Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Tómas Arnar Þorláksson og Bjarki Sigurðsson skrifa 27. nóvember 2024 20:19 Börn leika hér lausum hala í Ráðhúsi Reykjavíkur. Móðir segir verkfallið bitna hvað mest á þeim. vísir/vilhelm „Þetta er auðvitað erfiðast og leiðinlegast fyrir blessuð börnin, sem að sakna sinna frábæru kennara og leikskólastarfs og vina sinna. Síðan er þetta almennt séð bara álag, púsl og vesen fyrir barnafjölskyldur sem er örugglega alveg nóg að gera hjá. Maður veit að fólk er virkilega að lenda í vandræðum. Það er fólk að missa vinnu og annað slíkt.“ Þetta segir María Ólafsdóttir, móðir barns sem hefur verið frá leikskóla vegna verkfallsaðgerða leikskóla í fjórar vikur. Kennarar eru á fimmtu viku í verkfalli í kjarabaráttu sinni en eins og sakir standa hefur Kennarasamband Íslands samþykkt aðgerðir í 27 leik- grunn- og menntaskólum um land allt. Sum verkföllin eru tímabundin og önnur ekki. Fjölmiðlabann var lagt á í deilunni á laugardaginn. Samninganefnd kennara og ríkis- og sveitarfélaga funduðu klukkan eitt ásamt ríkissáttasemjara í Karphúsinu í dag. Svo virðist sem að hægur gangur sé í kjaraviðræðum kennara þó að Ástráður Haraldsson hafi lýst því yfir á sunnudaginn að nýr taktur væri í deilunni. Ólafur Hauksson, afi barns á Leikskólanum á Seltjarnarnesi, tekur undir orð Maríu og segir ástandið vera skelfilegt. „Það er ofboðslegt frumhlaup af kennaraforystunni að hafa farið út í þessi verkföll, vitandi það að það var ekki einu sinni umræðugrundvöllur fyrir þessum samningaviðræðum. Núna fyrst eftir fjórar vikur er kominn grundvöllur en það gengur ekkert, gengur hægt og á meðan er þetta bara gífurlegt álag á foreldra, börnin og afa og ömmur, systkini og aðstandendur.“ Hann hvetur Kennarasamband Íslands til að falla frá verkfallinu. María samsynnist því og gagnrýnir aðferðarfræðina og segir verkfallsaðgerðirnar ekki ganga upp. „Hvers vegna að taka ekki eitt skref til baka og bakka aðeins. Hvers vegna má ekki bakka og endurskoða?“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Þetta segir María Ólafsdóttir, móðir barns sem hefur verið frá leikskóla vegna verkfallsaðgerða leikskóla í fjórar vikur. Kennarar eru á fimmtu viku í verkfalli í kjarabaráttu sinni en eins og sakir standa hefur Kennarasamband Íslands samþykkt aðgerðir í 27 leik- grunn- og menntaskólum um land allt. Sum verkföllin eru tímabundin og önnur ekki. Fjölmiðlabann var lagt á í deilunni á laugardaginn. Samninganefnd kennara og ríkis- og sveitarfélaga funduðu klukkan eitt ásamt ríkissáttasemjara í Karphúsinu í dag. Svo virðist sem að hægur gangur sé í kjaraviðræðum kennara þó að Ástráður Haraldsson hafi lýst því yfir á sunnudaginn að nýr taktur væri í deilunni. Ólafur Hauksson, afi barns á Leikskólanum á Seltjarnarnesi, tekur undir orð Maríu og segir ástandið vera skelfilegt. „Það er ofboðslegt frumhlaup af kennaraforystunni að hafa farið út í þessi verkföll, vitandi það að það var ekki einu sinni umræðugrundvöllur fyrir þessum samningaviðræðum. Núna fyrst eftir fjórar vikur er kominn grundvöllur en það gengur ekkert, gengur hægt og á meðan er þetta bara gífurlegt álag á foreldra, börnin og afa og ömmur, systkini og aðstandendur.“ Hann hvetur Kennarasamband Íslands til að falla frá verkfallinu. María samsynnist því og gagnrýnir aðferðarfræðina og segir verkfallsaðgerðirnar ekki ganga upp. „Hvers vegna að taka ekki eitt skref til baka og bakka aðeins. Hvers vegna má ekki bakka og endurskoða?“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira