Tvær sviðsmyndir á kjördag Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 12:03 Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Kjördegi í heild sinni verður ekki frestað að sögn framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem liggur yfir veðurspánni. Veðrið gæti þó valdið því að niðurstaða kosninga liggi fyrir síðar en ella. „Við erum bara að fylgjast með stöðunni dag frá degi og það er í rauninni ekkert annað sem okkur er fært að gera. En við erum í þéttu samtali við yfirkjörstjórnir kjördæma á þessum svæðum sem helst verða fyrir áhrifum veðursins ef spárnar ganga eftir,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Yfirgnæfandi líkur eru nú taldar á óveðri á kjördag og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun líklegt að einhverjir vegir teppist vegna snjókomu. Eins og staðan er núna virðist ástandið geta orðið verst á Suðausturhorninu, Austurlandi og Austfjörðum. „Þar erum við að skoða bæði möguleika á auka mokstri hjá Vegagerðinni og staðsetningu viðbragðsaðila á svæðinu,“ segir Ástríður. Kæmi til greina að nýta björgunarsveitir á einhvern hátt í þetta, að koma fólki á kjörstað eða koma atkvæðum til skila? „Við erum auðvitað með þá stefnu að leggja hvorki fólk né atkvæði í neina hættu við framkvæmd konsinga en auðvitað er ekki hægt að útiloka neitt og það er eitthvað sem yrði bara metið þegar að því kemur.“ Miðað við spár séu sviðsmyndirnar nú tvær. Annars vegar að veðrið valdi seinkun á því að atkvæði berist á talningarstaði og hins vegar að fresta þurfi kjörfundi á ákveðnum stöðum vegna ófærðar. Þar sem veður leyfir er þó gert ráð fyrir hefðbundnum kjördegi. „Og svo verður metið hvort grípa þurfi til þessara óvenjulegu viðbragða ef veðrið gengur eftir eins og spáð er núna,“ segir Ástríður. Ekki er hægt að hefja talningu fyrr en öll atkvæði hafa borist á talningastaði og allir náð að kjósa. Talningu gæti því seinkað og bið gæti orðið í niðurstöðu kosninga. Óljóst er hvenær það mun liggja fyrir hvort svo fari. „Við fundum daglega með yfirkjörstjórnum og viðbragðsaðilum og með Veðurstofuna með okkur líka. En það er pínu erfitt að spá um þetta eins og er,“ segir Ástræður. Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
„Við erum bara að fylgjast með stöðunni dag frá degi og það er í rauninni ekkert annað sem okkur er fært að gera. En við erum í þéttu samtali við yfirkjörstjórnir kjördæma á þessum svæðum sem helst verða fyrir áhrifum veðursins ef spárnar ganga eftir,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Yfirgnæfandi líkur eru nú taldar á óveðri á kjördag og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun líklegt að einhverjir vegir teppist vegna snjókomu. Eins og staðan er núna virðist ástandið geta orðið verst á Suðausturhorninu, Austurlandi og Austfjörðum. „Þar erum við að skoða bæði möguleika á auka mokstri hjá Vegagerðinni og staðsetningu viðbragðsaðila á svæðinu,“ segir Ástríður. Kæmi til greina að nýta björgunarsveitir á einhvern hátt í þetta, að koma fólki á kjörstað eða koma atkvæðum til skila? „Við erum auðvitað með þá stefnu að leggja hvorki fólk né atkvæði í neina hættu við framkvæmd konsinga en auðvitað er ekki hægt að útiloka neitt og það er eitthvað sem yrði bara metið þegar að því kemur.“ Miðað við spár séu sviðsmyndirnar nú tvær. Annars vegar að veðrið valdi seinkun á því að atkvæði berist á talningarstaði og hins vegar að fresta þurfi kjörfundi á ákveðnum stöðum vegna ófærðar. Þar sem veður leyfir er þó gert ráð fyrir hefðbundnum kjördegi. „Og svo verður metið hvort grípa þurfi til þessara óvenjulegu viðbragða ef veðrið gengur eftir eins og spáð er núna,“ segir Ástríður. Ekki er hægt að hefja talningu fyrr en öll atkvæði hafa borist á talningastaði og allir náð að kjósa. Talningu gæti því seinkað og bið gæti orðið í niðurstöðu kosninga. Óljóst er hvenær það mun liggja fyrir hvort svo fari. „Við fundum daglega með yfirkjörstjórnum og viðbragðsaðilum og með Veðurstofuna með okkur líka. En það er pínu erfitt að spá um þetta eins og er,“ segir Ástræður.
Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira