Innlent

Kölluð út vegna fiski­báts sem hafði misst vélar­afl

Atli Ísleifsson skrifar
Fiskibáturinn er nú í togi og er stefnan sett til lands.
Fiskibáturinn er nú í togi og er stefnan sett til lands. Landsbjörg

Áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar í Neskaupstað var kölluð út um klukkan 3:45 í morgun vegna fiskibáts hafði misst vélarafl og var þá staddur um 22 sjómílur austur af Barðanum. Fjórir skipverjar voru um borð í fiskibátnum.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að hálftíma eftir að tilkynning bars var Hafbjörgin lögð úr höfn og tók stefnuna að bátnum. Um borð í fiskibátnum hafi verið fjórir skipverjar sem biðu eftir aðstoð í nokkrum vindi.

„Ætli menn myndu ekki kalla þetta skítakalda,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Suðvestan fimm til tíu metrar og skyggni ekkert sérsstakt. En þetta gekk allt ágætlega. Það voru fjórir um borð og það virtist nú ekki vera nein önnur hætta en sú að þeir höfðu ekki stjórn a bátnum. Svo gekk vel að koma taug í bátinn,“ segir Jón Þór.

Í tilkynningunni segir að sigling Hafbjargar að bátnum hafi gengið vel og rétt upp úr klukkan 6:30 í morgun hafi áhöfninni tekist að koma taug yfir í bátinn og í kjölfarið hafi stefnan sett til lands með bátinn í togi.

„Skipin eru nú á rólegri siglingu á um 8 sjómílna hraða austur af Reyðarfirði,“ segir í tilkynningunni.

Landsbjörg

Sex bílar fastir á Þverárfjalli

Ennfremur segir að seint í gærkvöldi hafi svo björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd verið kölluð út vegna  sex bíla sem sátu fastir í snjó á Þverárfjalli. 

Björgunarsveitarfólk fór úr húsi rétt um hálf tólf og var búið að losa alla bíla um 50 mínútum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×