„Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2024 11:31 Helgi og Pavel þekkja málefni íslenska landsliðsins betur en flestir. vísir/sigurjón Íslenskakarlalandsliðið í körfubolta vann stórkostlegan útisigur á Ítölum í undankeppni EM í á mánudagskvöldið, sigur sem fer í sögubækurnar sem einn sá stærsti í sögu körfuboltalandsliðsins. Um var að ræða afar mikilvægan leik í baráttu um sæti á Eurobasket 2025 og það á úti velli gegn einni sterkustu körfuboltaþjóð Evrópu. Ísland tapaði fyrir sama liði á föstudagskvöldið í Laugardalshöllinni og það með 24 stigum. En sjö stiga sigur, 81-74, og með honum steig íslenska liðið stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á Eurobasket í þriðja sinn. „Maður ímyndað sér að þetta sé eins nálægt toppnum og hægt sé að komast gegn svona erfiðum andstæðingi á útivelli eftir svona dapra frammistöðu nokkrum dögum áður gegn sama andstæðingi. Viðsnúningurinn sem átti sér stað var svakalegur. Og að sjálfsögðu þýðing leiksins og hvað þetta þýðir fyrir okkur og hversu nálægt þetta skilar okkur að komast á lokamót. Segjum það bara, mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta, ertu ekki að leita eftir fyrirsögn?,“ segir körfuboltasérfræðingurinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij í Sportpakkanum í gær. „Ég og Pavel vildum meina að þeir ferðuðust út í einkaflugvél með Ítölunum, það væri ástæðan fyrir þessum viðsnúning. Þeir voru farnir að venjast einhverju lúxuslífi,“ segir Helgi Már Magnússon léttur, en hann er einnig körfuboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport og lék marga leiki fyrir Íslands hönd. „En aðallega var þetta orkustigið, menn setja nokkur skot og það kemur einhver stemning og kraftur,“ segir Helgi. Kristinn Pálsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur hjá íslenska liðinu í gærkvöldi. En kom það þeim félögum á óvart? „Ég held að þetta sé sönnun hversu sterk deildin okkar er hérna heima. Meginþorri þessara leikmanna er að spila akkúrat í þessari deild. Það sýnir hversu langt við erum komin. Kiddi var algjörlega stórkostlegur. Í svona leikjum, gegn svona þjóðum þá þurfum við að treysta á það að einhver eigi svona leik. Við erum bara mjög heppnir að eiga svona mikið úrval af svona góðum leikmönnum,“ segir Pavel en viðtalið við þá Gaz-bræður má sjá hér að ofan. Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Um var að ræða afar mikilvægan leik í baráttu um sæti á Eurobasket 2025 og það á úti velli gegn einni sterkustu körfuboltaþjóð Evrópu. Ísland tapaði fyrir sama liði á föstudagskvöldið í Laugardalshöllinni og það með 24 stigum. En sjö stiga sigur, 81-74, og með honum steig íslenska liðið stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á Eurobasket í þriðja sinn. „Maður ímyndað sér að þetta sé eins nálægt toppnum og hægt sé að komast gegn svona erfiðum andstæðingi á útivelli eftir svona dapra frammistöðu nokkrum dögum áður gegn sama andstæðingi. Viðsnúningurinn sem átti sér stað var svakalegur. Og að sjálfsögðu þýðing leiksins og hvað þetta þýðir fyrir okkur og hversu nálægt þetta skilar okkur að komast á lokamót. Segjum það bara, mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta, ertu ekki að leita eftir fyrirsögn?,“ segir körfuboltasérfræðingurinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij í Sportpakkanum í gær. „Ég og Pavel vildum meina að þeir ferðuðust út í einkaflugvél með Ítölunum, það væri ástæðan fyrir þessum viðsnúning. Þeir voru farnir að venjast einhverju lúxuslífi,“ segir Helgi Már Magnússon léttur, en hann er einnig körfuboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport og lék marga leiki fyrir Íslands hönd. „En aðallega var þetta orkustigið, menn setja nokkur skot og það kemur einhver stemning og kraftur,“ segir Helgi. Kristinn Pálsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur hjá íslenska liðinu í gærkvöldi. En kom það þeim félögum á óvart? „Ég held að þetta sé sönnun hversu sterk deildin okkar er hérna heima. Meginþorri þessara leikmanna er að spila akkúrat í þessari deild. Það sýnir hversu langt við erum komin. Kiddi var algjörlega stórkostlegur. Í svona leikjum, gegn svona þjóðum þá þurfum við að treysta á það að einhver eigi svona leik. Við erum bara mjög heppnir að eiga svona mikið úrval af svona góðum leikmönnum,“ segir Pavel en viðtalið við þá Gaz-bræður má sjá hér að ofan.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira