Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 08:30 Leikmenn KV hafa spjarað sig afar vel á fyrstu leiktíð liðsins í 1. deildinni. KV Í efstu tveimur deildum karla í körfubolta er mikill fjöldi erlendra leikmanna. Eitt lið sker sig þó úr en það er KV, venslalið KR í Vesturbænum, sem eingöngu er skipað Íslendingum og hefur staðið sig afar vel á sinni fyrstu leiktíð í 1. deildinni. „Við erum allir strákar úr Vesturbænum sem tókum okkur saman og stofnuðum körfuboltalið. Það gekk bara ógeðslega vel, myndaðist mikil stemning í kringum okkur og við komumst upp í 1. deildina,“ segir Veigar Már Helgason sem gengur í flest störf hjá KV því hann er leikmaður, formaður, markaðsstjóri og gjaldkeri félagsins. Eftir sigur gegn Þór á Akureyri um síðustu helgi, og sigur gegn Skallagrími í Vesturbænum í gærkvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, hefur KV nú unnið fimm af fyrstu átta leikjum sínum, gegn liðum sem öll eru með áberandi, erlenda atvinnumenn í sínum röðum. Hjá KV eru það íslensku strákarnir sem fá að láta ljós sitt skína. „Það er það sem hreif mig til að koma og taka þátt í þessu verkefni,“ segir reynsluboltinn og Keflvíkingurinn Falur Harðarson, sem tók við þjálfun KV í haust. Hér að neðan má sjá viðtalið við þá Veigar úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld, sem tekið var fyrir leikinn við Skallagrím: „Þetta er að hluta gert fyrir strákana sem eru kannski ekki bestir í heimi en vilja vera partur af skemmtilegu verkefni,“ segir Veigar og bendir á mikilvægi liða á borð við KV til að stemma stigu við brottfalli úr íþróttum. „Það er fullt af ungum strákum hérna sem hafa verið við dyrnar að meistaraflokknum, eða spilað einhver tímabil í efstu og næstefstu deild. Svo erum við með þrjá stráka á venslasamning úr KR. Þetta er frábært tækifæri til að gefa ungum, ferskum strákum tækifæri til að spila,“ segir Falur. „Þetta er ekkert Miðflokkurinn“ Ýmsir hafa kallað eftir strangari reglum um fjölda erlendra leikmanna, til að fjölga tækifærum ungra, íslenskra leikmanna, og Falur er þar á meðal. Erlendir leikmenn eru þó velkomnir eins og aðrir í Vesturbæinn: „Þetta er ekkert Miðflokkurinn,“ grínast Veigar. „Við Vesturbæingar erum bara nógu góðir til að geta verið í þessari deild og erum byrjaðir að sýna það,“ bætir hann við. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það ætti að vera lágmark á því hve margir heimamenn mættu vera inni á vellinum í einu. Svo veltur það bara á vilja félaganna í landinu nákvæmlega hve margir,“ segir Falur og hefur greinilega sterka skoðun á málinu. „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Í dag er engin regla og hægt að vera með fimm erlenda leikmenn inni á vellinum í einu. Mér finnst það ekki eiga að vera svoleiðis. Það er bara mín skoðun. Við þurfum að finna vettvang fyrir unga leikmenn, bæði karlmenn og konur, til að spila, og þetta verður að vera gaman. Það nennir enginn að sitja á rassinum í 3-4 ár, og spila ekki neitt,“ segir Falur. KV-ingar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að hafa gaman af því sem þeir eru að gera og eru líflegri á samfélagsmiðlum en mörg úrvalsdeildarfélög. Á dögunum kynntu þeir samfélagsmiðlastjörnu til leiks, Gumma Emil, sem var með KV í sigrinum gegn Skallagrími í gær. View this post on Instagram A post shared by Körfuboltadeild Knattspyrnufélags Vesturbæjar (@kv_karfa) „Þetta er ógeðslega gaman og bara geggjuð stemning með okkur,“ segir Veigar. Þjálfarinn Falur gætir þess hins vegar að gamanið sé á réttum forsendum: „Eins og ég hef oft sagt þegar ég er að þjálfa, þá ætlum við að hafa gaman af að spila góðan körfubolta. Við ætlum ekki að hafa „ha ha“-gaman, heldur af því að spila saman góðan körfubolta og gera vel. Það þarf alltaf einhvern til að stýra mannskepnunni og ég var fenginn í það. Ég er ekki að segja að ég sé einhver snillingur en þetta væri öðruvísi ef þeir væru bara sjálfir.“ Körfubolti KV Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
