Settu bílslys á svið Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 10:36 Áreksturinn sem málið varðar varð á gatnamótum Gjáhellu og Breiðhellu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að sviðsetja bílslys í Hafnarfirði árið 2021. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til fjársvika. Honum var gefið að sök að hafa í félagi við annan mann sett umferðarslys á svið á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu þann 5. apríl 2021. Það hafi verið til þess að svíkja út vátryggingabætur á grundvelli kaskótryggingar og lögboðinnar ökutækjatryggingar ökutækisins hjá Vátryggingafélagi Íslands vegna skemmda á tveimur bílum. Í ákæru segir að annar maðurinn hafi ekið bíl norður Gjáhellu og stöðvað akstur við gatnamótin við Breiðhellu í um það bil fjörutíu sekúndur, þar til hann ók bifreiðinni hægt í veg fyrir bíl sem hinn maðurinn ók norðvestur Breiðhellu. Bílarnir rákust á hvorn annan á gatnamótunum. Mennirnir tveir undirrituðu tjónstilkynningu sama dag og sendi annar þeirra tryggingafélagi tilkynningu í tölvupósti samdægurs. Með þessu voru þeir sagðir hafa með blekkingum ætlað að fá tryggingafélagið til að bæta tjónið sem var samtals 1,2 milljónir króna. Í fyrstu var málið tekið fyrir sem eitt, með ákæru á hendur báðum mönnunum. En annar þeirra, sá sem nú er sakfelldur, mætti ekki fyrir dóm þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir dómstólsins til að fá hann til að hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Málið var því slitið í sundur. Sá sem mætti játaði sök og dæmdi héraðsdómur í máli hans. Hinn maðurinn er samkvæmt lögbirtingablaðinu með lögheimili í Ítalíu. Þar sem hann var ekki viðstaddur var ákveðið að dæma í málinu að honum fjarverandi. Brot hans þóttu sönnuð með játningu hins mannsins. Líkt og áður segir hlaut hann tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Dómsmál Umferðaröryggi Tryggingar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til fjársvika. Honum var gefið að sök að hafa í félagi við annan mann sett umferðarslys á svið á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu þann 5. apríl 2021. Það hafi verið til þess að svíkja út vátryggingabætur á grundvelli kaskótryggingar og lögboðinnar ökutækjatryggingar ökutækisins hjá Vátryggingafélagi Íslands vegna skemmda á tveimur bílum. Í ákæru segir að annar maðurinn hafi ekið bíl norður Gjáhellu og stöðvað akstur við gatnamótin við Breiðhellu í um það bil fjörutíu sekúndur, þar til hann ók bifreiðinni hægt í veg fyrir bíl sem hinn maðurinn ók norðvestur Breiðhellu. Bílarnir rákust á hvorn annan á gatnamótunum. Mennirnir tveir undirrituðu tjónstilkynningu sama dag og sendi annar þeirra tryggingafélagi tilkynningu í tölvupósti samdægurs. Með þessu voru þeir sagðir hafa með blekkingum ætlað að fá tryggingafélagið til að bæta tjónið sem var samtals 1,2 milljónir króna. Í fyrstu var málið tekið fyrir sem eitt, með ákæru á hendur báðum mönnunum. En annar þeirra, sá sem nú er sakfelldur, mætti ekki fyrir dóm þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir dómstólsins til að fá hann til að hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Málið var því slitið í sundur. Sá sem mætti játaði sök og dæmdi héraðsdómur í máli hans. Hinn maðurinn er samkvæmt lögbirtingablaðinu með lögheimili í Ítalíu. Þar sem hann var ekki viðstaddur var ákveðið að dæma í málinu að honum fjarverandi. Brot hans þóttu sönnuð með játningu hins mannsins. Líkt og áður segir hlaut hann tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm.
Dómsmál Umferðaröryggi Tryggingar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira