Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2024 07:54 Fiskibáturinn er nú í togi og er stefnan sett til lands. Landsbjörg Áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar í Neskaupstað var kölluð út um klukkan 3:45 í morgun vegna fiskibáts hafði misst vélarafl og var þá staddur um 22 sjómílur austur af Barðanum. Fjórir skipverjar voru um borð í fiskibátnum. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að hálftíma eftir að tilkynning bars var Hafbjörgin lögð úr höfn og tók stefnuna að bátnum. Um borð í fiskibátnum hafi verið fjórir skipverjar sem biðu eftir aðstoð í nokkrum vindi. „Ætli menn myndu ekki kalla þetta skítakalda,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Suðvestan fimm til tíu metrar og skyggni ekkert sérsstakt. En þetta gekk allt ágætlega. Það voru fjórir um borð og það virtist nú ekki vera nein önnur hætta en sú að þeir höfðu ekki stjórn a bátnum. Svo gekk vel að koma taug í bátinn,“ segir Jón Þór. Í tilkynningunni segir að sigling Hafbjargar að bátnum hafi gengið vel og rétt upp úr klukkan 6:30 í morgun hafi áhöfninni tekist að koma taug yfir í bátinn og í kjölfarið hafi stefnan sett til lands með bátinn í togi. „Skipin eru nú á rólegri siglingu á um 8 sjómílna hraða austur af Reyðarfirði,“ segir í tilkynningunni. Landsbjörg Sex bílar fastir á Þverárfjalli Ennfremur segir að seint í gærkvöldi hafi svo björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd verið kölluð út vegna sex bíla sem sátu fastir í snjó á Þverárfjalli. Björgunarsveitarfólk fór úr húsi rétt um hálf tólf og var búið að losa alla bíla um 50 mínútum síðar. Fjarðabyggð Sjávarútvegur Björgunarsveitir Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að hálftíma eftir að tilkynning bars var Hafbjörgin lögð úr höfn og tók stefnuna að bátnum. Um borð í fiskibátnum hafi verið fjórir skipverjar sem biðu eftir aðstoð í nokkrum vindi. „Ætli menn myndu ekki kalla þetta skítakalda,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Suðvestan fimm til tíu metrar og skyggni ekkert sérsstakt. En þetta gekk allt ágætlega. Það voru fjórir um borð og það virtist nú ekki vera nein önnur hætta en sú að þeir höfðu ekki stjórn a bátnum. Svo gekk vel að koma taug í bátinn,“ segir Jón Þór. Í tilkynningunni segir að sigling Hafbjargar að bátnum hafi gengið vel og rétt upp úr klukkan 6:30 í morgun hafi áhöfninni tekist að koma taug yfir í bátinn og í kjölfarið hafi stefnan sett til lands með bátinn í togi. „Skipin eru nú á rólegri siglingu á um 8 sjómílna hraða austur af Reyðarfirði,“ segir í tilkynningunni. Landsbjörg Sex bílar fastir á Þverárfjalli Ennfremur segir að seint í gærkvöldi hafi svo björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd verið kölluð út vegna sex bíla sem sátu fastir í snjó á Þverárfjalli. Björgunarsveitarfólk fór úr húsi rétt um hálf tólf og var búið að losa alla bíla um 50 mínútum síðar.
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Björgunarsveitir Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira