Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2024 13:34 Gunnar Bergmann Jónsson ræðir við huldumann sem sagðist vera svissneskur fjárfestir. Greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefur lokið skoðun sinni á máli Gunnars Bergmanns Jónssonar, sem varðar leynilegar upptökur á Edition-hótelinu. Niðurstaðan er sú að ekki sé grundvöllur til að opna formlega rannsókn á málinu. Þetta segir í svari embættisins við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að embættið muni ekki tjá sig frekar um niðurstöðu skoðunarinnar. Gripinn við að tala óvarlega um fyrirætlanir föður síns Málið hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki eftir Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu og faðir Gunnars Bergmanns, vakti athygli á því í færslu á Facebook. Það gerði hann áður en Heimildin birti umfjöllun sína sem byggði á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og fyrrverandi framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Í upptökunum sést og heyrist Gunnar Bergmann tala fjálglega um meint afskipti föður hans af veitingu leyfis til hvalaveiða. Hann sagði til að mynda að faðir sinn hefði fallist á að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Kraganum gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu. Þar hafi hann ætlað að veita „vini sínum“ Kristjáni Loftssyni leyfi til hvalveiða. Gunnar Bergmann boðaður í viðtal Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Gunnar Bergmann hafi verið boðaður í viðtal hjá lögreglunni daginn sem Heimildin birti umfjöllun sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra vegna málsins í daginn eftir til að óska eftir upplýsingum um hvort málið hefði verið kært eða hvort ríkislögreglustjóri hyggðist hefja frumkvæðisrannsókn í málinu. Í svari embættisins kom fram að greiningardeild Embættis ríkislögreglustjóra rannsaki brot sem varða landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum eins og þau eru skilgreind í X. og XI. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brot gegn XXV. kafla hegningarlaga væru rannsökuð af lögreglu í því umdæmi sem brot eiga sér stað. Þá hafi embættið ekki verið með umrætt mál til rannsóknar en myndi kanna málsatvik sem varða meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Nú er þeirri skoðun lokið og frekar verður ekki aðhafst vegna málsins. Engin svör fengist frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Brot samkvæmt XXV. kafla almennra hegningalaga varða ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Þar segir meðal annars að hver sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs annars með því að hnýsast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi, hvort heldur sem er á stafrænu eða hliðrænu formi, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, enda sé háttsemin til þess fallin að valda brotaþola tjóni. Vísir sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn í gær þar sem falast var eftir svörum um það hvort embættinu hefði borist kæra vegna máls Gunnars Bergmanns og eftir atvikum hvort rannsókn á málinu væri hafin. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað. Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Hvalveiðar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fleiri fréttir Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Þetta segir í svari embættisins við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að embættið muni ekki tjá sig frekar um niðurstöðu skoðunarinnar. Gripinn við að tala óvarlega um fyrirætlanir föður síns Málið hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki eftir Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu og faðir Gunnars Bergmanns, vakti athygli á því í færslu á Facebook. Það gerði hann áður en Heimildin birti umfjöllun sína sem byggði á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og fyrrverandi framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Í upptökunum sést og heyrist Gunnar Bergmann tala fjálglega um meint afskipti föður hans af veitingu leyfis til hvalaveiða. Hann sagði til að mynda að faðir sinn hefði fallist á að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Kraganum gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu. Þar hafi hann ætlað að veita „vini sínum“ Kristjáni Loftssyni leyfi til hvalveiða. Gunnar Bergmann boðaður í viðtal Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Gunnar Bergmann hafi verið boðaður í viðtal hjá lögreglunni daginn sem Heimildin birti umfjöllun sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra vegna málsins í daginn eftir til að óska eftir upplýsingum um hvort málið hefði verið kært eða hvort ríkislögreglustjóri hyggðist hefja frumkvæðisrannsókn í málinu. Í svari embættisins kom fram að greiningardeild Embættis ríkislögreglustjóra rannsaki brot sem varða landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum eins og þau eru skilgreind í X. og XI. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brot gegn XXV. kafla hegningarlaga væru rannsökuð af lögreglu í því umdæmi sem brot eiga sér stað. Þá hafi embættið ekki verið með umrætt mál til rannsóknar en myndi kanna málsatvik sem varða meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Nú er þeirri skoðun lokið og frekar verður ekki aðhafst vegna málsins. Engin svör fengist frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Brot samkvæmt XXV. kafla almennra hegningalaga varða ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Þar segir meðal annars að hver sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs annars með því að hnýsast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi, hvort heldur sem er á stafrænu eða hliðrænu formi, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, enda sé háttsemin til þess fallin að valda brotaþola tjóni. Vísir sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn í gær þar sem falast var eftir svörum um það hvort embættinu hefði borist kæra vegna máls Gunnars Bergmanns og eftir atvikum hvort rannsókn á málinu væri hafin. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað.
Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Hvalveiðar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fleiri fréttir Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira