Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 10:00 Þessir þrír hafa náð bestum árangri með karlalandsliðið í fótbolta á öldinni. Lars Lagerbäck, Åge Hareide og Heimir Hallgrímsson. Getty/Alex Grimm/James Gill Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. Åge Hareide varð tíundi landsliðsþjálfari Íslands frá og með árinu 2000 en tveir af þeim, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfuðu liðið saman. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck þjálfuðu liðið bæði í sitthvoru lagi sem og saman. Heildarárangur hjá hvorum er notaður í þessum útreikningi. Åge Hareide tók við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni í byrjun sumars 2023 og stýrði því í um átján mánuði. Lokaleikurinn var tapleikurinn á móti Wales í síðustu viku. Íslenska landsliðið vann 40 prósent leikja sinna undir stjórn Hareide og var með 45 prósent árangur. Það skilar honum þriðja sætinu á öldinni á eftir þeim Heimi Hallgrímssyni (52,6%) og Lars Lagerbäck (50%). Undir stjórn Hareide skoraði íslenska liðið 1,45 mörk í leik sem er einnig það þriðja besta á þessum tíma en liðið kom aftur á móti mun verr út í varnarleiknum. Undir stjórn Norðmannsins fékk íslenska liðið 1,65 mörk á sig í leik og það er aðeins sjötti besti árangurinn hjá þjálfurum Íslands á öldinni. Sérstaka athygli vekja fá jafntefli í leikjum Hareide en íslenska liðið gerði aðeins tvö jafntefli í þessum tuttugu leikjum. Það er langlægsta hlutfall jafntefla (tíu prósent) í leikjum undir stjórn ákveðinna landsliðsþjálfara en næstur er Atli Eðvaldsson með sextán prósent. Besti árangur landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 52,6% 2. Lars Lagerbäck 50,0% 3. Åge Hareide 45,0% 4. Atli Eðvaldsson 43,5% 5. Erik Hamrén 41,1% 6. Arnar Þór Viðarsson 40,3% - Flest mörk í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 1,55 2. Lars Lagerbäck 1,50 3. Åge Hareide 1,45 4. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 1,38 5. Atli Eðvaldsson 1,26 6. Arnar Þór Viðarsson 1,19 - Fæst mörk fengn á sig í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Ólafur Jóhannesson 1,28 2. Heimir Hallgrímsson 1,29 3. Lars Lagerbäck 1,46 4. Atli Eðvaldsson 1,55 5. Arnar Þór Viðarsson 1,58 6. Åge Hareide 1,65 - Lægsta hlutfall jafntefla meðal landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Åge Hareide 10,0% 2. Atli Eðvaldsson 16,1% 3. Erik Hamrén 17,9% 4. Heimir Hallgrímsson 19,0% 5. Lars Lagerbäck 19,2% 6. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 20,8% Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Åge Hareide varð tíundi landsliðsþjálfari Íslands frá og með árinu 2000 en tveir af þeim, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfuðu liðið saman. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck þjálfuðu liðið bæði í sitthvoru lagi sem og saman. Heildarárangur hjá hvorum er notaður í þessum útreikningi. Åge Hareide tók við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni í byrjun sumars 2023 og stýrði því í um átján mánuði. Lokaleikurinn var tapleikurinn á móti Wales í síðustu viku. Íslenska landsliðið vann 40 prósent leikja sinna undir stjórn Hareide og var með 45 prósent árangur. Það skilar honum þriðja sætinu á öldinni á eftir þeim Heimi Hallgrímssyni (52,6%) og Lars Lagerbäck (50%). Undir stjórn Hareide skoraði íslenska liðið 1,45 mörk í leik sem er einnig það þriðja besta á þessum tíma en liðið kom aftur á móti mun verr út í varnarleiknum. Undir stjórn Norðmannsins fékk íslenska liðið 1,65 mörk á sig í leik og það er aðeins sjötti besti árangurinn hjá þjálfurum Íslands á öldinni. Sérstaka athygli vekja fá jafntefli í leikjum Hareide en íslenska liðið gerði aðeins tvö jafntefli í þessum tuttugu leikjum. Það er langlægsta hlutfall jafntefla (tíu prósent) í leikjum undir stjórn ákveðinna landsliðsþjálfara en næstur er Atli Eðvaldsson með sextán prósent. Besti árangur landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 52,6% 2. Lars Lagerbäck 50,0% 3. Åge Hareide 45,0% 4. Atli Eðvaldsson 43,5% 5. Erik Hamrén 41,1% 6. Arnar Þór Viðarsson 40,3% - Flest mörk í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 1,55 2. Lars Lagerbäck 1,50 3. Åge Hareide 1,45 4. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 1,38 5. Atli Eðvaldsson 1,26 6. Arnar Þór Viðarsson 1,19 - Fæst mörk fengn á sig í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Ólafur Jóhannesson 1,28 2. Heimir Hallgrímsson 1,29 3. Lars Lagerbäck 1,46 4. Atli Eðvaldsson 1,55 5. Arnar Þór Viðarsson 1,58 6. Åge Hareide 1,65 - Lægsta hlutfall jafntefla meðal landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Åge Hareide 10,0% 2. Atli Eðvaldsson 16,1% 3. Erik Hamrén 17,9% 4. Heimir Hallgrímsson 19,0% 5. Lars Lagerbäck 19,2% 6. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 20,8%
Besti árangur landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 52,6% 2. Lars Lagerbäck 50,0% 3. Åge Hareide 45,0% 4. Atli Eðvaldsson 43,5% 5. Erik Hamrén 41,1% 6. Arnar Þór Viðarsson 40,3% - Flest mörk í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 1,55 2. Lars Lagerbäck 1,50 3. Åge Hareide 1,45 4. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 1,38 5. Atli Eðvaldsson 1,26 6. Arnar Þór Viðarsson 1,19 - Fæst mörk fengn á sig í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Ólafur Jóhannesson 1,28 2. Heimir Hallgrímsson 1,29 3. Lars Lagerbäck 1,46 4. Atli Eðvaldsson 1,55 5. Arnar Þór Viðarsson 1,58 6. Åge Hareide 1,65 - Lægsta hlutfall jafntefla meðal landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Åge Hareide 10,0% 2. Atli Eðvaldsson 16,1% 3. Erik Hamrén 17,9% 4. Heimir Hallgrímsson 19,0% 5. Lars Lagerbäck 19,2% 6. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 20,8%
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira