Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 12:09 Margrét Eyjólfsdóttir með tíkina sína Lady sem líður afskaplega vel í Grindavík, bara svo lengi sem jarðskjálftahrina er ekki yfirstandandi. Margrét Eyjólfsdóttir Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. Hjónin Margrét Eyjólfsdóttir og Magnús Gunnarsson eru ekki þau einu sem neituðu að yfirgefa heimili sín í Grindavík í nótt. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir að gist hafi verið í tveimur húsum í bænum í nótt. Hann segir að nú megi íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík fara inn í bæinn en hann varar fólk á sama tíma við að aðstæður gætu breyst og það með skömmum fyrirvara. Margrét og Magnús segjast ekki hafa búist við eldgosi í gærkvöldi, ekki frekar en náttúruvársérfræðingar. „Maður heyrir í lúðrinum, og þá hugsar maður oh einu sinni enn. Byrjar þetta aftur. Maður var ekkert undirbúinn af því þetta kom svo snögglega.“ Hvað fer í gegnum huga þér þegar gosið fer af stað, verðið þið óttaslegin? „Nei, það er nefnilega málið. Ég er ekkert hrædd við þetta en þess vegna fer í huga mér: ókei nú kemur löggan með leiðindi og rekur okkur út. Þeir eru náttúrulega misjafnir en oft leiðinlegir. Þeir sem komu hér voru bara með leiðindi, frekju og yfirgang. Þeir settu löppina fyrir hurðina, sem þeir mega ekki gera, lýstu inn um gluggann og voru bara dónalegir.“ Hörmulegt að vera á flandri um miðja nótt að vetri til Margrét segir að upplifunin af því að þurfa að yfirgefa heimili sitt ítrekað vera skelfilega. „Þetta var alveg hræðilegt síðasta vetur. Við vorum í hjólhýsi um miðjan vetur, svo vorum við inni á ættingum, og uppi í sveit og bara á flandri. Bara hryllingur.“ Og þú hugsaðir bara ekki aftur? „Já, bara kemur ekki til greina sko. Ég spurði einmitt þessa lögreglu hvert ég ætti að fara og þá sagði hann þið getið sofið bara í bílnum.“ Margrét hefur búið í Grindavík í þrjátíu ár og Magnús alla sína ævi. Hún segist ekki vera neinn þverhaus, bara manneskja sem vilji standa vörð um rétt sinn. „Þetta ætti náttúrulega að vera frjálst val, þú ert bara á þinni ábyrgð ef þú vilt ekki fara. Mér finnst að þetta ætti að vera svoleiðis af því að þú ert ekki að stofna neinum öðrum í hættu. Það þarf ekki að koma fram við mann eins og maður sé glæpamaður fyrir það eitt að vilja vera heima hjá sér.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. 21. nóvember 2024 12:00 Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. 21. nóvember 2024 10:53 Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum Sjá meira
Hjónin Margrét Eyjólfsdóttir og Magnús Gunnarsson eru ekki þau einu sem neituðu að yfirgefa heimili sín í Grindavík í nótt. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir að gist hafi verið í tveimur húsum í bænum í nótt. Hann segir að nú megi íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík fara inn í bæinn en hann varar fólk á sama tíma við að aðstæður gætu breyst og það með skömmum fyrirvara. Margrét og Magnús segjast ekki hafa búist við eldgosi í gærkvöldi, ekki frekar en náttúruvársérfræðingar. „Maður heyrir í lúðrinum, og þá hugsar maður oh einu sinni enn. Byrjar þetta aftur. Maður var ekkert undirbúinn af því þetta kom svo snögglega.“ Hvað fer í gegnum huga þér þegar gosið fer af stað, verðið þið óttaslegin? „Nei, það er nefnilega málið. Ég er ekkert hrædd við þetta en þess vegna fer í huga mér: ókei nú kemur löggan með leiðindi og rekur okkur út. Þeir eru náttúrulega misjafnir en oft leiðinlegir. Þeir sem komu hér voru bara með leiðindi, frekju og yfirgang. Þeir settu löppina fyrir hurðina, sem þeir mega ekki gera, lýstu inn um gluggann og voru bara dónalegir.“ Hörmulegt að vera á flandri um miðja nótt að vetri til Margrét segir að upplifunin af því að þurfa að yfirgefa heimili sitt ítrekað vera skelfilega. „Þetta var alveg hræðilegt síðasta vetur. Við vorum í hjólhýsi um miðjan vetur, svo vorum við inni á ættingum, og uppi í sveit og bara á flandri. Bara hryllingur.“ Og þú hugsaðir bara ekki aftur? „Já, bara kemur ekki til greina sko. Ég spurði einmitt þessa lögreglu hvert ég ætti að fara og þá sagði hann þið getið sofið bara í bílnum.“ Margrét hefur búið í Grindavík í þrjátíu ár og Magnús alla sína ævi. Hún segist ekki vera neinn þverhaus, bara manneskja sem vilji standa vörð um rétt sinn. „Þetta ætti náttúrulega að vera frjálst val, þú ert bara á þinni ábyrgð ef þú vilt ekki fara. Mér finnst að þetta ætti að vera svoleiðis af því að þú ert ekki að stofna neinum öðrum í hættu. Það þarf ekki að koma fram við mann eins og maður sé glæpamaður fyrir það eitt að vilja vera heima hjá sér.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. 21. nóvember 2024 12:00 Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. 21. nóvember 2024 10:53 Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum Sjá meira
„Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. 21. nóvember 2024 12:00
Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. 21. nóvember 2024 10:53
Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10