Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2024 08:36 Svanhildur Hólm Valsdóttir og Bjarni Benediktsson. Embætti sendiherra án staðarákvörðunar hefur verið auglýst á Starfatorgi en miklar og ítarlegar hæfniskröfur eru gerðar til umsækjenda. Að sögn Morgunblaðsins mun þetta vera í fyrsta sinn sem staðan er auglýst laus til umsóknar en samkvæmt utanríkisráðuneytinu var auglýsingaskyldu komið á með lagabreytingu sem tók gildi árið 2021. Samkvæmt auglýsingunni eru sérfræði- og stjórnunarstörf á aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins meðal helstu verkefna og dagleg stjórnun sendiskrifstofu og umsýsla málefna sem undir hana heyra. Einnig eftirlit með því að reglum og fyrirmælum sé framfylgt og að reksturinn sé innan fjárheimilda. Þá ber viðkomandi að taka þátt í áætlanagerð, skipulagningu og markmiðasetningu og greina og miðla upplýsingum. Einnig að eiga samskipti og samstarf við fulltrúa annarra ríkja, alþjóðastofnana og hagsmunaaðila. Krefjast yfirgripsmikillar og árangursríkrar reynslu af utanríkismálum Þess er krafist að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi sem nýtist í störfum fyrir utanríkisþjónustuna og hafi „yfirgripsmikla og árangursríka reynslu af meðferð utanríkismála í ráðuneyti, sendiskrifstofum, alþjóðastofnunum eða með öðrum hætti sem fyllilega má jafna til þess“. Einnig að viðkomandi búi yfir staðgóðri þekkingu á helstu málefnasviðum utanríkisþjónustunnar, yfir reynslu og þekkingu af mannauðsmálum og ríkri þjónustulund og aðlögunarhæfni. Viðkomandi þurfa einnig að hafa framúrskarandi og víðtæka reynslu af því að byggja upp og viðhalda alþjóðlegu tengslaneti og hafa sýnt fram á leiðtogahæfileika, framsýni og árangursríka stjórnunarreynslu. Hæfisnefnd skipuð þremur einstaklingum mun verða utanríkisráðherra til ráðgjafar um hæfi og almennt hæfi. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember næstkomandi. Vekur enn frekari spurningar um hæfi Svanhildar Auglýsingin vekur einna helst athygli í ljósi skipunar Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi fjölmiðlakonu og aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar, sem sendiherra í Washington. Embættið þykir eitt það mikilvægasta í utanríkisþjónustunni og margir hafa sett spurningamerki við hæfni Svanhildar til að gegna því. Geta ber þess að þar sem Svanhildur var skipuð tímabundið, til allt að fimm ára, þurfti hún lögum samkvæmt ekki að uppfylla sömu kröfur og umsækjendur auglýsta embættisins. Sá sem hreppir hnossið verður skipaður á grundvelli 1. málsgreinar 9. greinar laga númer 39/1971 um utanríkisþjónustu Íslands en Svanhildur var skipuð samkvæmt 2. málsgrein sömu greinar. Heimildin greindi þannig frá því 18. nóvember síðastliðinn að þegar ferill Svanhildar væri borinn saman við bakgrunn sendiherra nágrannþjóða Íslands sem störfuðu í Bandaríkjunum væri hún með áberandi minnsta reynslu. Heimildin hafði líka eftir Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, að tilnefningin hefði sent mjög neikvæð skilaboð til þeirra sem störfuðu við utanríkisþjónustu. „Þeir hagsmunir sem hér er verið að gæta eru þannig ekki hagsmunir utanríkisþjónustunnar eða íslenska ríkisins,“ sagði hann. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um málið og sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, augljóst að hroðvirknislega hefði verið staðið að skipuninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Að sögn Morgunblaðsins mun þetta vera í fyrsta sinn sem staðan er auglýst laus til umsóknar en samkvæmt utanríkisráðuneytinu var auglýsingaskyldu komið á með lagabreytingu sem tók gildi árið 2021. Samkvæmt auglýsingunni eru sérfræði- og stjórnunarstörf á aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins meðal helstu verkefna og dagleg stjórnun sendiskrifstofu og umsýsla málefna sem undir hana heyra. Einnig eftirlit með því að reglum og fyrirmælum sé framfylgt og að reksturinn sé innan fjárheimilda. Þá ber viðkomandi að taka þátt í áætlanagerð, skipulagningu og markmiðasetningu og greina og miðla upplýsingum. Einnig að eiga samskipti og samstarf við fulltrúa annarra ríkja, alþjóðastofnana og hagsmunaaðila. Krefjast yfirgripsmikillar og árangursríkrar reynslu af utanríkismálum Þess er krafist að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi sem nýtist í störfum fyrir utanríkisþjónustuna og hafi „yfirgripsmikla og árangursríka reynslu af meðferð utanríkismála í ráðuneyti, sendiskrifstofum, alþjóðastofnunum eða með öðrum hætti sem fyllilega má jafna til þess“. Einnig að viðkomandi búi yfir staðgóðri þekkingu á helstu málefnasviðum utanríkisþjónustunnar, yfir reynslu og þekkingu af mannauðsmálum og ríkri þjónustulund og aðlögunarhæfni. Viðkomandi þurfa einnig að hafa framúrskarandi og víðtæka reynslu af því að byggja upp og viðhalda alþjóðlegu tengslaneti og hafa sýnt fram á leiðtogahæfileika, framsýni og árangursríka stjórnunarreynslu. Hæfisnefnd skipuð þremur einstaklingum mun verða utanríkisráðherra til ráðgjafar um hæfi og almennt hæfi. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember næstkomandi. Vekur enn frekari spurningar um hæfi Svanhildar Auglýsingin vekur einna helst athygli í ljósi skipunar Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi fjölmiðlakonu og aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar, sem sendiherra í Washington. Embættið þykir eitt það mikilvægasta í utanríkisþjónustunni og margir hafa sett spurningamerki við hæfni Svanhildar til að gegna því. Geta ber þess að þar sem Svanhildur var skipuð tímabundið, til allt að fimm ára, þurfti hún lögum samkvæmt ekki að uppfylla sömu kröfur og umsækjendur auglýsta embættisins. Sá sem hreppir hnossið verður skipaður á grundvelli 1. málsgreinar 9. greinar laga númer 39/1971 um utanríkisþjónustu Íslands en Svanhildur var skipuð samkvæmt 2. málsgrein sömu greinar. Heimildin greindi þannig frá því 18. nóvember síðastliðinn að þegar ferill Svanhildar væri borinn saman við bakgrunn sendiherra nágrannþjóða Íslands sem störfuðu í Bandaríkjunum væri hún með áberandi minnsta reynslu. Heimildin hafði líka eftir Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, að tilnefningin hefði sent mjög neikvæð skilaboð til þeirra sem störfuðu við utanríkisþjónustu. „Þeir hagsmunir sem hér er verið að gæta eru þannig ekki hagsmunir utanríkisþjónustunnar eða íslenska ríkisins,“ sagði hann. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um málið og sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, augljóst að hroðvirknislega hefði verið staðið að skipuninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira