Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Tómas Arnar Þorláksson og Bjarki Sigurðsson skrifa 27. nóvember 2024 20:19 Börn leika hér lausum hala í Ráðhúsi Reykjavíkur. Móðir segir verkfallið bitna hvað mest á þeim. vísir/vilhelm „Þetta er auðvitað erfiðast og leiðinlegast fyrir blessuð börnin, sem að sakna sinna frábæru kennara og leikskólastarfs og vina sinna. Síðan er þetta almennt séð bara álag, púsl og vesen fyrir barnafjölskyldur sem er örugglega alveg nóg að gera hjá. Maður veit að fólk er virkilega að lenda í vandræðum. Það er fólk að missa vinnu og annað slíkt.“ Þetta segir María Ólafsdóttir, móðir barns sem hefur verið frá leikskóla vegna verkfallsaðgerða leikskóla í fjórar vikur. Kennarar eru á fimmtu viku í verkfalli í kjarabaráttu sinni en eins og sakir standa hefur Kennarasamband Íslands samþykkt aðgerðir í 27 leik- grunn- og menntaskólum um land allt. Sum verkföllin eru tímabundin og önnur ekki. Fjölmiðlabann var lagt á í deilunni á laugardaginn. Samninganefnd kennara og ríkis- og sveitarfélaga funduðu klukkan eitt ásamt ríkissáttasemjara í Karphúsinu í dag. Svo virðist sem að hægur gangur sé í kjaraviðræðum kennara þó að Ástráður Haraldsson hafi lýst því yfir á sunnudaginn að nýr taktur væri í deilunni. Ólafur Hauksson, afi barns á Leikskólanum á Seltjarnarnesi, tekur undir orð Maríu og segir ástandið vera skelfilegt. „Það er ofboðslegt frumhlaup af kennaraforystunni að hafa farið út í þessi verkföll, vitandi það að það var ekki einu sinni umræðugrundvöllur fyrir þessum samningaviðræðum. Núna fyrst eftir fjórar vikur er kominn grundvöllur en það gengur ekkert, gengur hægt og á meðan er þetta bara gífurlegt álag á foreldra, börnin og afa og ömmur, systkini og aðstandendur.“ Hann hvetur Kennarasamband Íslands til að falla frá verkfallinu. María samsynnist því og gagnrýnir aðferðarfræðina og segir verkfallsaðgerðirnar ekki ganga upp. „Hvers vegna að taka ekki eitt skref til baka og bakka aðeins. Hvers vegna má ekki bakka og endurskoða?“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Þetta segir María Ólafsdóttir, móðir barns sem hefur verið frá leikskóla vegna verkfallsaðgerða leikskóla í fjórar vikur. Kennarar eru á fimmtu viku í verkfalli í kjarabaráttu sinni en eins og sakir standa hefur Kennarasamband Íslands samþykkt aðgerðir í 27 leik- grunn- og menntaskólum um land allt. Sum verkföllin eru tímabundin og önnur ekki. Fjölmiðlabann var lagt á í deilunni á laugardaginn. Samninganefnd kennara og ríkis- og sveitarfélaga funduðu klukkan eitt ásamt ríkissáttasemjara í Karphúsinu í dag. Svo virðist sem að hægur gangur sé í kjaraviðræðum kennara þó að Ástráður Haraldsson hafi lýst því yfir á sunnudaginn að nýr taktur væri í deilunni. Ólafur Hauksson, afi barns á Leikskólanum á Seltjarnarnesi, tekur undir orð Maríu og segir ástandið vera skelfilegt. „Það er ofboðslegt frumhlaup af kennaraforystunni að hafa farið út í þessi verkföll, vitandi það að það var ekki einu sinni umræðugrundvöllur fyrir þessum samningaviðræðum. Núna fyrst eftir fjórar vikur er kominn grundvöllur en það gengur ekkert, gengur hægt og á meðan er þetta bara gífurlegt álag á foreldra, börnin og afa og ömmur, systkini og aðstandendur.“ Hann hvetur Kennarasamband Íslands til að falla frá verkfallinu. María samsynnist því og gagnrýnir aðferðarfræðina og segir verkfallsaðgerðirnar ekki ganga upp. „Hvers vegna að taka ekki eitt skref til baka og bakka aðeins. Hvers vegna má ekki bakka og endurskoða?“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira