Innlent

Straumar valda á­lagi á varnar­garða og staðan við­kvæm

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Hraunstraumar valda álagi á varnargarða.
Hraunstraumar valda álagi á varnargarða. vísir/vilhelm

Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og er virknin enn nokkuð stöðug. Jafnframt mælist gosórói stöðugur en engir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu. Staðan er viðkvæm hvað varðar möguleg áhrif á innviði í og við Svartsengi vegna hraunflæðis.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. Þá er tekið fram að hraunstraumarnir valdi álagi á varnargarða á svæðinu en hraun streymir enn til vesturs frá miðjugígnum og með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið. Einnig rennur hraun til norðurs og austurs frá nyrstu og syðstu gígum.

„Enn gýs á þremur afmörkuðum svæðum á gossprungunni og er mesta virknin staðsett um miðbik hennar. Virknin hefur haldist nokkuð stöðug í nótt og það sem af er degi á heildina litið,“ segir í tilkynningu en einnig mælist landsig á nærliggjandi GPS stöðvum því meiri kvika streymir upp á yfirborð en nær að safnast fyrir í kvikuhólfi. 

„Áfram er spáð nokkuð stífri norðaustan og norðanátt í dag (laugardag) og á morgun. Gasmengun berst þá til suðvesturs og suðurs í átt að Grindavík og Svartsengi. Ekki er búist við gróðureldum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×