Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2024 11:33 Ásmundur Einar Daðason undirritaði reglugerðina í morgun. Stjórnarráðið Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur undirritað nýja reglugerð um afrekssjóð í skák. Reglugerðin tilgreinir með hvaða hætti styrkveitingar til skákmanna munu fara fram. Markmiðið með reglugerðinni er að búa afreksskákmönnum og efnilegum skákmönnum fjárhagslega og faglega umgjörð til að hámarka árangur sinn í skák. „Íslenskir skákmenn hafa náð framúrskarandi árangri á alþjóðavísu. Við viljum halda áfram að styðja við öflugt afreksstarf hérlendis og búa til umgjörð utan um stuðninginn sem hvetur til iðkunar og árangurs, líkt og þekkist í öðrum greinum,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, í tilkynningu um málið á vef stjórnarráðsins. Þar kemur einnig fram að ný lög um skák taki gildi 1. febrúar 2025. Þá verði störf og föst laun stórmeistara lögð niður. Auk styrkja til stórmeistara verði þá einnig hægt að úthluta styrkjum til framúrskarandi eða efnilegra skákmanna úr nýjum afrekssjóði. Stórmeistarar á launum frá ríkinu munu njóta forgangs til styrkja árið 2025. Auglýst er árlega eftir umsóknum í afrekssjóð út frá stefnu og skilyrðum sjóðsins. Stjórn sjóðsins metur umsóknir og leggur fram tillögur að úthlutun til ráðherra. Miðað er við að úthlutun styrkja sé tilkynnt fyrir 1. febrúar ár hvert. Þá kemur fram að ráðherra mun skipa þrjá fulltrúa í stjórn afrekssjóðs í skák til þriggja ára í senn, tvo samkvæmt tilnefningu Skáksambands Íslands og einn án tilnefningar. Stjórn leggur fram tillögu til ráðherra um stefnu við úthlutun styrkja úr sjóðnum til þriggja ára í senn og um styrkveitingar úr sjóðnum, auk þess að fylgjast með því að skákmenn sem fá úthlutað úr sjóðnum fari að skilmálum. Fram kemur í tilkynningu að heimilt verði að gera þær kröfur til umsækjenda að þeir njóti ekki annarra launa eða greiðslna á því tímabili sem styrkurinn nær til og gera kröfu um endurgreiðslu ef ákvæðum styrktarsamnings er ekki fylgt. Til að bæta stöðu og auka möguleika kvenna í skák er heimilt að setja mismunandi skilyrði styrkveitinga fyrir kynin. Skák Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
„Íslenskir skákmenn hafa náð framúrskarandi árangri á alþjóðavísu. Við viljum halda áfram að styðja við öflugt afreksstarf hérlendis og búa til umgjörð utan um stuðninginn sem hvetur til iðkunar og árangurs, líkt og þekkist í öðrum greinum,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, í tilkynningu um málið á vef stjórnarráðsins. Þar kemur einnig fram að ný lög um skák taki gildi 1. febrúar 2025. Þá verði störf og föst laun stórmeistara lögð niður. Auk styrkja til stórmeistara verði þá einnig hægt að úthluta styrkjum til framúrskarandi eða efnilegra skákmanna úr nýjum afrekssjóði. Stórmeistarar á launum frá ríkinu munu njóta forgangs til styrkja árið 2025. Auglýst er árlega eftir umsóknum í afrekssjóð út frá stefnu og skilyrðum sjóðsins. Stjórn sjóðsins metur umsóknir og leggur fram tillögur að úthlutun til ráðherra. Miðað er við að úthlutun styrkja sé tilkynnt fyrir 1. febrúar ár hvert. Þá kemur fram að ráðherra mun skipa þrjá fulltrúa í stjórn afrekssjóðs í skák til þriggja ára í senn, tvo samkvæmt tilnefningu Skáksambands Íslands og einn án tilnefningar. Stjórn leggur fram tillögu til ráðherra um stefnu við úthlutun styrkja úr sjóðnum til þriggja ára í senn og um styrkveitingar úr sjóðnum, auk þess að fylgjast með því að skákmenn sem fá úthlutað úr sjóðnum fari að skilmálum. Fram kemur í tilkynningu að heimilt verði að gera þær kröfur til umsækjenda að þeir njóti ekki annarra launa eða greiðslna á því tímabili sem styrkurinn nær til og gera kröfu um endurgreiðslu ef ákvæðum styrktarsamnings er ekki fylgt. Til að bæta stöðu og auka möguleika kvenna í skák er heimilt að setja mismunandi skilyrði styrkveitinga fyrir kynin.
Skák Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum