SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2024 18:15 Jakob Jóhann Sveinson er margfaldur Ólympíufari og verkfræðingur en hann stýrði vinnunni á vegum Sundsambands Íslands. Getty/Adam Pretty Sundsamband Íslands hefur sent frá sér niðurstöður úr skýrslu um sundlaugarmannvirki á Íslandi. Margfaldur Ólympíufari stýrði vinnunni. Það kemur meðal annars fram í fréttatilkynningu frá SSÍ að skortur er á innsundlaug hjá tveimur þekktum vöggum sundíþróttarinnar á Íslandi. Þetta þýðir að sundæfingar keppnisfólks sem og innlend og erlend sundmót hafi átt undir högg að sækja á þessum útungarstöðum íslensks keppnisfólks í sundi. Skertar æfingar hafa ekki skilað sundfólkinu tilætluðum árangri. Akranes og Akureyri í vandræðum Nú vantar því sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri þar sem sundkennsla hefur ítrekað verið felld niður vegna veðurs. Margir frábærir sundmenn hafa einmitt komið frá Akranesi og Akureyri í gegnum tíðina. SSÍ telur mikilvægt að koma því sjónarmiði á framfæri að sundíþróttamannvirki séu byggð eða endurgerð með það markmið að styðja við sundkennslu, æfinga- og keppnisfólk. Í því samhengi má nefna mikilvægi þess að hægt sé að stunda kennslu og æfingar allt árið um kring innandyra, til að sporna gegn þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár þar sem loka hefur þurft sundlaugum vegna heitavatnsskorts sem veldur því að sundkennsla og æfingar hafa verið felldar niður. Í þeim tilgangi hefur SSÍ unnið að þarfagreiningu er varðar byggingu sundlaugarmannvirkja hér á landi. Margfaldur Ólympíufari stýrði vinnunni Jakob Jóhann Sveinsson, margfaldur Ólympíufari og verkfræðingur, stýrði vinnunni ásamt þeim Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni Arkitekt og Eyleifi Jóhannessyni yfirmanni landsliðsmála hjá SSÍ. Að auki voru ýmsir aðilar úr sundhreyfingunni fengnir til að gefa álit sitt á einstökum þáttum á sérsviði viðkomandi eins og sundkennslu, dómgæslu á mótum, alþjóðlegra staðla fyrir keppnislaugar og margt fleira. Markmið SSÍ með útgáfu og dreifingu á þessari yfirgripsmiklu skýrslu er að vekja athygli á öllum þeim mikilvægu þáttum sem horfa þarf til við byggingu sundlaugarmannvirkja þannig að þau nýtist til sundkennslu og að byggja upp afreksmenn í sundi samhliða því að gagnast öðrum notendum. Margir fá skýrsluna SSÍ mun senda skýrsluna til allra sveitarfélaga, stofnana og framkvæmdaaðila með von um að hún komi að góðum notum sem uppflettirit þegar ákvarðanir um byggingu næstu sundlauga verða teknar. Í þessu samhengi vill SSÍ koma því á framfæri að gríðarlega mikilvægt er að byggja sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri, en þar hefur sundkennsla ítrekað verið felld niður vegna veðurs auk þess sem skertar æfingar hafa ekki skilað sundfólkinu tilætluðum árangri. Sund Akureyri Akranes Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Það kemur meðal annars fram í fréttatilkynningu frá SSÍ að skortur er á innsundlaug hjá tveimur þekktum vöggum sundíþróttarinnar á Íslandi. Þetta þýðir að sundæfingar keppnisfólks sem og innlend og erlend sundmót hafi átt undir högg að sækja á þessum útungarstöðum íslensks keppnisfólks í sundi. Skertar æfingar hafa ekki skilað sundfólkinu tilætluðum árangri. Akranes og Akureyri í vandræðum Nú vantar því sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri þar sem sundkennsla hefur ítrekað verið felld niður vegna veðurs. Margir frábærir sundmenn hafa einmitt komið frá Akranesi og Akureyri í gegnum tíðina. SSÍ telur mikilvægt að koma því sjónarmiði á framfæri að sundíþróttamannvirki séu byggð eða endurgerð með það markmið að styðja við sundkennslu, æfinga- og keppnisfólk. Í því samhengi má nefna mikilvægi þess að hægt sé að stunda kennslu og æfingar allt árið um kring innandyra, til að sporna gegn þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár þar sem loka hefur þurft sundlaugum vegna heitavatnsskorts sem veldur því að sundkennsla og æfingar hafa verið felldar niður. Í þeim tilgangi hefur SSÍ unnið að þarfagreiningu er varðar byggingu sundlaugarmannvirkja hér á landi. Margfaldur Ólympíufari stýrði vinnunni Jakob Jóhann Sveinsson, margfaldur Ólympíufari og verkfræðingur, stýrði vinnunni ásamt þeim Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni Arkitekt og Eyleifi Jóhannessyni yfirmanni landsliðsmála hjá SSÍ. Að auki voru ýmsir aðilar úr sundhreyfingunni fengnir til að gefa álit sitt á einstökum þáttum á sérsviði viðkomandi eins og sundkennslu, dómgæslu á mótum, alþjóðlegra staðla fyrir keppnislaugar og margt fleira. Markmið SSÍ með útgáfu og dreifingu á þessari yfirgripsmiklu skýrslu er að vekja athygli á öllum þeim mikilvægu þáttum sem horfa þarf til við byggingu sundlaugarmannvirkja þannig að þau nýtist til sundkennslu og að byggja upp afreksmenn í sundi samhliða því að gagnast öðrum notendum. Margir fá skýrsluna SSÍ mun senda skýrsluna til allra sveitarfélaga, stofnana og framkvæmdaaðila með von um að hún komi að góðum notum sem uppflettirit þegar ákvarðanir um byggingu næstu sundlauga verða teknar. Í þessu samhengi vill SSÍ koma því á framfæri að gríðarlega mikilvægt er að byggja sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri, en þar hefur sundkennsla ítrekað verið felld niður vegna veðurs auk þess sem skertar æfingar hafa ekki skilað sundfólkinu tilætluðum árangri.
Sund Akureyri Akranes Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti