Bjarni hefur verið lykilmaður hjá KA undanfarin ár. Hann hefur leikið 105 leiki fyrir liðið í efstu deild og skorað átta mörk.
✍🏻🤝Bjarni Aðalsteinsson framlengir við KA út 2026! #LifiFyrirKA pic.twitter.com/hQqf59Wjzr
— KA (@KAakureyri) November 20, 2024
Á síðasta tímabili lék Bjarni 25 af 27 leikjum KA í Bestu deildinni auk fjögurra leikja í Mjólkurbikarnum. KA-menn stóðu þar uppi sem sigurvegarar eftir að hafa unnið Víkinga í úrslitaleik, 2-0.
Bjarni hefur leikið með KA alla sína tíð fyrir utan lánsdvöl hjá Magna á Grenivík 2018 og 2019.
KA endaði í 7. sæti Bestu deildarinnar, annað árið í röð, og varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins.