Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 12:51 Oft nota pólitískir flokkar stór orð sem segja lítið. Orð eins og „frelsi“, „réttlæti“, „frjálslyndi“, „íhaldssemi“. En það sem sem kjósendur vilja fá, eru skýringar. Hvað felst eiginlega í þessum hugtökum? Ég er á lista Viðreisnar vegna þess að ég trúi á frjálslyndi og frelsi einstaklingsins. Það sem heillar mig við þessa hugmynd er einfaldlega það, að við sem einstaklingar, eigum að hafa rétt til að lifa lífi okkar á eigin forsendum, svo lengi sem við sköðum ekki aðra. Ég trúi því að hver og einn eigi rétt á að taka eigin ákvarðanir, frekar en að ríkið eða aðrir blandi sér óþarflega í okkar líf. Þetta gerir okkur ekki bara sjálfstæð, heldur veitir okkur tækifæri til að nýta hæfileika okkar til fulls. Frjálslyndi og frelsi eru ekki bara orð, þau eru kjarninn í þeirri stefnu sem Viðreisn stendur fyrir. Við viljum sjá opinn markað, þar sem samkeppni eykur nýsköpun og lækkar verðlag. Við viljum líka tryggja réttindi allra – hvort sem það snýr að því að velja hvern við elskum, velja okkur nafn, stunda okkar íþrótt eða hafa val um það sem við kaupum og hvenær. Tökum dæmi um áfengi í matvöruverslunum. Þetta snýst ekki um að hvetja fólk til að drekka meira, heldur um það að við sem einstaklingar fáum að taka ábyrgð á lífi okkar. Ef ég vil kaupa áfengi, þá er það mitt val hvort það sé á sunnudegi eða á fimmtudegi eftir kl. 20. Ef áfengi hentar mér ekki, þá sleppi ég því. Þetta er í raun kjarninn í því sem ég tel að frjálslynt samfélag á að vera. Þar sem við fáum að taka eigin ákvarðanir út frá okkar eigin óskum, ekki á grundvelli fyrirmæla frá ríkinu. Það sama gildir um bardagaíþróttir. Ef ég vil keppa í hnefaleikum – sem er áhættusöm íþrótt – þá ætti ekki að vera á valdi ríkisins að banna mér það. Ef ég vel að taka þá áhættu, þá tek ég ábyrgð á henni sjálf. Frelsi til að velja og taka ákvarðanir, jafnvel þegar þær eru áhættusamar. Kjarni sjálfræðis er að við fáum að taka ábyrgð á lífi okkar. Viðreisn trúir á frelsi, en við trúum líka á ábyrgð. Við viljum að ríkið grípi ekki óþarflega inn í líf okkar. Við viljum minnka ríkisafskipti og einfalda stjórnsýslu, en á sama tíma styrkja og varðveita grunnstoðir samfélagsins. Það þýðir að við viljum ekki sjá ríkisvaldið stýra eða stjórna öllum þáttum lífs okkar, en við teljum að við eigum að tryggja þær mikilvægu stofnanir sem við öll þurfum til að samfélagið virki vel. Frelsi og ábyrgð einstaklingsins er grundvöllurinn að betra samfélagi. Við viljum að allir hafi tækifæri til að lifa lífinu á eigin forsendum. Breytum þessu, saman. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Rvk kjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Oft nota pólitískir flokkar stór orð sem segja lítið. Orð eins og „frelsi“, „réttlæti“, „frjálslyndi“, „íhaldssemi“. En það sem sem kjósendur vilja fá, eru skýringar. Hvað felst eiginlega í þessum hugtökum? Ég er á lista Viðreisnar vegna þess að ég trúi á frjálslyndi og frelsi einstaklingsins. Það sem heillar mig við þessa hugmynd er einfaldlega það, að við sem einstaklingar, eigum að hafa rétt til að lifa lífi okkar á eigin forsendum, svo lengi sem við sköðum ekki aðra. Ég trúi því að hver og einn eigi rétt á að taka eigin ákvarðanir, frekar en að ríkið eða aðrir blandi sér óþarflega í okkar líf. Þetta gerir okkur ekki bara sjálfstæð, heldur veitir okkur tækifæri til að nýta hæfileika okkar til fulls. Frjálslyndi og frelsi eru ekki bara orð, þau eru kjarninn í þeirri stefnu sem Viðreisn stendur fyrir. Við viljum sjá opinn markað, þar sem samkeppni eykur nýsköpun og lækkar verðlag. Við viljum líka tryggja réttindi allra – hvort sem það snýr að því að velja hvern við elskum, velja okkur nafn, stunda okkar íþrótt eða hafa val um það sem við kaupum og hvenær. Tökum dæmi um áfengi í matvöruverslunum. Þetta snýst ekki um að hvetja fólk til að drekka meira, heldur um það að við sem einstaklingar fáum að taka ábyrgð á lífi okkar. Ef ég vil kaupa áfengi, þá er það mitt val hvort það sé á sunnudegi eða á fimmtudegi eftir kl. 20. Ef áfengi hentar mér ekki, þá sleppi ég því. Þetta er í raun kjarninn í því sem ég tel að frjálslynt samfélag á að vera. Þar sem við fáum að taka eigin ákvarðanir út frá okkar eigin óskum, ekki á grundvelli fyrirmæla frá ríkinu. Það sama gildir um bardagaíþróttir. Ef ég vil keppa í hnefaleikum – sem er áhættusöm íþrótt – þá ætti ekki að vera á valdi ríkisins að banna mér það. Ef ég vel að taka þá áhættu, þá tek ég ábyrgð á henni sjálf. Frelsi til að velja og taka ákvarðanir, jafnvel þegar þær eru áhættusamar. Kjarni sjálfræðis er að við fáum að taka ábyrgð á lífi okkar. Viðreisn trúir á frelsi, en við trúum líka á ábyrgð. Við viljum að ríkið grípi ekki óþarflega inn í líf okkar. Við viljum minnka ríkisafskipti og einfalda stjórnsýslu, en á sama tíma styrkja og varðveita grunnstoðir samfélagsins. Það þýðir að við viljum ekki sjá ríkisvaldið stýra eða stjórna öllum þáttum lífs okkar, en við teljum að við eigum að tryggja þær mikilvægu stofnanir sem við öll þurfum til að samfélagið virki vel. Frelsi og ábyrgð einstaklingsins er grundvöllurinn að betra samfélagi. Við viljum að allir hafi tækifæri til að lifa lífinu á eigin forsendum. Breytum þessu, saman. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Rvk kjördæmi suður.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun