Sport

For­eldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shi Ming fær nú möguleika á því að taka þátt í UFC bardagakvöldi eftir sigur sinn.
Shi Ming fær nú möguleika á því að taka þátt í UFC bardagakvöldi eftir sigur sinn. Getty/ Jeff Bottari

Bardagakonan Shi Ming fagnaði sigri í stórum MMA bardaga á dögunum en bardaginn var hluti af „Road to UFC tournament“ sem er forkeppni fyrir UFC bardagakvöldin.

Ming náði frábæru sparki sem gerði út um bardagann og sendi mótherja hennar Feng Xiaocan upp á sjúkrahús.

Það bárust seinna fréttir af því að Feng Xiaocan væri óbrotin og gæti hreyft alla útlimi.

Frábær sigur hennar Ming vakti vissulega athygli en ekki síst kringumstæðurnar í lífi hennar utan búrsins.

Hin þrítuga Ming vinnur nefnilega sem læknir og henni var ekki spáð góðu gengi. Hin 22 ára gömlu Feng Xiaocan var spáð sigri í bardaganum. Það fór þó ekki svo.

Sparkið kom óvænt og var fast þannig að Feng steinlá. Hún var flutt í burtu á börnum og með kraga um hálsinn.

Shi Ming hafði miklar áhyggjur af örlögum mótherja síns eftir bardagann.

„Ég er virkilega ánægð en um leið hef ég miklar áhyggjur af andstæðingi mínum. Ég vona að hún sé í lagi. Hún er svo ung .... fyrirgefðu mér,“ sagði Ming eftir bardagann augljóst í talsverðu uppnámi.

Það kom einnig í ljós að foreldrar Ming vissu ekki að hún væri bardagakona því hún lifir tvöföldu lífi. Læknir í vinnunni og frábær bardagakona í frítímanum.

Sigur hennar í þessum bardaga tryggir henni hins vegar UFC samning og því gæti hún mögulega orðið atvinnubardagakona í næstu framtíð.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×