„Við erum allir strákar úr Vesturbænum sem tókum okkur saman og stofnuðum körfuboltalið. Það gekk bara ógeðslega vel, myndaðist mikil stemning í kringum okkur og við komumst upp í 1. deildina,“ segir Veigar Már Helgason sem gengur í flest störf hjá KV því hann er leikmaður, formaður, markaðsstjóri og gjaldkeri félagsins. Eftir sigur gegn Þór á Akureyri um síðustu helgi, og sigur gegn Skallagrími í Vesturbænum í gærkvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, hefur KV nú unnið fimm af fyrstu átta leikjum sínum, gegn liðum sem öll eru með áberandi, erlenda atvinnumenn í sínum röðum. Hjá KV eru það íslensku strákarnir sem fá að láta ljós sitt skína. „Það er það sem hreif mig til að koma og taka þátt í þessu verkefni,“ segir reynsluboltinn og Keflvíkingurinn Falur Harðarson, sem tók við þjálfun KV í haust. Hér að neðan má sjá viðtalið við þá Veigar úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld, sem tekið var fyrir leikinn við Skallagrím: „Þetta er að hluta gert fyrir strákana sem eru kannski ekki bestir í heimi en vilja vera partur af skemmtilegu verkefni,“ segir Veigar og bendir á mikilvægi liða á borð við KV til að stemma stigu við brottfalli úr íþróttum. „Það er fullt af ungum strákum hérna sem hafa verið við dyrnar að meistaraflokknum, eða spilað einhver tímabil í efstu og næstefstu deild. Svo erum við með þrjá stráka á venslasamning úr KR. Þetta er frábært tækifæri til að gefa ungum, ferskum strákum tækifæri til að spila,“ segir Falur. „Þetta er ekkert Miðflokkurinn“ Ýmsir hafa kallað eftir strangari reglum um fjölda erlendra leikmanna, til að fjölga tækifærum ungra, íslenskra leikmanna, og Falur er þar á meðal. Erlendir leikmenn eru þó velkomnir eins og aðrir í Vesturbæinn: „Þetta er ekkert Miðflokkurinn,“ grínast Veigar. „Við Vesturbæingar erum bara nógu góðir til að geta verið í þessari deild og erum byrjaðir að sýna það,“ bætir hann við. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það ætti að vera lágmark á því hve margir heimamenn mættu vera inni á vellinum í einu. Svo veltur það bara á vilja félaganna í landinu nákvæmlega hve margir,“ segir Falur og hefur greinilega sterka skoðun á málinu. „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Í dag er engin regla og hægt að vera með fimm erlenda leikmenn inni á vellinum í einu. Mér finnst það ekki eiga að vera svoleiðis. Það er bara mín skoðun. Við þurfum að finna vettvang fyrir unga leikmenn, bæði karlmenn og konur, til að spila, og þetta verður að vera gaman. Það nennir enginn að sitja á rassinum í 3-4 ár, og spila ekki neitt,“ segir Falur. KV-ingar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að hafa gaman af því sem þeir eru að gera og eru líflegri á samfélagsmiðlum en mörg úrvalsdeildarfélög. Á dögunum kynntu þeir samfélagsmiðlastjörnu til leiks, Gumma Emil, sem var með KV í sigrinum gegn Skallagrími í gær. View this post on Instagram A post shared by Körfuboltadeild Knattspyrnufélags Vesturbæjar (@kv_karfa) „Þetta er ógeðslega gaman og bara geggjuð stemning með okkur,“ segir Veigar. Þjálfarinn Falur gætir þess hins vegar að gamanið sé á réttum forsendum: „Eins og ég hef oft sagt þegar ég er að þjálfa, þá ætlum við að hafa gaman af að spila góðan körfubolta. Við ætlum ekki að hafa „ha ha“-gaman, heldur af því að spila saman góðan körfubolta og gera vel. Það þarf alltaf einhvern til að stýra mannskepnunni og ég var fenginn í það. Ég er ekki að segja að ég sé einhver snillingur en þetta væri öðruvísi ef þeir væru bara sjálfir.“
Körfubolti KV Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira