Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Lovísa Arnardóttir skrifar 27. nóvember 2024 14:44 Af hálfu Landspítala kom fram að núverandi álag á bráðamóttökunni væri einkum tilkomið vegna sjúklinga sem bíða þar eftir að geta lagst inn á deildir spítalans. Opnun skyndimóttöku myndi ekki leysa þann vanda Vísir/Vilhelm Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að kanna möguleika þess að setja á fót skyndimóttöku á höfuðborgarsvæðinu segir bæði kosti og galla við slíka móttöku. Starfshópurinn segir að verði ákvörðun tekin um að opna slíka móttöku yrði best ef það yrði tilraunaverkefni til eins eða tveggja ára. Á þeim tíma verði hægt að afla gagna og upplýsinga um reynslu af þjónustu skyndimóttöku og vinna að frekari þróun verkefnisins í samvinnu við þjónustuveitendur bráða- og samdægursþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Skýrslan er hér. Samkvæmt mati starfshópsins þurfa allt að 20.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu samdægursþjónustu árlega sem „oftast krefst myndgreininga, blóðrannsókna eða meðferðar með lyfja- eða vökvagjöf í æð en eru ekki taldir þurfa sérhæfða þjónustu Landspítala, innlagnar eða eftirlits yfir nótt”. Áverkar eða bráð veikindi Í skýrslu starfshópsins er lögð áhersla á að sjúklingahópurinn sem til greina kæmi að þjónusta á slíkri skyndimóttöku séu einstaklingar sem þurfa samdægursþjónustu að halda sem gæti krafist myndgreininga, blóðrannsókna, lyfja- eða vökvagjöf í æð en eru ekki taldir þurfa sérhæfða þjónustu sem kallar á innlögn eða eftirlit yfir nótt. Komuástæður hópsins væri hægt að flokka í tvo flokka, áverka og bráð veikindi. Starfshópurinn bendir á að forðast þurfi skörun við þjónustu sem þegar er veitt annars staðar, svo sem á heilsugæslustöðvum eða Læknavakt. Starfshópurinn leitaði til Landspítala og heilsugæslu um mat á slíku verkefni. Af hálfu Landspítala kom fram að núverandi álag á bráðamóttökunni væri einkum tilkomið vegna sjúklinga sem bíða þar eftir að geta lagst inn á deildir spítalans. Opnun skyndimóttöku myndi ekki leysa þann vanda. Fulltrúar Læknavaktar og heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu töldu hættu á því að opnun sjálfstæðrar skyndimóttöku myndi auka flækjustig þjónustunnar og ef til kæmi þyrfti áður að tryggja heildstæða vegvísun fyrir sjúklinga. Gæti leitt til frekari mönnunarvanda á bráðamóttöku Í skýrslunni er jafnframt bent á að mikið álag á starfsfólk bráðamóttöku Landspítalans hafi leitt til alvarlegs mönnunarvanda á deildinni sem í dag er mestur meðal sérfræðilækna í bráðalækningum. Mikilvægt sé að leita allra leiða til að forðast frekara brottfall heilbrigðisstarfsmanna í bráðaþjónustu. Liður í því geti verið að tryggja starfsfólki tækifæri til að vinna að minnsta kosti hluta vinnu sinnar á starfsstöðvum þar sem minna álag er en við núverandi aðstæður á bráðadeild G2. Aukið hlutfall vakta á bráða- og göngudeild G3, við fjarskiptalækningar eða á hugsanlegri skyndimóttöku gætu verið mögulegar leiðir til þess. Raunverulegar úrbætur séu hins vega háðar því að fækka verulega einstaklingum sem dvelja á bráðamóttökunni í bið eftir innlögn á legudeildum Landspítalans. Stjórnendur Landspítala telja umtalsverða hættu á því að opnun skyndimóttöku myndi auka enn á mönnunarvanda bráðamóttöku spítalans. Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Á þeim tíma verði hægt að afla gagna og upplýsinga um reynslu af þjónustu skyndimóttöku og vinna að frekari þróun verkefnisins í samvinnu við þjónustuveitendur bráða- og samdægursþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Skýrslan er hér. Samkvæmt mati starfshópsins þurfa allt að 20.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu samdægursþjónustu árlega sem „oftast krefst myndgreininga, blóðrannsókna eða meðferðar með lyfja- eða vökvagjöf í æð en eru ekki taldir þurfa sérhæfða þjónustu Landspítala, innlagnar eða eftirlits yfir nótt”. Áverkar eða bráð veikindi Í skýrslu starfshópsins er lögð áhersla á að sjúklingahópurinn sem til greina kæmi að þjónusta á slíkri skyndimóttöku séu einstaklingar sem þurfa samdægursþjónustu að halda sem gæti krafist myndgreininga, blóðrannsókna, lyfja- eða vökvagjöf í æð en eru ekki taldir þurfa sérhæfða þjónustu sem kallar á innlögn eða eftirlit yfir nótt. Komuástæður hópsins væri hægt að flokka í tvo flokka, áverka og bráð veikindi. Starfshópurinn bendir á að forðast þurfi skörun við þjónustu sem þegar er veitt annars staðar, svo sem á heilsugæslustöðvum eða Læknavakt. Starfshópurinn leitaði til Landspítala og heilsugæslu um mat á slíku verkefni. Af hálfu Landspítala kom fram að núverandi álag á bráðamóttökunni væri einkum tilkomið vegna sjúklinga sem bíða þar eftir að geta lagst inn á deildir spítalans. Opnun skyndimóttöku myndi ekki leysa þann vanda. Fulltrúar Læknavaktar og heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu töldu hættu á því að opnun sjálfstæðrar skyndimóttöku myndi auka flækjustig þjónustunnar og ef til kæmi þyrfti áður að tryggja heildstæða vegvísun fyrir sjúklinga. Gæti leitt til frekari mönnunarvanda á bráðamóttöku Í skýrslunni er jafnframt bent á að mikið álag á starfsfólk bráðamóttöku Landspítalans hafi leitt til alvarlegs mönnunarvanda á deildinni sem í dag er mestur meðal sérfræðilækna í bráðalækningum. Mikilvægt sé að leita allra leiða til að forðast frekara brottfall heilbrigðisstarfsmanna í bráðaþjónustu. Liður í því geti verið að tryggja starfsfólki tækifæri til að vinna að minnsta kosti hluta vinnu sinnar á starfsstöðvum þar sem minna álag er en við núverandi aðstæður á bráðadeild G2. Aukið hlutfall vakta á bráða- og göngudeild G3, við fjarskiptalækningar eða á hugsanlegri skyndimóttöku gætu verið mögulegar leiðir til þess. Raunverulegar úrbætur séu hins vega háðar því að fækka verulega einstaklingum sem dvelja á bráðamóttökunni í bið eftir innlögn á legudeildum Landspítalans. Stjórnendur Landspítala telja umtalsverða hættu á því að opnun skyndimóttöku myndi auka enn á mönnunarvanda bráðamóttöku spítalans.
Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira