Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2024 11:33 Ásmundur Einar Daðason undirritaði reglugerðina í morgun. Stjórnarráðið Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur undirritað nýja reglugerð um afrekssjóð í skák. Reglugerðin tilgreinir með hvaða hætti styrkveitingar til skákmanna munu fara fram. Markmiðið með reglugerðinni er að búa afreksskákmönnum og efnilegum skákmönnum fjárhagslega og faglega umgjörð til að hámarka árangur sinn í skák. „Íslenskir skákmenn hafa náð framúrskarandi árangri á alþjóðavísu. Við viljum halda áfram að styðja við öflugt afreksstarf hérlendis og búa til umgjörð utan um stuðninginn sem hvetur til iðkunar og árangurs, líkt og þekkist í öðrum greinum,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, í tilkynningu um málið á vef stjórnarráðsins. Þar kemur einnig fram að ný lög um skák taki gildi 1. febrúar 2025. Þá verði störf og föst laun stórmeistara lögð niður. Auk styrkja til stórmeistara verði þá einnig hægt að úthluta styrkjum til framúrskarandi eða efnilegra skákmanna úr nýjum afrekssjóði. Stórmeistarar á launum frá ríkinu munu njóta forgangs til styrkja árið 2025. Auglýst er árlega eftir umsóknum í afrekssjóð út frá stefnu og skilyrðum sjóðsins. Stjórn sjóðsins metur umsóknir og leggur fram tillögur að úthlutun til ráðherra. Miðað er við að úthlutun styrkja sé tilkynnt fyrir 1. febrúar ár hvert. Þá kemur fram að ráðherra mun skipa þrjá fulltrúa í stjórn afrekssjóðs í skák til þriggja ára í senn, tvo samkvæmt tilnefningu Skáksambands Íslands og einn án tilnefningar. Stjórn leggur fram tillögu til ráðherra um stefnu við úthlutun styrkja úr sjóðnum til þriggja ára í senn og um styrkveitingar úr sjóðnum, auk þess að fylgjast með því að skákmenn sem fá úthlutað úr sjóðnum fari að skilmálum. Fram kemur í tilkynningu að heimilt verði að gera þær kröfur til umsækjenda að þeir njóti ekki annarra launa eða greiðslna á því tímabili sem styrkurinn nær til og gera kröfu um endurgreiðslu ef ákvæðum styrktarsamnings er ekki fylgt. Til að bæta stöðu og auka möguleika kvenna í skák er heimilt að setja mismunandi skilyrði styrkveitinga fyrir kynin. Skák Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
„Íslenskir skákmenn hafa náð framúrskarandi árangri á alþjóðavísu. Við viljum halda áfram að styðja við öflugt afreksstarf hérlendis og búa til umgjörð utan um stuðninginn sem hvetur til iðkunar og árangurs, líkt og þekkist í öðrum greinum,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, í tilkynningu um málið á vef stjórnarráðsins. Þar kemur einnig fram að ný lög um skák taki gildi 1. febrúar 2025. Þá verði störf og föst laun stórmeistara lögð niður. Auk styrkja til stórmeistara verði þá einnig hægt að úthluta styrkjum til framúrskarandi eða efnilegra skákmanna úr nýjum afrekssjóði. Stórmeistarar á launum frá ríkinu munu njóta forgangs til styrkja árið 2025. Auglýst er árlega eftir umsóknum í afrekssjóð út frá stefnu og skilyrðum sjóðsins. Stjórn sjóðsins metur umsóknir og leggur fram tillögur að úthlutun til ráðherra. Miðað er við að úthlutun styrkja sé tilkynnt fyrir 1. febrúar ár hvert. Þá kemur fram að ráðherra mun skipa þrjá fulltrúa í stjórn afrekssjóðs í skák til þriggja ára í senn, tvo samkvæmt tilnefningu Skáksambands Íslands og einn án tilnefningar. Stjórn leggur fram tillögu til ráðherra um stefnu við úthlutun styrkja úr sjóðnum til þriggja ára í senn og um styrkveitingar úr sjóðnum, auk þess að fylgjast með því að skákmenn sem fá úthlutað úr sjóðnum fari að skilmálum. Fram kemur í tilkynningu að heimilt verði að gera þær kröfur til umsækjenda að þeir njóti ekki annarra launa eða greiðslna á því tímabili sem styrkurinn nær til og gera kröfu um endurgreiðslu ef ákvæðum styrktarsamnings er ekki fylgt. Til að bæta stöðu og auka möguleika kvenna í skák er heimilt að setja mismunandi skilyrði styrkveitinga fyrir kynin.
Skák Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira