Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 10:22 Rauði krossinn á Íslandi opnar fjöldahjálparstöðvar reglulega um land allt vegna óveðra, náttúruhamfara, slysa og ýmissa annarra atburða. Til að koma fólki í skjól eins fljótt og auðið er, er gert ráð fyrir því að hægt sé að opna fjöldahjálpastöð með skömmum fyrirvara. Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru nauðsynlegur hlekkur í opnun fjöldahjálpastöðva um land allt og eru til staðar í sínu nærsamfélagi þegar á reynir. Þjónustan tekur mið af atvikinu Misjafnt er eftir atburðum hvaða þjónustu þarf að bjóða upp á í fjöldahjálparstöð en í upphafi er almennt verið að horfa til grunnþarfa einstaklinga, svo sem húsaskjóls, matar og annarra brýnna nauðsynja. Það fer svo eftir umfangi atburða hvort bæta þurfi við frekari stuðningi fyrir þau sem dvelja í fjöldahjálparstöð, en þá er önnur þjónusta svo sem sálrænn stuðningur, ráðgjöf og upplýsingagjöf virkjuð. Mikilvægt er að starfsemi í fjöldahjálparstöð sé í samræmi við atvikið sem um ræðir og oft þarf að hafa hraðar hendur og finna lausnir á staðnum, þar sem engin tvö atvik eru eins. Einstaklingar sem þurfa að dvelja í fjöldahjálparstöðvum í skemmri eða lengri tíma hafa oftar en ekki lent í erfiðum aðstæðum s.s. óveðri, náttúruhamförum eða slysi. Alla jafna vita sjálfboðaliðar Rauða krossins ekki við hverju er að búast þegar þeir fara á staðinn en þeir mæta og styðja við einstaklingana á meðan dvöl þeirra stendur en fólk getur upplifað misjafnar tilfinningar á meðan dvöl í fjöldahjálparstöð stendur, allt frá sorg, hræðslu og reiði yfir í mikið þakklæti. Hvar eru svo þessar fjöldahjálparstöðvar? Fjöldahjálpastöðvar um land allt eru gjarnan í eigu sveitarfélagana og er hægt að opna með skömmum fyrirvara, s.s. félagsheimili, skólar og íþróttahús. Hins vegar getur komið upp sú staða að húsnæðið sem var ætlað fyrir fjöldahjálparstöð er ekki til taks eða óhentugt hvað varðar staðsetningu eða nálægð við atvik. Þá er það á ábyrgð lögreglunnar í umdæminu að finna hentugt húsnæði í samráði við viðkomandi sveitarfélag. Samkvæmt lögum um almannavarnir 82/2008 útvegar sveitarfélag húsnæði undir fjöldahjálparstöð endurgjaldslaust, en Rauði krossinn greiðir fyrir allan þann búnað sem þarf til að opna hana, þjálfun sjálfboðaliða, rekstur og aðrar nauðsynjar svo sem mat og drykk. Skiptir sjálfboðastarf máli í neyðarvörnum? Rauði krossinn reiðir sig algjörlega á sjálfboðaliða í sínum fjölbreyttu verkefnum og neyðarvarnir eru þar engin undantekning.Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum eru hluti af hjálparliði Almannavarna og taka þátt í þeim verkefnum sem Rauði krossinn ber ábyrgð á, svo sem opnun og rekstur fjöldahjálpastöðva. Í þeim fáu tilfellum sem það hefur gerst að sjálfboðaliðar eru ekki til taks í grennd við atburðinn hefur það reynst áskorun fyrir Rauða krossinn að bregðast við og veita þessa bráðnauðsynleg þjónustu. . Þess vegna skiptir það miklu máli að um allt land sé öflugt net sjálfboðaliða sem geta brugðist við og hjálpað í sínu nærsamfélagi þegar neyðarástand skapast. Þannig verðum við öll öruggari í okkar fagra en oft ófyrirsjáanlega landi.Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum getur þú nálgast allar upplýsingar og umsóknareyðublað inn á www.raudikrossinn.is. Höfundur er teymisstjóri Neyðarvarna hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi opnar fjöldahjálparstöðvar reglulega um land allt vegna óveðra, náttúruhamfara, slysa og ýmissa annarra atburða. Til að koma fólki í skjól eins fljótt og auðið er, er gert ráð fyrir því að hægt sé að opna fjöldahjálpastöð með skömmum fyrirvara. Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru nauðsynlegur hlekkur í opnun fjöldahjálpastöðva um land allt og eru til staðar í sínu nærsamfélagi þegar á reynir. Þjónustan tekur mið af atvikinu Misjafnt er eftir atburðum hvaða þjónustu þarf að bjóða upp á í fjöldahjálparstöð en í upphafi er almennt verið að horfa til grunnþarfa einstaklinga, svo sem húsaskjóls, matar og annarra brýnna nauðsynja. Það fer svo eftir umfangi atburða hvort bæta þurfi við frekari stuðningi fyrir þau sem dvelja í fjöldahjálparstöð, en þá er önnur þjónusta svo sem sálrænn stuðningur, ráðgjöf og upplýsingagjöf virkjuð. Mikilvægt er að starfsemi í fjöldahjálparstöð sé í samræmi við atvikið sem um ræðir og oft þarf að hafa hraðar hendur og finna lausnir á staðnum, þar sem engin tvö atvik eru eins. Einstaklingar sem þurfa að dvelja í fjöldahjálparstöðvum í skemmri eða lengri tíma hafa oftar en ekki lent í erfiðum aðstæðum s.s. óveðri, náttúruhamförum eða slysi. Alla jafna vita sjálfboðaliðar Rauða krossins ekki við hverju er að búast þegar þeir fara á staðinn en þeir mæta og styðja við einstaklingana á meðan dvöl þeirra stendur en fólk getur upplifað misjafnar tilfinningar á meðan dvöl í fjöldahjálparstöð stendur, allt frá sorg, hræðslu og reiði yfir í mikið þakklæti. Hvar eru svo þessar fjöldahjálparstöðvar? Fjöldahjálpastöðvar um land allt eru gjarnan í eigu sveitarfélagana og er hægt að opna með skömmum fyrirvara, s.s. félagsheimili, skólar og íþróttahús. Hins vegar getur komið upp sú staða að húsnæðið sem var ætlað fyrir fjöldahjálparstöð er ekki til taks eða óhentugt hvað varðar staðsetningu eða nálægð við atvik. Þá er það á ábyrgð lögreglunnar í umdæminu að finna hentugt húsnæði í samráði við viðkomandi sveitarfélag. Samkvæmt lögum um almannavarnir 82/2008 útvegar sveitarfélag húsnæði undir fjöldahjálparstöð endurgjaldslaust, en Rauði krossinn greiðir fyrir allan þann búnað sem þarf til að opna hana, þjálfun sjálfboðaliða, rekstur og aðrar nauðsynjar svo sem mat og drykk. Skiptir sjálfboðastarf máli í neyðarvörnum? Rauði krossinn reiðir sig algjörlega á sjálfboðaliða í sínum fjölbreyttu verkefnum og neyðarvarnir eru þar engin undantekning.Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum eru hluti af hjálparliði Almannavarna og taka þátt í þeim verkefnum sem Rauði krossinn ber ábyrgð á, svo sem opnun og rekstur fjöldahjálpastöðva. Í þeim fáu tilfellum sem það hefur gerst að sjálfboðaliðar eru ekki til taks í grennd við atburðinn hefur það reynst áskorun fyrir Rauða krossinn að bregðast við og veita þessa bráðnauðsynleg þjónustu. . Þess vegna skiptir það miklu máli að um allt land sé öflugt net sjálfboðaliða sem geta brugðist við og hjálpað í sínu nærsamfélagi þegar neyðarástand skapast. Þannig verðum við öll öruggari í okkar fagra en oft ófyrirsjáanlega landi.Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum getur þú nálgast allar upplýsingar og umsóknareyðublað inn á www.raudikrossinn.is. Höfundur er teymisstjóri Neyðarvarna hjá Rauða krossinum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun