Russell á ráspól í fyrramálið Siggeir Ævarsson skrifar 23. nóvember 2024 22:00 George Russell, ökumaður Mercedes ræsir fyrstur í Las Vegas í fyrramálið Vísir/Getty George Russell, ökumaður Mercedes, var hlutskarpastur í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Las Vegas sem fram fer eldsnemma í fyrramálið að íslenskum tíma og verður því á ráspól. Russell, sem er sjötti í keppni ökumanni, skaut öllum öðrum ökumönnum ref fyrir rass í tímatökunum, þar á meðal heimsmeistaranum Max Verstappen, sem ræsir fimmti í fyrramálið. Úrslitin réðust ekki fyrr en í blálok tímatökunnar en boðið var upp á mikla dramtík þar sem Russell tryggði sér þriðja ráspól tímabilsins á sínum síðasta hring. What a climax to qualifying we had in Vegas 🍿#F1 #LasVegasGP pic.twitter.com/LVV0SDi7N8— Formula 1 (@F1) November 23, 2024 Verstappen leiðir keppni ökumanna með minni mun en oft áður en hann er með 393 stig í fyrsta sæti meðan að Lando Norris er í öðru sæti með 331 stig. Það eru þó aðeins þrjár keppnir eftir á árinu og Verstappen getur tryggt sér titilinn fjórða árið í röð á morgun ef úrslitin raðast rétt upp. Number four is truly in reach for Max Verstappen now 🏆If he and Lando both finish the Las Vegas Grand Prix where they qualified, and Norris fails to score the fastest lap, Max WILL be crowned champion once again 👑#F1 #LasVegasGP pic.twitter.com/Q1QnLj2xIc— Formula 1 (@F1) November 23, 2024 Norris verður í raun að vinna til að halda baráttunni á lífi en eins og sést á myndinni hér að ofan eru nokkrir aðrir möguleikar í stöðunni og verður spennandi að sjá hvernig keppnin þróast á morgun en hún verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst útsending klukkan 05:30 í fyrramálið. Akstursíþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Russell, sem er sjötti í keppni ökumanni, skaut öllum öðrum ökumönnum ref fyrir rass í tímatökunum, þar á meðal heimsmeistaranum Max Verstappen, sem ræsir fimmti í fyrramálið. Úrslitin réðust ekki fyrr en í blálok tímatökunnar en boðið var upp á mikla dramtík þar sem Russell tryggði sér þriðja ráspól tímabilsins á sínum síðasta hring. What a climax to qualifying we had in Vegas 🍿#F1 #LasVegasGP pic.twitter.com/LVV0SDi7N8— Formula 1 (@F1) November 23, 2024 Verstappen leiðir keppni ökumanna með minni mun en oft áður en hann er með 393 stig í fyrsta sæti meðan að Lando Norris er í öðru sæti með 331 stig. Það eru þó aðeins þrjár keppnir eftir á árinu og Verstappen getur tryggt sér titilinn fjórða árið í röð á morgun ef úrslitin raðast rétt upp. Number four is truly in reach for Max Verstappen now 🏆If he and Lando both finish the Las Vegas Grand Prix where they qualified, and Norris fails to score the fastest lap, Max WILL be crowned champion once again 👑#F1 #LasVegasGP pic.twitter.com/Q1QnLj2xIc— Formula 1 (@F1) November 23, 2024 Norris verður í raun að vinna til að halda baráttunni á lífi en eins og sést á myndinni hér að ofan eru nokkrir aðrir möguleikar í stöðunni og verður spennandi að sjá hvernig keppnin þróast á morgun en hún verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst útsending klukkan 05:30 í fyrramálið.
Akstursíþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira