Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 17:12 Komið er að lok kosningabaráttu sem hefur í senn verið áhugaverð og skemmtileg. Til hennar var boðað með skömmum fyrirvara sem varð til þess að flestum flokkum gafst ekki tími til að efna til prófkjara. Niðurstaðan var því sú að stillt var upp á lista og verð ég að segja að mjög vel hafi tekist til víðast hvar. Í sætum ofarlega á listum núna situr efnilegt og frambærilegt fólk sem líklega hefði ekki gefið kost á sér ef það hefði þurft að taka þátt í prófkjöri og sennilega margir líka sem ekki hefðu náð árangri með þeirri aðferð. Má þar minna á að núverandi starfandi forsætisráðherra kom einmitt inn á þing eftir uppstillingu. Í prófkjörum eru það oftast þeir sem starfað hafa lengst í viðkomandi flokki sem vegnar best það er ef viðkomandi sýnir áhuga á að gefa kost á sér áfram. Nánast óþekkt er að slíkir flokkshestar séu felldir í prófkjörum. Þá tel ég líklegt að einhverjir þeirra sem nú er líklegt að nái inn á þing hefðu aldrei náð því ef þeim hefði ekki verið stillt upp á lista. Í kjölfar forsetakosninganna í vor var talað um að fólk hafi kostið taktískt. Menn töldu að koma ætti í veg fyrir kjör fyrrverandi forsætisráðherra með því að kjósa þann sem líklegastur væri að fella hana. Sjálf var ég mjög ánægð með niðurstöðu kosninganna og er þeirrar skoðunar að forsetinn okkar hefði náð kjöri á eigin verðleikum en það er annað mál. Nú er aftur farið að tala um taktískar kosningar. Við sjáum í skoðanakönnunum að einhverjir flokkar eiga enga möguleika á að ná inn á þing. Þar falla dauð mörg atkvæði og eðlilegt að stuðningsmenn hafi af því áhyggjur. Þá hafa myndast tveir turnar flokka sem verið hafa í stjórnaraðstöðu. Og þar sem líklegt er að annar hvor þeirra verði skilgreindur sem sigurvegari kosninganna og fái þar með umboð til að mynda stjórn, skiptir máli hvor þeirra endar stærstur. Þar gæti skipt sköpum atkvæði þeirra sem velja að kjósa taktískt svo þeirra atkvæði nýtist. Spennan er nánast að verða óbærileg ekki síst varðandi það hvort veðrið verði í aðalhlutverki á kjördag eða ekki. Hvernig sem fer, styttist í sögulegar kosningar að lokinni sérlega skemmtilegrar kosningabaráttu. Höfundur er áhugamaður um almenna velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Komið er að lok kosningabaráttu sem hefur í senn verið áhugaverð og skemmtileg. Til hennar var boðað með skömmum fyrirvara sem varð til þess að flestum flokkum gafst ekki tími til að efna til prófkjara. Niðurstaðan var því sú að stillt var upp á lista og verð ég að segja að mjög vel hafi tekist til víðast hvar. Í sætum ofarlega á listum núna situr efnilegt og frambærilegt fólk sem líklega hefði ekki gefið kost á sér ef það hefði þurft að taka þátt í prófkjöri og sennilega margir líka sem ekki hefðu náð árangri með þeirri aðferð. Má þar minna á að núverandi starfandi forsætisráðherra kom einmitt inn á þing eftir uppstillingu. Í prófkjörum eru það oftast þeir sem starfað hafa lengst í viðkomandi flokki sem vegnar best það er ef viðkomandi sýnir áhuga á að gefa kost á sér áfram. Nánast óþekkt er að slíkir flokkshestar séu felldir í prófkjörum. Þá tel ég líklegt að einhverjir þeirra sem nú er líklegt að nái inn á þing hefðu aldrei náð því ef þeim hefði ekki verið stillt upp á lista. Í kjölfar forsetakosninganna í vor var talað um að fólk hafi kostið taktískt. Menn töldu að koma ætti í veg fyrir kjör fyrrverandi forsætisráðherra með því að kjósa þann sem líklegastur væri að fella hana. Sjálf var ég mjög ánægð með niðurstöðu kosninganna og er þeirrar skoðunar að forsetinn okkar hefði náð kjöri á eigin verðleikum en það er annað mál. Nú er aftur farið að tala um taktískar kosningar. Við sjáum í skoðanakönnunum að einhverjir flokkar eiga enga möguleika á að ná inn á þing. Þar falla dauð mörg atkvæði og eðlilegt að stuðningsmenn hafi af því áhyggjur. Þá hafa myndast tveir turnar flokka sem verið hafa í stjórnaraðstöðu. Og þar sem líklegt er að annar hvor þeirra verði skilgreindur sem sigurvegari kosninganna og fái þar með umboð til að mynda stjórn, skiptir máli hvor þeirra endar stærstur. Þar gæti skipt sköpum atkvæði þeirra sem velja að kjósa taktískt svo þeirra atkvæði nýtist. Spennan er nánast að verða óbærileg ekki síst varðandi það hvort veðrið verði í aðalhlutverki á kjördag eða ekki. Hvernig sem fer, styttist í sögulegar kosningar að lokinni sérlega skemmtilegrar kosningabaráttu. Höfundur er áhugamaður um almenna velferð.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar