Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar 28. nóvember 2024 16:31 Í yfirstandandi kosningabaráttu hefur ítrekað verið bent á að málefni sem tengjast náttúrunni þyrftu að vera margfalt meira á dagskrá. Heilu umræðuþættirnir koma lítið, ef eitthvað, inn á umhverfismál. Vert er þó að segja frá mjög áhugaverðum fundi sem haldinn var laugardaginn 23. nóvember þar sem fulltrúar allra flokka sátu fyrir svörum um sjálfbæra nýtingu og verndun vistkerfa og loftslagsmál. Andrúmsloftið á þessum fundi endurspeglaði djúpar áhyggjur fólks og með honum voru send sterk skilaboð um mikilvægi þess að taka af fullri alvöru á málum. Hnattrænt neyðarástand Náttúra jarðar á sífellt meira undir högg að sækja vegna óvarkárrar hegðunar manna. Hættumerkin eru víða og eru m.a. rædd af mikilli ástríðu á risastórum alþjóðasamkomum Sameinuðu þjóðanna núna í haust um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Við búum við hnattrænt neyðarástand, sem lýsir sér í hruni líffræðilegrar fjölbreytni vegna óvarkárrar landnýtingar, ósjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda, mengunar, hraðrar útbreiðslu framandi ágengra tegunda og síðast en ekki síst hamfarahlýnunar. Skaðleg áhrif hins síðastnefnda blasa nú ítrekað við víðs vegar í heiminum. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda heilbrigðra vistkerfa sem við mennirnir erum hluti af og slík vistkerfi standa undir því að við getum átt blómlegt atvinnulíf og efnahag, mat á borðum okkar, hreint vatn, stjórn á útbreiðslu sjúkdóma og lífvænlega staði til að búa á; í stuttu máli jörð sem er fær um að fóstra líf. Ísland er ekki undanþegið þeim alþjóðlegu vandamálum sem hér hafa verið nefnd. Hér eru vistkerfi sem gefa okkur tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi ef við umgöngumst þau að skynsemi og vandvirkni. En það eru sannarlega blikur á lofti um framtíð margra þessara vistkerfa og í ljósi þeirra ógna sem ríkja verðum við að tryggja enn frekar sjónarmið sjálfbærrar nýtingar og verndar þegar við mótum stefnu og ákveðum hvernig við högum lífi okkar. Vistkerfi Íslands eru ekki einangruð fyrirbæri, heldur hluti af flóknu lífkerfi jarðar þar sem samspil margra þátta ræður úrslitum um framtíð lífs á plánetunni. Ábyrgð okkar er því mikil og þyngist stöðugt. Forystuhlutverk stjórnmálamanna Þessi staða er vissulega margþætt og flókin og auðvelt er að fórna höndum í ráðaleysi. Kannski skýrir það þá þögn sem hefur ríkt um þennan málaflokk í kosningabaráttunni; málið er kannski hreinlega „of stórt“? En ráðaleysi og höfnun er ekki valkostur núna. Hérlendis er mikil þekking til staðar og fjölmörg tækifæri til að bregðast rétt við ef vandað er til verka á komandi árum. Hér má benda á ýmis dæmi um gagnleg verkefni og hvetjandi umræður í samfélaginu. Leiðandi hlutverk stjórnvalda er hér geysilega veigamikið. Þess vegna verðum við að tryggja að rödd náttúrunnar verði sterk á því þingi sem við nú kjósum, þar sem þekking, skilningur og reynsla þingmanna skiptir höfuðmáli. Við skulum öll óska þess - eins og niðurstaða fundarins sem getið var í upphafi glögglega sýndi – að nýju Alþingi og ríkisstjórn auðnist að forgangsraða málefnum náttúrunnar. Það er forsenda góðs efnahags þjóðarinnar, heilbrigðis og velferðar samfélags okkar. Setjum náttúruna í fyrsta sæti! Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í yfirstandandi kosningabaráttu hefur ítrekað verið bent á að málefni sem tengjast náttúrunni þyrftu að vera margfalt meira á dagskrá. Heilu umræðuþættirnir koma lítið, ef eitthvað, inn á umhverfismál. Vert er þó að segja frá mjög áhugaverðum fundi sem haldinn var laugardaginn 23. nóvember þar sem fulltrúar allra flokka sátu fyrir svörum um sjálfbæra nýtingu og verndun vistkerfa og loftslagsmál. Andrúmsloftið á þessum fundi endurspeglaði djúpar áhyggjur fólks og með honum voru send sterk skilaboð um mikilvægi þess að taka af fullri alvöru á málum. Hnattrænt neyðarástand Náttúra jarðar á sífellt meira undir högg að sækja vegna óvarkárrar hegðunar manna. Hættumerkin eru víða og eru m.a. rædd af mikilli ástríðu á risastórum alþjóðasamkomum Sameinuðu þjóðanna núna í haust um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Við búum við hnattrænt neyðarástand, sem lýsir sér í hruni líffræðilegrar fjölbreytni vegna óvarkárrar landnýtingar, ósjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda, mengunar, hraðrar útbreiðslu framandi ágengra tegunda og síðast en ekki síst hamfarahlýnunar. Skaðleg áhrif hins síðastnefnda blasa nú ítrekað við víðs vegar í heiminum. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda heilbrigðra vistkerfa sem við mennirnir erum hluti af og slík vistkerfi standa undir því að við getum átt blómlegt atvinnulíf og efnahag, mat á borðum okkar, hreint vatn, stjórn á útbreiðslu sjúkdóma og lífvænlega staði til að búa á; í stuttu máli jörð sem er fær um að fóstra líf. Ísland er ekki undanþegið þeim alþjóðlegu vandamálum sem hér hafa verið nefnd. Hér eru vistkerfi sem gefa okkur tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi ef við umgöngumst þau að skynsemi og vandvirkni. En það eru sannarlega blikur á lofti um framtíð margra þessara vistkerfa og í ljósi þeirra ógna sem ríkja verðum við að tryggja enn frekar sjónarmið sjálfbærrar nýtingar og verndar þegar við mótum stefnu og ákveðum hvernig við högum lífi okkar. Vistkerfi Íslands eru ekki einangruð fyrirbæri, heldur hluti af flóknu lífkerfi jarðar þar sem samspil margra þátta ræður úrslitum um framtíð lífs á plánetunni. Ábyrgð okkar er því mikil og þyngist stöðugt. Forystuhlutverk stjórnmálamanna Þessi staða er vissulega margþætt og flókin og auðvelt er að fórna höndum í ráðaleysi. Kannski skýrir það þá þögn sem hefur ríkt um þennan málaflokk í kosningabaráttunni; málið er kannski hreinlega „of stórt“? En ráðaleysi og höfnun er ekki valkostur núna. Hérlendis er mikil þekking til staðar og fjölmörg tækifæri til að bregðast rétt við ef vandað er til verka á komandi árum. Hér má benda á ýmis dæmi um gagnleg verkefni og hvetjandi umræður í samfélaginu. Leiðandi hlutverk stjórnvalda er hér geysilega veigamikið. Þess vegna verðum við að tryggja að rödd náttúrunnar verði sterk á því þingi sem við nú kjósum, þar sem þekking, skilningur og reynsla þingmanna skiptir höfuðmáli. Við skulum öll óska þess - eins og niðurstaða fundarins sem getið var í upphafi glögglega sýndi – að nýju Alþingi og ríkisstjórn auðnist að forgangsraða málefnum náttúrunnar. Það er forsenda góðs efnahags þjóðarinnar, heilbrigðis og velferðar samfélags okkar. Setjum náttúruna í fyrsta sæti! Höfundur er líffræðingur.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun