Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Árni Jóhannsson skrifar 25. nóvember 2024 22:38 Elvar Friðriksson var frábær gegn Ítalíu í kvöld. 15 stig og átta stoðsendingar. Vísir / Anton Brink Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu. Elvar var í viðtali við RÚV eftir leik og var spurður að því hvernig þessi stór sigur vannst. „Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir. Við bara föttum ekki á móti hverjum við erum að spila“, sagði Elvar en á pappírnum voru Ítalir sterkari en á föstudaginn. Leikmenn sem eru í liðum sem taka þátt í EuroLeague bættust við hópinn og brekkan því brött fyrir leik. „Við erum bara fastir í okkar og spilum okkar leik. Frammistaðan hjá þessum strákum í dag var bara ótrúleg. Kiddi Pálss., Arnar með gott innlegg, Styrmir og Bjarni. Þetta var bara úr öllum áttum og við þurftum á þessu að halda til að eiga möguleika á sigri. Þvílíkur liðssigur.“ Svo var spurt út í leikplanið en þjálfarateymið skipti mönnum ört inn á og það var ljóst að passað var upp á að menn væru ferskir langt inn í leikinn. Sem var öfugt við það sem gert var á föstudaginn. „Maður er alveg vanur að spila mikið í leikjum en maður fann það hvað það var mikilvægt að fá pásu á milli og strákarnir sem komu inn á voru fullir af orku og það haldi áfram að byggjast upp. Þá kemur maður endurnærður inn í leikinn aftur. Varnarplanið og hvernig við gátum brugðist við þeirra leik gaf okkur auka orku. Við vissum við hverju var að búast. Við framkvæmdum þennan leik bara fáránlega vel í dag.“ Ísland komst yfir með 14 stigum snemma leiks en lent síðan undir í upphafi seinni hálfleiks. Var það stærsti karakterinn í þessu hvernig þeir komust fram úr aftur? Hvað fór fram í leikhléunum þegar Ítalir voru með stemmninguna með sér? „Það er einhvernveginn að ná aftur fókus í leikhléunum og svo tönglast á því að halda áfram. Það þýðir ekkert að setja hausinn niður. Við komum bara með risa play og þau komu í röðum þannig að það var auðvelt að vera jákvæður því við vissum að við ættum alltaf svar. Þetta var bara áfram áfram áfram.“ Er þetta stærsti sigur Elvars á ferlinum? „Já mögulega. Að koma hingað til Ítalíu og enginn vonaði að við myndum stríða þeim eftir síðasta leik. Þetta er allavega uppáhalds sigurinn minn í augnablikinu.“ Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Elvar var í viðtali við RÚV eftir leik og var spurður að því hvernig þessi stór sigur vannst. „Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir. Við bara föttum ekki á móti hverjum við erum að spila“, sagði Elvar en á pappírnum voru Ítalir sterkari en á föstudaginn. Leikmenn sem eru í liðum sem taka þátt í EuroLeague bættust við hópinn og brekkan því brött fyrir leik. „Við erum bara fastir í okkar og spilum okkar leik. Frammistaðan hjá þessum strákum í dag var bara ótrúleg. Kiddi Pálss., Arnar með gott innlegg, Styrmir og Bjarni. Þetta var bara úr öllum áttum og við þurftum á þessu að halda til að eiga möguleika á sigri. Þvílíkur liðssigur.“ Svo var spurt út í leikplanið en þjálfarateymið skipti mönnum ört inn á og það var ljóst að passað var upp á að menn væru ferskir langt inn í leikinn. Sem var öfugt við það sem gert var á föstudaginn. „Maður er alveg vanur að spila mikið í leikjum en maður fann það hvað það var mikilvægt að fá pásu á milli og strákarnir sem komu inn á voru fullir af orku og það haldi áfram að byggjast upp. Þá kemur maður endurnærður inn í leikinn aftur. Varnarplanið og hvernig við gátum brugðist við þeirra leik gaf okkur auka orku. Við vissum við hverju var að búast. Við framkvæmdum þennan leik bara fáránlega vel í dag.“ Ísland komst yfir með 14 stigum snemma leiks en lent síðan undir í upphafi seinni hálfleiks. Var það stærsti karakterinn í þessu hvernig þeir komust fram úr aftur? Hvað fór fram í leikhléunum þegar Ítalir voru með stemmninguna með sér? „Það er einhvernveginn að ná aftur fókus í leikhléunum og svo tönglast á því að halda áfram. Það þýðir ekkert að setja hausinn niður. Við komum bara með risa play og þau komu í röðum þannig að það var auðvelt að vera jákvæður því við vissum að við ættum alltaf svar. Þetta var bara áfram áfram áfram.“ Er þetta stærsti sigur Elvars á ferlinum? „Já mögulega. Að koma hingað til Ítalíu og enginn vonaði að við myndum stríða þeim eftir síðasta leik. Þetta er allavega uppáhalds sigurinn minn í augnablikinu.“
Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47