Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 08:01 Truls Möregardh er í hópi bestu borðtenniskappa heims og situr í tíunda sæti heimslistans. Getty/Guenther Iby „Ég veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun,“ sagði borðtenniskappinn Truls Möregårdh eftir að hafa misst stjórn á sér í örstutta stund í sænsku einvígi á lokamóti heimsmótaraðarinnar í Japan. Möregardh mætti landa sínum Antoni Källberg í 16-manna úrslitum. Þeir unnu sitt settið hvor og staðan því jöfn, 1-1, þegar Källberg komst í 10-1 í þriðja settinu. Þá brast Möregardh þolinmæðin og hann sló borðtenniskúlunni frá sér, og gaf hreinlega Källberg ellefta stigið og þar með sigur í settinu. Möregardh náði hins vegar að vinna næstu tvö sett og þar með sigur í leiknum, og komast í átta manna úrslitin. „Ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði ég ekki unnið leikinn,“ sagði Möregardh um viðbrögð sín, sem sjá má í útsendingu frá leiknum hér að neðan. „Svona er ég bara. Ég sýni miklar tilfinningar og ég veit að þetta er ekkert voðalega sænsk hegðun. En það er hluti af íþróttum að sýna tilfinningar. Það var kannski aðeins of mikið af neikvæðni í dag en ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði ég ekki unnið leikinn,“ sagði Möregardh. „Ég hef séð hann gera þetta áður svo að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Källberg um atvikið. Källberg var nálægt því að tryggja sér sigur í fjórða setti, þegar hann komst í 8-5, en Möregardh sýndi þá þrautseigju og vann settið að lokum 12-10. Hann vann svo lokasettið 11-8. Möregardh tapaði svo í átta manna úrslitum nú í morgun, gegn Wang Chuqin sem er í efsta sæti heimslistans, 3-1. Borðtennis Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Sjá meira
Möregardh mætti landa sínum Antoni Källberg í 16-manna úrslitum. Þeir unnu sitt settið hvor og staðan því jöfn, 1-1, þegar Källberg komst í 10-1 í þriðja settinu. Þá brast Möregardh þolinmæðin og hann sló borðtenniskúlunni frá sér, og gaf hreinlega Källberg ellefta stigið og þar með sigur í settinu. Möregardh náði hins vegar að vinna næstu tvö sett og þar með sigur í leiknum, og komast í átta manna úrslitin. „Ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði ég ekki unnið leikinn,“ sagði Möregardh um viðbrögð sín, sem sjá má í útsendingu frá leiknum hér að neðan. „Svona er ég bara. Ég sýni miklar tilfinningar og ég veit að þetta er ekkert voðalega sænsk hegðun. En það er hluti af íþróttum að sýna tilfinningar. Það var kannski aðeins of mikið af neikvæðni í dag en ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði ég ekki unnið leikinn,“ sagði Möregardh. „Ég hef séð hann gera þetta áður svo að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Källberg um atvikið. Källberg var nálægt því að tryggja sér sigur í fjórða setti, þegar hann komst í 8-5, en Möregardh sýndi þá þrautseigju og vann settið að lokum 12-10. Hann vann svo lokasettið 11-8. Möregardh tapaði svo í átta manna úrslitum nú í morgun, gegn Wang Chuqin sem er í efsta sæti heimslistans, 3-1.
Borðtennis Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn