Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 18:13 Viktor Gyokeres skoraði fernu fyrir Svía í gær og varð markahæsti leikmaður Þjóðadeildarinnar. Getty/Michael Campanella Knattspyrnusamband Evrópu hefur tekið ákvörðun með leik Rúmeníu og Kósóvó sem var hætt þegar Kósóvómenn gengu af velli eftir kynþáttaníð rúmenskra áhorfenda. UEFA dæmdi Rúmenum 3-0 sigur í dag en staðan var markalaust þegar leikmenn Kósóvó gengu af velli. Þessi úrslit þýða að Rúmenar fara beint upp í B-deildina en Kósóvar fara í umspilið með okkur Íslendingum þar sem spilað er um laus æti í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. ESPN segir frá. Kósóvar gengur af velli í uppbótatíma leiksins vegna alls kyns rasískra söngva rúmenskra áhorfenda. Rúmenska knattspyrnusambandið fékk 128 þúsund evru sekt vegna þeirra sem gerir 18,7 milljónir í íslenskum krónum. Rúmenar þurfa einnig að spila næsta heimaleik án áhorfenda. Knattspyrnusamband Kósóvó þarf einnig að greiða sex þúsund evru sekt, 876 þúsund krónur, fyrir óásættanlega hegðun leikmanna sinna. Rúmenía viðurkennir ekki tilverurétt Kósóvó sem lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Það urðu einnig einhver átök á milli leikmanna liðanna þegar Kósóvar yfirgáfu völlinn. Leikurinn var stöðvaður í framhaldinu og svo flautaður af þegar Kósóvar neituðu að snúa aftur inn á völlinn. Sænskir fjölmiðlar segja frá því að sænska knattspyrnusambandið geri mögulega athugasemd við dóminn. Þessi úrslit þýða nefnilega að sænska landsliðið gæti misst af sæti í umspili um laust sæti á næsta HM. Svíar eru nú númer níu í röðinni af þeim þjóðum sem fá sæti í umspil takist þeim ekki að komast í gegnum sjálfa undankeppnina. Rúmenar hoppuðu upp fyrir þá eftir þennan dóm. Ísland getur mætt Kósóvó í umspilinu en líka Slóvakíu, Búlgaríu og Armeníu. Það verður dregið á föstudaginn en leikirnir fara fram í mars á næsta ári. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig). Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
UEFA dæmdi Rúmenum 3-0 sigur í dag en staðan var markalaust þegar leikmenn Kósóvó gengu af velli. Þessi úrslit þýða að Rúmenar fara beint upp í B-deildina en Kósóvar fara í umspilið með okkur Íslendingum þar sem spilað er um laus æti í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. ESPN segir frá. Kósóvar gengur af velli í uppbótatíma leiksins vegna alls kyns rasískra söngva rúmenskra áhorfenda. Rúmenska knattspyrnusambandið fékk 128 þúsund evru sekt vegna þeirra sem gerir 18,7 milljónir í íslenskum krónum. Rúmenar þurfa einnig að spila næsta heimaleik án áhorfenda. Knattspyrnusamband Kósóvó þarf einnig að greiða sex þúsund evru sekt, 876 þúsund krónur, fyrir óásættanlega hegðun leikmanna sinna. Rúmenía viðurkennir ekki tilverurétt Kósóvó sem lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Það urðu einnig einhver átök á milli leikmanna liðanna þegar Kósóvar yfirgáfu völlinn. Leikurinn var stöðvaður í framhaldinu og svo flautaður af þegar Kósóvar neituðu að snúa aftur inn á völlinn. Sænskir fjölmiðlar segja frá því að sænska knattspyrnusambandið geri mögulega athugasemd við dóminn. Þessi úrslit þýða nefnilega að sænska landsliðið gæti misst af sæti í umspili um laust sæti á næsta HM. Svíar eru nú númer níu í röðinni af þeim þjóðum sem fá sæti í umspil takist þeim ekki að komast í gegnum sjálfa undankeppnina. Rúmenar hoppuðu upp fyrir þá eftir þennan dóm. Ísland getur mætt Kósóvó í umspilinu en líka Slóvakíu, Búlgaríu og Armeníu. Það verður dregið á föstudaginn en leikirnir fara fram í mars á næsta ári. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig).
Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig).
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira