Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2024 11:02 Cameron Carter-Vickers niðurlútur eftir að hafa skorað sjálfsmark í leik Celtic og Club Brugge. getty/Ian MacNicol Liverpool vann Real Madrid og PSV Eindhoven og Benfica áttu magnaðar endurkomur í Meistaradeild Evrópu í gær. Alls voru 27 mörk skoruð í Meistaradeildinni í gær en eitt þeirra var með skrautlegri sjálfsmörkum seinni ára. Öll mörkin má sjá í fréttinni. Á Anfield vann Liverpool 2-0 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid. Alexis Mac Allister og Cody Gakpo skoruðu mörkin í seinni hálfleik. Bæði lið klúðruðu vítaspyrnum í leiknum. Caoimhin Kelleher varði víti frá Kylian Mbappé og Mohamed Salah skaut framhjá. Liverpool er á toppi Meistaradeildarinnar með fullt hús stiga en Real Madrid er aðeins með sex stig. Ótrúlegt sjálfsmark leit dagsins ljós þegar Celtic gerði 1-1 jafntefli við Club Brugge á heimavelli. Sir Rod Stewart var á Celtic Park og sá Cameron Carter-Vickers setja boltann í eigið mark undir engri pressu á 26. mínútu. Sem betur fer fyrir hann jafnaði Daizen Maeda fyrir Celtic eftir klukkutíma. Þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka vann PSV Shakhtar Donetsk, 3-2, á Philips Stadion. Úkraínska liðið komst í 0-2 með mörkum frá Danylo Sikan og Oleksandr Zubkov. En Bandaríkjamennirnir í heimaliðinu, Malik Tillman og Ricardo Pepi, komu þeim til bjargar. Tillman jafnaði með tveimur mörkum og Pepi skoraði svo sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Ángel Di María hefur engu gleymt og lagði upp tvö mörk undir lokin þegar Benfica sigraði Monaco, 2-3. Eliesse Ben Seghir kom Monaco yfir en Vangelis Pavlidis jafnaði fyrir Benfica. Soungoutou Magassa kom heimamönnum aftur yfir en Arthur Cabral jafnaði fyrir gestina eftir sendingu frá Di María. Argentínumaðurinn lagði svo upp sigurmark Benfica fyrir Zeki Amdouni þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Borussia Dortmund gerði góða ferð til Króatíu og vann 0-3 sigur á Dinamo Zagreb. Jamie Gittens, Ramy Bensebaini og Serhou Guirassy skoruðu mörk þýska liðsins. Hákon Arnar Haraldsson kom inn á sem varamaður þegar Lille sigraði Bologna, 1-2. Ngal'ayel Mukau, tvítugur Belgi, skoraði bæði mörk franska liðsins en Jhon Lucumí gerði mark Ítalanna. Það var fyrsta mark Bologna í Meistaradeildinni í vetur. Rauða stjarnan gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir Stuttgart á heimavelli, 5-1. Nemanja Radonjic skoraði tvö mörk fyrir serbnesku meistarana og Silas, Rade Krunic og Mirko Ivanic sitt markið hver. Ermedin Demirović skoraði mark þýska liðsins. Mika Biereth tryggði Sturm Graz sigur á Girona, 1-0, en ekkert mark var skorað í leik Aston Villa og Juventus á Villa Park. Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Gott gengi lærisveina Arne Slot hjá Liverpool virðist engan endi ætla að taka. Í kvöld vann Rauði herinn sannfærandi 2-0 sigur á Real Madríd þar sem bæði liðin brenndu af vítaspyrnu. Gestirnir frá Madríd eru hins vegar í vondum málum eftir þrjú töp í fimm leikjum. 27. nóvember 2024 19:32 „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Caoimhin Kelleher hafði kannski ekki mikið að gera í marki Liverpool í kvöld þegar liðið frá Bítlaborginni lagði Evrópumeistara Real Madríd 2-0 og er því enn með fullt hús stiga á toppi Meistaradeildar Evrópu. 27. nóvember 2024 23:32 Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Hákon Arnar Haraldsson lék síðustu mínúturnar í frábærum 2-1 útisigri Lille á Bologna. Landsliðsmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli undnafarnar vikur eftir að meiðast á æfingu með íslenska landsliðinu. 27. nóvember 2024 22:32 Dramatík á Villa Park Morgan Rogers hélt hann hefði tryggt Aston Villa dramatískan sigur á Juventus með marki í uppbótartíma þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Markið var hins vegar dæmt af og leiknum lauk með markalausu jafntefli. 27. nóvember 2024 19:32 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Á Anfield vann Liverpool 2-0 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid. Alexis Mac Allister og Cody Gakpo skoruðu mörkin í seinni hálfleik. Bæði lið klúðruðu vítaspyrnum í leiknum. Caoimhin Kelleher varði víti frá Kylian Mbappé og Mohamed Salah skaut framhjá. Liverpool er á toppi Meistaradeildarinnar með fullt hús stiga en Real Madrid er aðeins með sex stig. Ótrúlegt sjálfsmark leit dagsins ljós þegar Celtic gerði 1-1 jafntefli við Club Brugge á heimavelli. Sir Rod Stewart var á Celtic Park og sá Cameron Carter-Vickers setja boltann í eigið mark undir engri pressu á 26. mínútu. Sem betur fer fyrir hann jafnaði Daizen Maeda fyrir Celtic eftir klukkutíma. Þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka vann PSV Shakhtar Donetsk, 3-2, á Philips Stadion. Úkraínska liðið komst í 0-2 með mörkum frá Danylo Sikan og Oleksandr Zubkov. En Bandaríkjamennirnir í heimaliðinu, Malik Tillman og Ricardo Pepi, komu þeim til bjargar. Tillman jafnaði með tveimur mörkum og Pepi skoraði svo sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Ángel Di María hefur engu gleymt og lagði upp tvö mörk undir lokin þegar Benfica sigraði Monaco, 2-3. Eliesse Ben Seghir kom Monaco yfir en Vangelis Pavlidis jafnaði fyrir Benfica. Soungoutou Magassa kom heimamönnum aftur yfir en Arthur Cabral jafnaði fyrir gestina eftir sendingu frá Di María. Argentínumaðurinn lagði svo upp sigurmark Benfica fyrir Zeki Amdouni þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Borussia Dortmund gerði góða ferð til Króatíu og vann 0-3 sigur á Dinamo Zagreb. Jamie Gittens, Ramy Bensebaini og Serhou Guirassy skoruðu mörk þýska liðsins. Hákon Arnar Haraldsson kom inn á sem varamaður þegar Lille sigraði Bologna, 1-2. Ngal'ayel Mukau, tvítugur Belgi, skoraði bæði mörk franska liðsins en Jhon Lucumí gerði mark Ítalanna. Það var fyrsta mark Bologna í Meistaradeildinni í vetur. Rauða stjarnan gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir Stuttgart á heimavelli, 5-1. Nemanja Radonjic skoraði tvö mörk fyrir serbnesku meistarana og Silas, Rade Krunic og Mirko Ivanic sitt markið hver. Ermedin Demirović skoraði mark þýska liðsins. Mika Biereth tryggði Sturm Graz sigur á Girona, 1-0, en ekkert mark var skorað í leik Aston Villa og Juventus á Villa Park. Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Gott gengi lærisveina Arne Slot hjá Liverpool virðist engan endi ætla að taka. Í kvöld vann Rauði herinn sannfærandi 2-0 sigur á Real Madríd þar sem bæði liðin brenndu af vítaspyrnu. Gestirnir frá Madríd eru hins vegar í vondum málum eftir þrjú töp í fimm leikjum. 27. nóvember 2024 19:32 „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Caoimhin Kelleher hafði kannski ekki mikið að gera í marki Liverpool í kvöld þegar liðið frá Bítlaborginni lagði Evrópumeistara Real Madríd 2-0 og er því enn með fullt hús stiga á toppi Meistaradeildar Evrópu. 27. nóvember 2024 23:32 Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Hákon Arnar Haraldsson lék síðustu mínúturnar í frábærum 2-1 útisigri Lille á Bologna. Landsliðsmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli undnafarnar vikur eftir að meiðast á æfingu með íslenska landsliðinu. 27. nóvember 2024 22:32 Dramatík á Villa Park Morgan Rogers hélt hann hefði tryggt Aston Villa dramatískan sigur á Juventus með marki í uppbótartíma þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Markið var hins vegar dæmt af og leiknum lauk með markalausu jafntefli. 27. nóvember 2024 19:32 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Gott gengi lærisveina Arne Slot hjá Liverpool virðist engan endi ætla að taka. Í kvöld vann Rauði herinn sannfærandi 2-0 sigur á Real Madríd þar sem bæði liðin brenndu af vítaspyrnu. Gestirnir frá Madríd eru hins vegar í vondum málum eftir þrjú töp í fimm leikjum. 27. nóvember 2024 19:32
„Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Caoimhin Kelleher hafði kannski ekki mikið að gera í marki Liverpool í kvöld þegar liðið frá Bítlaborginni lagði Evrópumeistara Real Madríd 2-0 og er því enn með fullt hús stiga á toppi Meistaradeildar Evrópu. 27. nóvember 2024 23:32
Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Hákon Arnar Haraldsson lék síðustu mínúturnar í frábærum 2-1 útisigri Lille á Bologna. Landsliðsmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli undnafarnar vikur eftir að meiðast á æfingu með íslenska landsliðinu. 27. nóvember 2024 22:32
Dramatík á Villa Park Morgan Rogers hélt hann hefði tryggt Aston Villa dramatískan sigur á Juventus með marki í uppbótartíma þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Markið var hins vegar dæmt af og leiknum lauk með markalausu jafntefli. 27. nóvember 2024 19:32