Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 10:32 Rúmenía og Kósovó mættust í Búkarest, í Þjóðadeildinni, og var staðan markalaus þegar leikmenn Kósovó gengu af velli. Rúmeníu var dæmdur 3-0 sigur en Kósovóar ætla að áfrýja þeirri niðurstöðu. Getty/Vasile Mihai-Antonio Knattspyrnusamband Kósovó telur UEFA ýta undir rasisma með ákvörðun sinni um að dæma Rúmeníu 3-0 sigur gegn Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta. Kósovóar ætlar að leita til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, og Svíar fylgjast spenntir með. UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur í leik sem var markalaus þegar leikmenn Kósovó gengu af velli og neituðu að klára leikinn, vegna rasískra hrópa stuðningsmanna Rúmeníu. Í frétt á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó segir að Rúmenar hafi fengið eins leiks áhorfendabann hjá UEFA og verið sektaðir, vegna kynþáttaníðs og/eða óviðeigandi hegðunar stuðningsmanna, til viðbótar við að dæma samt Rúmeníu sigur. Við þetta ætlar knattspyrnusamband Kósovó ekki að una og segir á heimasíðu sinni að úrskurður UEFA sé einmitt staðfesting á því að leikmenn Kósovó hafi orðið fyrir kynþáttaníði, og því brugðist við eins og þeir gerðu. „Þetta mál er ekki bara barátta fyrir fótboltann í Kósovó, heldur barátta gegn rasisma og hvers konar mismunun,“ segir á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó. Niðurstaðan gæti skipt miklu máli fyrir Svía Hver sem endanleg niðurstaða verður þá gæti hún skipt miklu máli fyrir Svía. Ef að Rúmenar fá stigin þrjú fyrir sigur enda þeir með 18 stig í sínum riðli í C-deildinni. Svíar enduðu með 16 í sínum riðli. Að óbreyttu er Rúmenía því hærra á forgangslista yfir lið sem gætu farið í umspil um sæti á HM 2026, komist þau ekki þangað eða beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári. Fjögur bestu liðin sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en enda ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM, komast í umspilið. Sem stendur eru það Spánn, Portúgal, Þýskaland og Frakkland en ljóst er að það mun breytast því þessi lið, og næstu lið á listanum, eru afar líkleg til að komast beint á HM eða í umspilið, í gegnum undankeppnina. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig). Þannig kemst San Marínó í HM-umspilið ef tíu af liðunum hér fyrir ofan enda í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM á næsta ári. Ísland gæti mætt Kósovó í óvenjulegu einvígi Þess má að lokum geta að Kósovó er eitt af fjórum liðum sem Ísland gæti dregist gegn, þegar dregið verður í umspil Þjóðadeildarinnar. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fleiri fréttir „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Sjá meira
UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur í leik sem var markalaus þegar leikmenn Kósovó gengu af velli og neituðu að klára leikinn, vegna rasískra hrópa stuðningsmanna Rúmeníu. Í frétt á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó segir að Rúmenar hafi fengið eins leiks áhorfendabann hjá UEFA og verið sektaðir, vegna kynþáttaníðs og/eða óviðeigandi hegðunar stuðningsmanna, til viðbótar við að dæma samt Rúmeníu sigur. Við þetta ætlar knattspyrnusamband Kósovó ekki að una og segir á heimasíðu sinni að úrskurður UEFA sé einmitt staðfesting á því að leikmenn Kósovó hafi orðið fyrir kynþáttaníði, og því brugðist við eins og þeir gerðu. „Þetta mál er ekki bara barátta fyrir fótboltann í Kósovó, heldur barátta gegn rasisma og hvers konar mismunun,“ segir á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó. Niðurstaðan gæti skipt miklu máli fyrir Svía Hver sem endanleg niðurstaða verður þá gæti hún skipt miklu máli fyrir Svía. Ef að Rúmenar fá stigin þrjú fyrir sigur enda þeir með 18 stig í sínum riðli í C-deildinni. Svíar enduðu með 16 í sínum riðli. Að óbreyttu er Rúmenía því hærra á forgangslista yfir lið sem gætu farið í umspil um sæti á HM 2026, komist þau ekki þangað eða beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári. Fjögur bestu liðin sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en enda ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM, komast í umspilið. Sem stendur eru það Spánn, Portúgal, Þýskaland og Frakkland en ljóst er að það mun breytast því þessi lið, og næstu lið á listanum, eru afar líkleg til að komast beint á HM eða í umspilið, í gegnum undankeppnina. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig). Þannig kemst San Marínó í HM-umspilið ef tíu af liðunum hér fyrir ofan enda í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM á næsta ári. Ísland gæti mætt Kósovó í óvenjulegu einvígi Þess má að lokum geta að Kósovó er eitt af fjórum liðum sem Ísland gæti dregist gegn, þegar dregið verður í umspil Þjóðadeildarinnar. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó.
Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig).
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fleiri fréttir „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn