég myndi tvímælalaust segja að verkefnin þar sem maður kynnist skemmtilegu og hæfileikaríku fólki séu skemmtilegust. Og það kemur alltaf að óvart hvað fólk er hæfileikaríkt, þótt það taki ekki sjálft eftir því.“ Róbert ásamt góðum vinum og samstarfsfólki.Aðsend Lítill svefn en mikið stuð Óhefðbundin rútína starfsins getur þó verið krefjandi. „Svefninn fer alveg í ruglið, ég get verið að mynda á klúbbnum um nóttina og þurft að vakna snemma daginn eftir í annað verkefni sem getur verið erfitt. En stuttir lúrar eru klárlega algjört bjargráð í þessum bransa.“ Róbert að mynda goðsögnina Röggu Gísla.Aðsend Róbert hefur sem áður segir myndað fjöldann allan af partýjum, þar á meðal myndaveislur sem Vísir hefur fengið að birta af hinni sívinsælu Gugguvakt. „Það er alltaf sjúklega gaman, ég held að flestir hafi ótrúlega gaman af því. Fólkið er þarna bara til að hafa gaman og eiga góða stundir og þá er algjör bónus að ég sé þarna að mynda þessa skemmtun. Stundum eru myndirnar ekkert æðislegar en það eru oftast bestu myndirnar því þetta eru bara minningar.“ Vill starfa um allan heim Blaðamaður spyr þá hvort partýgestir sitji sig einhvern tíma í samband við hann daginn eftir og vilji sjá myndirnar eða að hann eyði þeim? „Já það kemur fyrir og fylgir þessu starfi myndi ég segja. Ég reyni alltaf að taka bestu myndirnar fyrir fólk en stundum hittir það ekki endilega í mark, ekkert persónulegt endilega en þá er minnsta mál í heimi að fjarlægja myndina.“ Róbert tekur líflegar og skemmtilegar myndir af skemmtanalífinu.Aðsend Róbert Arnar segir að lokum erfitt að nefna eitthvað eitt draumaverkefni en er þó með stóra drauma. „Ég held að mig langi hvað mest að gera auglýsingu sem endar í sjónvarpinu og á stórum skjáum úti í heimi. Ég veit að sá draumur mun rætast einn daginn ef ég held áfram að gera það sem ég er að gera. Stefnan mín er komast erlendis með ljósmyndunina og starfa um allan heim. Og kynnast æðislegu fólki í leiðinni!“ Ljósmyndun Samkvæmislífið Næturlíf Reykjavík Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
„Áhuginn minn fyrir ljósmyndun hefur verið til staðar síðan ég var mjög ungur, var alltaf að leika mér með gömlu Canon myndavélina hennar mömmu og tók myndir í brúðkaupinu hennar þegar hún gifti sig. Mamma vissi alveg að hún var að ráða fagmann í verkefnið,“ segir Róbert og hlær. Hann er 26 ára gamall í dag og því með margra ára reynslu á bakinu. Róbert Arnar byrjaði ungur að árum að taka myndir.Aðsend Sér hlutina með öðruvísi augum „Ég hef alltaf verið með rosalega listrænt auga og hef haft þessi þörf til að skapa. Ljósmyndun er ein af nokkrum leiðum fyrir mig að koma þessari þörf út.“ Í upphafi ferilsins var Róbert mikið í 3D hönnun og vann mikið með photoshop. „Það hefur hjálpað mér gríðarlega með ljósmyndunina á þann hátt að ég sé hlutina með allt öðruvísi augum en flestir gera.“ Róbert hefur mikla ástríðu fyrir ljósmynduninni.Aðsend Róbert segist upphaflega eiginlega hafa slysast inn í bransann. „Ég var alltaf að leika mér að taka myndir og var statt og stöðugt að mynda yfir eitt árið en þá datt mitt fyrsta verkefni í hendurnar. Ég trúi því að þú verðir ekki heppinn nema þú setjir inn vinnuna líka og þarna var það nákvæmlega svoleiðis.“ View this post on Instagram A post shared by RÓBERT ARNAR X ICELAND 𓆈 (@robertarnar_) Ófyrirsjáanleg ævintýri Aðspurður hvað honum finnist skemmtilegast við starfið segir Róbert: „Ég myndi klárlega segja að það sé skemmtilegast að fá að kynnast svo mikið að skemmtilegu fólki og eignast góða vini í leiðinni. Og svo ótrúlega gaman hvert þetta starf tekur mann. Ég veit aldrei hvað kemur næst, sem ég dýrka!“ Hann segist þrífast vel í margbreytileika starfsins. Ég myndi tvímælalaust segja að verkefnin þar sem maður kynnist skemmtilegu og hæfileikaríku fólki séu skemmtilegust. Og það kemur alltaf að óvart hvað fólk er hæfileikaríkt, þótt það taki ekki sjálft eftir því.“ Róbert ásamt góðum vinum og samstarfsfólki.Aðsend Lítill svefn en mikið stuð Óhefðbundin rútína starfsins getur þó verið krefjandi. „Svefninn fer alveg í ruglið, ég get verið að mynda á klúbbnum um nóttina og þurft að vakna snemma daginn eftir í annað verkefni sem getur verið erfitt. En stuttir lúrar eru klárlega algjört bjargráð í þessum bransa.“ Róbert að mynda goðsögnina Röggu Gísla.Aðsend Róbert hefur sem áður segir myndað fjöldann allan af partýjum, þar á meðal myndaveislur sem Vísir hefur fengið að birta af hinni sívinsælu Gugguvakt. „Það er alltaf sjúklega gaman, ég held að flestir hafi ótrúlega gaman af því. Fólkið er þarna bara til að hafa gaman og eiga góða stundir og þá er algjör bónus að ég sé þarna að mynda þessa skemmtun. Stundum eru myndirnar ekkert æðislegar en það eru oftast bestu myndirnar því þetta eru bara minningar.“ Vill starfa um allan heim Blaðamaður spyr þá hvort partýgestir sitji sig einhvern tíma í samband við hann daginn eftir og vilji sjá myndirnar eða að hann eyði þeim? „Já það kemur fyrir og fylgir þessu starfi myndi ég segja. Ég reyni alltaf að taka bestu myndirnar fyrir fólk en stundum hittir það ekki endilega í mark, ekkert persónulegt endilega en þá er minnsta mál í heimi að fjarlægja myndina.“ Róbert tekur líflegar og skemmtilegar myndir af skemmtanalífinu.Aðsend Róbert Arnar segir að lokum erfitt að nefna eitthvað eitt draumaverkefni en er þó með stóra drauma. „Ég held að mig langi hvað mest að gera auglýsingu sem endar í sjónvarpinu og á stórum skjáum úti í heimi. Ég veit að sá draumur mun rætast einn daginn ef ég held áfram að gera það sem ég er að gera. Stefnan mín er komast erlendis með ljósmyndunina og starfa um allan heim. Og kynnast æðislegu fólki í leiðinni!“
Ljósmyndun Samkvæmislífið Næturlíf Reykjavík Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”