Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 09:19 Max Verstappen í Las Vegas í gær, að ítreka hve oft hann hefur orðið heimsmeistari. Getty/Mark Thompson Hollendingurinn Max Verstappen tryggði sér í gær sinn fjórða heimsmeistaratitil í Formúlu 1, þegar kappaksturinn í Las Vegas fór fram. Þó að enn séu tvær keppnir eftir á tímabilinu hefur Verstappen, sem ekur fyrir Red Bull, þegar tryggt sér titilinn, eftir að hann endaði í 5. sæti í Las Vegas. George Russell hjá Mercedes vann kappaksturinn en honum tókst að halda aftur af sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem endaði í 2. sæti. Carlos Sainz og Charles Leclerc á Ferrari komu næstir og svo Verstappen en það dugði Hollendingnum. Hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn, Lando Norris hjá McLaren, endaði í 6. sæti. Þar með er Verstappen 63 stigum á undan Norris þegar mest er hægt að fá 60 stig til viðbótar. Verstappen er núna kominn í hóp með Alain Prost og Sebastian Vettel sem einnig urðu heimsmeistarar fjórum sinnum. Aðeins Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa unnið titilinn oftar. „Þvílíkt tímabil!“ sagði Verstappen við liðið sitt í gegnum talstöðina eftir að titillinn var í höfn. „Þetta var aðeins erfiðara en á síðasta tímabili en við komum okkur í gegnum það,“ sagði Verstappen og bætti við: „Þetta er búið að vera langt tímabil og við byrjuðum stórkostlega, næstum auðveldlega, en áttum svo erfiðan kafla en stóðum saman sem lið, héldum áfram að vinna að því að bæta okkur og komumst yfir endalínuna. Ég bjóst aldrei við því að standa uppi sem fjórfaldur heimsmeistari svo ég finn fyrir létti og stolti.“ Akstursíþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Þó að enn séu tvær keppnir eftir á tímabilinu hefur Verstappen, sem ekur fyrir Red Bull, þegar tryggt sér titilinn, eftir að hann endaði í 5. sæti í Las Vegas. George Russell hjá Mercedes vann kappaksturinn en honum tókst að halda aftur af sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem endaði í 2. sæti. Carlos Sainz og Charles Leclerc á Ferrari komu næstir og svo Verstappen en það dugði Hollendingnum. Hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn, Lando Norris hjá McLaren, endaði í 6. sæti. Þar með er Verstappen 63 stigum á undan Norris þegar mest er hægt að fá 60 stig til viðbótar. Verstappen er núna kominn í hóp með Alain Prost og Sebastian Vettel sem einnig urðu heimsmeistarar fjórum sinnum. Aðeins Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa unnið titilinn oftar. „Þvílíkt tímabil!“ sagði Verstappen við liðið sitt í gegnum talstöðina eftir að titillinn var í höfn. „Þetta var aðeins erfiðara en á síðasta tímabili en við komum okkur í gegnum það,“ sagði Verstappen og bætti við: „Þetta er búið að vera langt tímabil og við byrjuðum stórkostlega, næstum auðveldlega, en áttum svo erfiðan kafla en stóðum saman sem lið, héldum áfram að vinna að því að bæta okkur og komumst yfir endalínuna. Ég bjóst aldrei við því að standa uppi sem fjórfaldur heimsmeistari svo ég finn fyrir létti og stolti.“
Akstursíþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira