Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 12:51 Oft nota pólitískir flokkar stór orð sem segja lítið. Orð eins og „frelsi“, „réttlæti“, „frjálslyndi“, „íhaldssemi“. En það sem sem kjósendur vilja fá, eru skýringar. Hvað felst eiginlega í þessum hugtökum? Ég er á lista Viðreisnar vegna þess að ég trúi á frjálslyndi og frelsi einstaklingsins. Það sem heillar mig við þessa hugmynd er einfaldlega það, að við sem einstaklingar, eigum að hafa rétt til að lifa lífi okkar á eigin forsendum, svo lengi sem við sköðum ekki aðra. Ég trúi því að hver og einn eigi rétt á að taka eigin ákvarðanir, frekar en að ríkið eða aðrir blandi sér óþarflega í okkar líf. Þetta gerir okkur ekki bara sjálfstæð, heldur veitir okkur tækifæri til að nýta hæfileika okkar til fulls. Frjálslyndi og frelsi eru ekki bara orð, þau eru kjarninn í þeirri stefnu sem Viðreisn stendur fyrir. Við viljum sjá opinn markað, þar sem samkeppni eykur nýsköpun og lækkar verðlag. Við viljum líka tryggja réttindi allra – hvort sem það snýr að því að velja hvern við elskum, velja okkur nafn, stunda okkar íþrótt eða hafa val um það sem við kaupum og hvenær. Tökum dæmi um áfengi í matvöruverslunum. Þetta snýst ekki um að hvetja fólk til að drekka meira, heldur um það að við sem einstaklingar fáum að taka ábyrgð á lífi okkar. Ef ég vil kaupa áfengi, þá er það mitt val hvort það sé á sunnudegi eða á fimmtudegi eftir kl. 20. Ef áfengi hentar mér ekki, þá sleppi ég því. Þetta er í raun kjarninn í því sem ég tel að frjálslynt samfélag á að vera. Þar sem við fáum að taka eigin ákvarðanir út frá okkar eigin óskum, ekki á grundvelli fyrirmæla frá ríkinu. Það sama gildir um bardagaíþróttir. Ef ég vil keppa í hnefaleikum – sem er áhættusöm íþrótt – þá ætti ekki að vera á valdi ríkisins að banna mér það. Ef ég vel að taka þá áhættu, þá tek ég ábyrgð á henni sjálf. Frelsi til að velja og taka ákvarðanir, jafnvel þegar þær eru áhættusamar. Kjarni sjálfræðis er að við fáum að taka ábyrgð á lífi okkar. Viðreisn trúir á frelsi, en við trúum líka á ábyrgð. Við viljum að ríkið grípi ekki óþarflega inn í líf okkar. Við viljum minnka ríkisafskipti og einfalda stjórnsýslu, en á sama tíma styrkja og varðveita grunnstoðir samfélagsins. Það þýðir að við viljum ekki sjá ríkisvaldið stýra eða stjórna öllum þáttum lífs okkar, en við teljum að við eigum að tryggja þær mikilvægu stofnanir sem við öll þurfum til að samfélagið virki vel. Frelsi og ábyrgð einstaklingsins er grundvöllurinn að betra samfélagi. Við viljum að allir hafi tækifæri til að lifa lífinu á eigin forsendum. Breytum þessu, saman. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Rvk kjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Oft nota pólitískir flokkar stór orð sem segja lítið. Orð eins og „frelsi“, „réttlæti“, „frjálslyndi“, „íhaldssemi“. En það sem sem kjósendur vilja fá, eru skýringar. Hvað felst eiginlega í þessum hugtökum? Ég er á lista Viðreisnar vegna þess að ég trúi á frjálslyndi og frelsi einstaklingsins. Það sem heillar mig við þessa hugmynd er einfaldlega það, að við sem einstaklingar, eigum að hafa rétt til að lifa lífi okkar á eigin forsendum, svo lengi sem við sköðum ekki aðra. Ég trúi því að hver og einn eigi rétt á að taka eigin ákvarðanir, frekar en að ríkið eða aðrir blandi sér óþarflega í okkar líf. Þetta gerir okkur ekki bara sjálfstæð, heldur veitir okkur tækifæri til að nýta hæfileika okkar til fulls. Frjálslyndi og frelsi eru ekki bara orð, þau eru kjarninn í þeirri stefnu sem Viðreisn stendur fyrir. Við viljum sjá opinn markað, þar sem samkeppni eykur nýsköpun og lækkar verðlag. Við viljum líka tryggja réttindi allra – hvort sem það snýr að því að velja hvern við elskum, velja okkur nafn, stunda okkar íþrótt eða hafa val um það sem við kaupum og hvenær. Tökum dæmi um áfengi í matvöruverslunum. Þetta snýst ekki um að hvetja fólk til að drekka meira, heldur um það að við sem einstaklingar fáum að taka ábyrgð á lífi okkar. Ef ég vil kaupa áfengi, þá er það mitt val hvort það sé á sunnudegi eða á fimmtudegi eftir kl. 20. Ef áfengi hentar mér ekki, þá sleppi ég því. Þetta er í raun kjarninn í því sem ég tel að frjálslynt samfélag á að vera. Þar sem við fáum að taka eigin ákvarðanir út frá okkar eigin óskum, ekki á grundvelli fyrirmæla frá ríkinu. Það sama gildir um bardagaíþróttir. Ef ég vil keppa í hnefaleikum – sem er áhættusöm íþrótt – þá ætti ekki að vera á valdi ríkisins að banna mér það. Ef ég vel að taka þá áhættu, þá tek ég ábyrgð á henni sjálf. Frelsi til að velja og taka ákvarðanir, jafnvel þegar þær eru áhættusamar. Kjarni sjálfræðis er að við fáum að taka ábyrgð á lífi okkar. Viðreisn trúir á frelsi, en við trúum líka á ábyrgð. Við viljum að ríkið grípi ekki óþarflega inn í líf okkar. Við viljum minnka ríkisafskipti og einfalda stjórnsýslu, en á sama tíma styrkja og varðveita grunnstoðir samfélagsins. Það þýðir að við viljum ekki sjá ríkisvaldið stýra eða stjórna öllum þáttum lífs okkar, en við teljum að við eigum að tryggja þær mikilvægu stofnanir sem við öll þurfum til að samfélagið virki vel. Frelsi og ábyrgð einstaklingsins er grundvöllurinn að betra samfélagi. Við viljum að allir hafi tækifæri til að lifa lífinu á eigin forsendum. Breytum þessu, saman. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Rvk kjördæmi suður.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun