Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2024 17:45 Spilar ekki næsta mánuðinn. Jose Manuel Alvarez Rey/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City verða án lykilsmanns í hinni mikilvægu jólatörn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Sömu sögu er að segja af Arsenal sem verður einnig án eins síns besta varnarmanns næstu mánuðina. Englandsmeistararnir eru nú þegar án hins gríðarlega mikilvæga Rodri það sem eftir lifir tímabils eftir að hann sleit krossband í hné. Ekki minnkar álagið á miðjumönnum liðsins á næstunni en The Athletic hefur greint frá því að króatíski miðvallarspilarinn Mateo Kovačić verði frá næsta mánuðinn eða svo. Manchester City midfielder Mateo Kovacic is set to be out for up to a month with an injury, Pep Guardiola has confirmed.The 30-year-old has started #MCFC's last six Premier League games, deputising for the injured Rodri in central midfield.He started both of Croatia’s Nations… pic.twitter.com/HCx31obJdO— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 22, 2024 Kovačić hefur byrjað síðustu sex leiki Man City og var jafnframt í byrjunarliði Króatíu í báðum leikjum þjóðarinnar í Þjóðadeildinni. Hann var hins vegar tekinn af velli í hálfleik gegn Portúgal á mánudaginn var og nú hefur komið í ljós að hann verður frá í mánuð. Hann missir því af leik liðsins gegn Tottenham Hotspur um helgina, stórleiknum gegn Liverpool 1. desember sem og nágrannaslagnum gegn Manchester United þann 15. desember. Alls missir hinn þrítugi miðjumaður af átta leikjum verði hann frá keppni í þann tíma sem hefur verið gefinn upp. Arsenal hefur líka orðið fyrir áfalli en hægri bakvörðurinn Ben White verður frá keppni næstu mánuðina samkvæmt þjálfara liðsins, Mikel Arteta. Á blaðamannafundi í dag, föstudag, sagði þjálfarinn að White hefði farið undir hnífinn vegna meiðsla á hné og muni ekki spila meira á næstunni. Mikel Arteta has confirmed that Arsenal defender Ben White is going to be out for “months” after undergoing a knee procedure during the international break.White played the full game in the 1-1 draw with Chelsea, but has been dealing with multiple issues since the start of the… pic.twitter.com/NLZ9un5MB4— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 22, 2024 Hinn 27 ára gamli White spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Arsenal gegn Chelsea fyrir landsleikjahlé en hefur verið að glíma við ýmis meiðsli frá því að leiktíðin hófst. Ekki er vitað hvenær White snýr aftur en gæti verið svo að hann hafi lokið leik á leiktíðinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Englandsmeistararnir eru nú þegar án hins gríðarlega mikilvæga Rodri það sem eftir lifir tímabils eftir að hann sleit krossband í hné. Ekki minnkar álagið á miðjumönnum liðsins á næstunni en The Athletic hefur greint frá því að króatíski miðvallarspilarinn Mateo Kovačić verði frá næsta mánuðinn eða svo. Manchester City midfielder Mateo Kovacic is set to be out for up to a month with an injury, Pep Guardiola has confirmed.The 30-year-old has started #MCFC's last six Premier League games, deputising for the injured Rodri in central midfield.He started both of Croatia’s Nations… pic.twitter.com/HCx31obJdO— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 22, 2024 Kovačić hefur byrjað síðustu sex leiki Man City og var jafnframt í byrjunarliði Króatíu í báðum leikjum þjóðarinnar í Þjóðadeildinni. Hann var hins vegar tekinn af velli í hálfleik gegn Portúgal á mánudaginn var og nú hefur komið í ljós að hann verður frá í mánuð. Hann missir því af leik liðsins gegn Tottenham Hotspur um helgina, stórleiknum gegn Liverpool 1. desember sem og nágrannaslagnum gegn Manchester United þann 15. desember. Alls missir hinn þrítugi miðjumaður af átta leikjum verði hann frá keppni í þann tíma sem hefur verið gefinn upp. Arsenal hefur líka orðið fyrir áfalli en hægri bakvörðurinn Ben White verður frá keppni næstu mánuðina samkvæmt þjálfara liðsins, Mikel Arteta. Á blaðamannafundi í dag, föstudag, sagði þjálfarinn að White hefði farið undir hnífinn vegna meiðsla á hné og muni ekki spila meira á næstunni. Mikel Arteta has confirmed that Arsenal defender Ben White is going to be out for “months” after undergoing a knee procedure during the international break.White played the full game in the 1-1 draw with Chelsea, but has been dealing with multiple issues since the start of the… pic.twitter.com/NLZ9un5MB4— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 22, 2024 Hinn 27 ára gamli White spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Arsenal gegn Chelsea fyrir landsleikjahlé en hefur verið að glíma við ýmis meiðsli frá því að leiktíðin hófst. Ekki er vitað hvenær White snýr aftur en gæti verið svo að hann hafi lokið leik á leiktíðinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti