Tólf leikmenn komnir til KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2024 12:02 Atli Hrafn Andrason, Eiður Gauti Sæbjörnsson og Vicente Valor komu til KR í gær. kr KR kynnti þrjá nýja leikmenn karlaliðs félagsins í fótbolta til leiks í gær. Alls hefur KR fengið tólf nýja leikmenn til sín fyrir næsta tímabil. Í gærkvöldi var greint frá því Atli Hrafn Andrason, Eiður Gauti Sæbjörnsson og Vicente Valor hefðu samið við KR. Atli Hrafn og Eiður Gauti komu frá HK og Vicente frá ÍBV. Alls hafa því tólf nýir leikmenn komið til KR á síðustu vikum. Júlíus Mar Júlíusson, Óliver Dagur Thorlacius og Halldór Snær Georgsson komu frá Fjölni, Matthias Præst frá Fylki, Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu, Hjalti Sigurðsson frá Leikni, Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki, Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi og Róbert Elís Hlynsson frá ÍR. Fjórir af þessum tólf nýju leikmönnum eru uppaldir hjá KR: Atli Hrafn, Óliver Dagur, Gabríel Hrannar og Hjalti. Þá komu þrír fyrrverandi leikmenn KR til liðsins um mitt sumar: Ástbjörn Þórðarson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Sá síðastnefndi náði þó ekki að spila með liðinu í sumar vegna meiðsla. Leikmenn sem hafa komið til KR frá því um mitt sumar Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki Atli Hrafn Andrason frá HK Ástbjörn Þórðarson frá FH Eiður Gauti Sæbjörnsson frá HK Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu Guðmundur Andri Tryggvason frá Val Gyrðir Hrafn Guðbrandsson frá FH Halldór Snær Georgsson frá Fjölni Hjalti Sigurðsson frá Leikni Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi Júlíus Mar Júlíusson frá Fjölni Mathias Præst frá Fylki Óliver Dagur Thorlacius frá Fjölni Róbert Elís Hlynsson frá ÍR Vicente Valor frá ÍBV Þekkir marga frá fyrri tíð Atli Hrafn, Óliver Dagur, Gabríel Hrannar, Ástbjörn, Gyrðir og Guðmundur Andri eru fæddir 1999. Þeir Óliver Dagur, Ástbjörn Gyrðir, Guðmundur Andri og Hjalti (fæddur 2000) voru í Íslandsmeistaraliði KR í 2. flokki 2017. Auk þeirra voru Stefán Árni Geirsson og Finnur Tómas Pálmason, núverandi leikmenn KR, í þessu Íslandsmeistaraliði ásamt Tryggva Snæ Geirsson, sem leikur með Fram. Óskar Hrafn Þorvaldsson, núverandi þjálfari KR, þjálfaði þennan hóp eftir að hann sneri sér aftur að þjálfun eftir feril í fjölmiðlum, þó ekki á Íslandsmeistaraárinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson sneri aftur til KR síðasta sumar.vísir/viktor Nokkrir leikmenn hafa yfirgefið KR að undanförnu. Má þar nefna Mosfellingana Axel Óskar Andrésson og Eyþór Aron Wöhler. Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, er hættur og þá verður að teljast líklegt að Benóný Breki Andrésson, sem skoraði 21 mark síðasta sumar og sló markametið í efstu deild, haldi í víking. Einnig hafa orðið breytingar á skrifstofunni hjá KR því Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, tekur til starfa hjá félaginu sem rekstrarstjóri knattspyrnudeildar um áramótin. Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR en hann er nýtekinn við því starfi af Bjarna Guðjónssyni eftir að hafa gegnt ýmsum störfum hjá félaginu auk þess að spila fyrir það í átta ár. KR var í miklum vandræðum lengst af síðasta tímabili. Gregg Ryder var látinn fara sem þjálfari liðsins í júní og eftir nokkra leiki með Pálma við stjórnvölinn tók Óskar Hrafn við. KR-ingar hrukku í gang í úrslitakeppninni, unnu síðustu fjóra leiki sína með markatölunni 19-1 og enduðu í 8. sæti. Liðið hefur ekki endað neðar síðan 2007. Spennandi tímar í vændum Í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, sagði Atli Viðar Björnsson að stuðningsmenn KR mættu væru spenntir fyrir næstu skrefum hjá liðinu. „Ég held að KR-ingar hlakki til og séu spenntir fyrir því sem Óskar ætlar að bjóða þeim upp á næstu árin,“ sagði Atli Viðar. „Það er nýtt yfirborð á vellinum og mikið af nýjum andlitum að koma inn, mikið af uppöldum KR-ingum, þannig að ég skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal.“ Besta deild karla KR Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Í gærkvöldi var greint frá því Atli Hrafn Andrason, Eiður Gauti Sæbjörnsson og Vicente Valor hefðu samið við KR. Atli Hrafn og Eiður Gauti komu frá HK og Vicente frá ÍBV. Alls hafa því tólf nýir leikmenn komið til KR á síðustu vikum. Júlíus Mar Júlíusson, Óliver Dagur Thorlacius og Halldór Snær Georgsson komu frá Fjölni, Matthias Præst frá Fylki, Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu, Hjalti Sigurðsson frá Leikni, Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki, Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi og Róbert Elís Hlynsson frá ÍR. Fjórir af þessum tólf nýju leikmönnum eru uppaldir hjá KR: Atli Hrafn, Óliver Dagur, Gabríel Hrannar og Hjalti. Þá komu þrír fyrrverandi leikmenn KR til liðsins um mitt sumar: Ástbjörn Þórðarson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Sá síðastnefndi náði þó ekki að spila með liðinu í sumar vegna meiðsla. Leikmenn sem hafa komið til KR frá því um mitt sumar Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki Atli Hrafn Andrason frá HK Ástbjörn Þórðarson frá FH Eiður Gauti Sæbjörnsson frá HK Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu Guðmundur Andri Tryggvason frá Val Gyrðir Hrafn Guðbrandsson frá FH Halldór Snær Georgsson frá Fjölni Hjalti Sigurðsson frá Leikni Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi Júlíus Mar Júlíusson frá Fjölni Mathias Præst frá Fylki Óliver Dagur Thorlacius frá Fjölni Róbert Elís Hlynsson frá ÍR Vicente Valor frá ÍBV Þekkir marga frá fyrri tíð Atli Hrafn, Óliver Dagur, Gabríel Hrannar, Ástbjörn, Gyrðir og Guðmundur Andri eru fæddir 1999. Þeir Óliver Dagur, Ástbjörn Gyrðir, Guðmundur Andri og Hjalti (fæddur 2000) voru í Íslandsmeistaraliði KR í 2. flokki 2017. Auk þeirra voru Stefán Árni Geirsson og Finnur Tómas Pálmason, núverandi leikmenn KR, í þessu Íslandsmeistaraliði ásamt Tryggva Snæ Geirsson, sem leikur með Fram. Óskar Hrafn Þorvaldsson, núverandi þjálfari KR, þjálfaði þennan hóp eftir að hann sneri sér aftur að þjálfun eftir feril í fjölmiðlum, þó ekki á Íslandsmeistaraárinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson sneri aftur til KR síðasta sumar.vísir/viktor Nokkrir leikmenn hafa yfirgefið KR að undanförnu. Má þar nefna Mosfellingana Axel Óskar Andrésson og Eyþór Aron Wöhler. Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, er hættur og þá verður að teljast líklegt að Benóný Breki Andrésson, sem skoraði 21 mark síðasta sumar og sló markametið í efstu deild, haldi í víking. Einnig hafa orðið breytingar á skrifstofunni hjá KR því Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, tekur til starfa hjá félaginu sem rekstrarstjóri knattspyrnudeildar um áramótin. Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR en hann er nýtekinn við því starfi af Bjarna Guðjónssyni eftir að hafa gegnt ýmsum störfum hjá félaginu auk þess að spila fyrir það í átta ár. KR var í miklum vandræðum lengst af síðasta tímabili. Gregg Ryder var látinn fara sem þjálfari liðsins í júní og eftir nokkra leiki með Pálma við stjórnvölinn tók Óskar Hrafn við. KR-ingar hrukku í gang í úrslitakeppninni, unnu síðustu fjóra leiki sína með markatölunni 19-1 og enduðu í 8. sæti. Liðið hefur ekki endað neðar síðan 2007. Spennandi tímar í vændum Í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, sagði Atli Viðar Björnsson að stuðningsmenn KR mættu væru spenntir fyrir næstu skrefum hjá liðinu. „Ég held að KR-ingar hlakki til og séu spenntir fyrir því sem Óskar ætlar að bjóða þeim upp á næstu árin,“ sagði Atli Viðar. „Það er nýtt yfirborð á vellinum og mikið af nýjum andlitum að koma inn, mikið af uppöldum KR-ingum, þannig að ég skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal.“
Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki Atli Hrafn Andrason frá HK Ástbjörn Þórðarson frá FH Eiður Gauti Sæbjörnsson frá HK Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu Guðmundur Andri Tryggvason frá Val Gyrðir Hrafn Guðbrandsson frá FH Halldór Snær Georgsson frá Fjölni Hjalti Sigurðsson frá Leikni Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi Júlíus Mar Júlíusson frá Fjölni Mathias Præst frá Fylki Óliver Dagur Thorlacius frá Fjölni Róbert Elís Hlynsson frá ÍR Vicente Valor frá ÍBV
Besta deild karla KR Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira