Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Aron Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2024 09:32 Guðmundur Hreiðarsson starfar sem markmannsþjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta en þar er Caoimhin Kelleher, markmaður Liverpool landsliðsmarkmaður. Sá hefur verið að gera sig gildandi með Liverpool undanfarnar vikur. Vísir/Getty „Ég myndi gefa honum risa samning því hann er hverrar krónu virði,“ segir Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari írska landsliðsins um lærisvein sinn hjá landsliðinu sem hefur gripið tækifærið með Liverpool og slegið í gegn. Sem markmannsþjálfari írska landsliðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Heims Hallgrímssonar starfar Guðmundur með Caoimhin Kelleher sem hefur heldur betur gripið tækifærið með Liverpool í fjarveru aðalmarkmannsins Alisson, sem glímir við meiðsli, og varið hverja vítaspyrnuna á fætur annarri, nú síðast frá stórstjörnu Real Madrid, Kylian Mbappé, í leik sem lauk með 2-0 sigri Liverpool sem er á toppi bæði ensku úrvalsdeildarinnar sem og Meistaradeildarinnar um þessar mundir. Kelleher sá við Mbappé á vítapunktinumVísir/Getty Kelleher hefur verið á mála hjá Liverpool allan sinn atvinnumannaferil en ávallt sem varaskeifa. Írinn er aðeins 26 ára gamall og hefur sannað sig sem vítabani með því að verja fjórar af sex vítaspyrnum sem lið hans hefur fengið á sig upp á síðkastið. Þá hefur hann átt stórar vörslur með Liverpool og Írlandi, unnið stig fyrir sitt lið og gæði hans dyljast ekki Guðmundi sem hefur starfað með landsliðsþjálfaranum Heimi yfir langa hríð núna. „Þetta er flottur karakter. Góð persóna,“ segir Guðmundur um Kelleher. „Hann er búinn að vera hjá Liverpool frá því að hann var um sextán ára gamall. Þekkir ekkert annað en að vera í góðu liði, góðri liðsumgjörð. Kelleher er með náttúrulega hæfileika. Hann er mjög góður í öllu sem snýr að fótbolta. Hugsar vel um sig, er góður fótboltamaður, nútímamarkmaður sem les leikinn vel og er með góðar staðsetningar. Hefur í raun allt sem þú vilt sjá í góðum markmanni. Svo er gaman að vinna með honum. Kelleher er viljugur til að leita allra leiða til að bæta leik sinnVísir/Getty Hann er alltaf til í að skoða hlutina upp á nýtt. Alltaf til í að leggja sig 100% fram en þar fyrir utan er hann mjög rólegur og með báða fætur á jörðinni. Er ekki mikið fyrir það að vera í sviðsljósinu þó sviðsljósið elti hann er hann stígur inn á völlinn fyrir Liverpool og írska landsliðið. Það gustar ekkert um hann, rólegur og yfirvegaður og frábært að vinna með honum. Hann skilar alltaf sínu, er frábær í alla staði.“ Kelleher leitist sífellt eftir því að finna leiðir til að bæta sinn leik. „Hann tekur á móti öllum upplýsingum sem maður kemur með til hans. Sjálfsagt er það eins hjá Liverpool og við eigum í ágætis samstarfi, þjálfarateymi írska landsliðsins og þjálfarateymi Liverpool. Vinnum með þeim þegar að svo ber undir. Hann er mataður af upplýsingum og hann tekur þær til sín. Við erum að tala um upplýsingar er varða til að mynda skotstíl andstæðingsins í auka- og vítaspyrnum og öðru slíku. Hann meðtekur þær upplýsingar og vinnur með þær eins og hann telur sig þurfa að gera. Við vinnum þetta ekki þannig að við séum að segja honum hvort hann eigi að skutla sér til vinstri eða hægri. Heldur sínum honum möguleikana í stöðunni, hvar menn séu líklegastir til þess að skjóta. Svo er það bara hans að vinna úr því.“ Guðmundur og Kelleher á æfingu írska landsliðsinsVísir/Getty Mikil undirbúningsvinna að baki Hlutverk markmannsþjálfarans almennt í dag sé að vera eins vel undirbúinn og kostur er fyrir leikinn sem framu er. „Öll vikan, dagarnir fram að leik, fara í vinnu út frá því hvernig leikstíl þitt lið spilar eftir og síðan er leikstíll andstæðingsins einnig grandskoðaður. Við skoðum föst leikatriði andstæðingsins, þar á meðal vítaspyrnur sem hugsanlega geta komið upp í tvígang á tíu leikja fresti. En í þessu tilfelli hjá Kelleher hafa komið fjórar vítaspyrnur í síðustu fjórum leikjum. Hann ver þrjár af þeim þó svo að ein hafi hrokkið út í teig og hann ekki náð frákastinu. Við sínum markmönnunum tölvulíkan yfir það hvar leikmenn eru líklegir til þess að skjóta úr sínum vítaspyrnum. Hvar þeir hafa skorað, hvernig andstæðingurinn hefur klikkað á vítum. Þá erum við kannski að miða við fjóra til fimm leikmenn sem eru líklegastir til að taka víti fyrir sitt lið. Við sýnum þeim líkan yfir þá alla.“ Hitað upp fyrir leik gegn Grikkjum í ÞjóðadeildinniVísir/Getty „Það var til dæmis mjög erfitt að vinna þetta í tengslum við Harry Kane, framherja enska landsliðsins, vegna þess að hann er út um allt í sínum vítum og skorar alltaf. Nánast klikkar ekki á víti og er með að ég held í kringum 97-98% nýtingu sem er í raun fáránlegt hjá manni sem hefur tekið um og yfir níutíu vítaspyrnur. Í því tilfelli sýndum við Kelleher hvernig Kane skoraði síðast úr vítaspyrnu, aðhlaup hans að boltanum og hvort það gefi til kynna að hann sé líklegur til að setja boltann í hægra horn, vinstra horn eða beint á markið. Síðan er það bara markmannsins að meta. Það er svolítið gaman að þú skulir spyrja um þetta því þegar að Kelleher varði vítaspyrnu á móti Finnum sagðist hann hafa verið heppinn að fara í rétt horn. Hann sagði það sama eftir leikinn með Liverpool gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á dögunum þegar að hann varði spyrnuna frá Mbappé. Þetta er í hans anda en hann er búinn að undirbúa sig fyrir þetta fyrir leikinn. Það er alveg ljóst.“ Boltinn nær ekki að gera árás á hann En telurðu að Kelleher hafi verið búinn að velja sér horn fyrir leikinn ef sú staða kæmi upp að Mbappé myndi taka vítaspyrnu í honum? „Ég held ekki. Það er ekki auðvelt að segja já eða nei í þessum efnum en ég held alveg örugglega að þetta sé þannig hjá honum að hann velur mómentið. Fyrir þá sem að horfðu á leik Liverpool og Real Madrid þá gátu þeir séð að hann stóð eins lengi og hann gat. Hann er ótrúlega glöggur og góður í því að meta það hvort viðkomandi spyrnumaður sé að fara taka fasta spyrnu eða fara leggja hann. Það ræðst af aðhlaupi leikmannsins að boltanum. Í leiknum gegn Real Madrid, miðað við það sem ég sá, var Mbappé stressaður. Og auðvitað er þetta stress móment að taka víti því þú ert alltaf dæmdur út frá því hvort þú skorir eða klikkar. Markmaðurinn er í eins konar bónus hlutverki. Það er ekki gert ráð fyrir því að hann verji en ef hann ver þá er það mikill bónus. Þetta er ákveðin tækni. Sumir eru betri í þessu en aðrir.“ Klippa: Gummi Hreiðars greinir vítavörslu Kelleher gegn Mbappé „Ég vil leyfa mér að segja að hann flokkist undir þá sem eru betri í þessu heldur en aðrir. Hann er góður í að lesa leikinn, aðhlaupið, boltann og spyrnuna. Góður í því að standa sem lengst þó hann hafi verið farinn örlítið af stað í hornið áður en að Mbappé spyrnir boltanum. En það ber að hafa það í huga að sá sem spyrnir getur leyft sér það í aðhlaupinu að horfa á markmanninn en þegar að hann sparkar í boltann þá verður hann að vera með augun á boltanum. Annars er hann að taka mikinn séns. Sama gildir í golfi. Kúlan getur farið út um allt ef þú horfir ekki á hana þegar að þú slærð. Um leið og Mbappé horfir á boltann er hann búinn að ákveða sig að skjóta vinstra megin við Kelleher frá markmanninum séð. Þetta er ákveðin kúnst. Ákveðin tímasetning og þarna gekk þetta upp hjá Kelleher. Hann varði boltann mjög vel, ekki út í teig heldur til hliðar. Gerði það stórkostlega. Við sjáum að Mbappé horfir í kringum sig. Svo hleypur hann af stað. Vinstri fóturinn fer út hjá Kelleher en hægri fóturinn er eftir á línunni því um leið og boltanum er sparkað á samkvæmt reglunni fótur að vera á línunni. Þetta er ákveðin tækni sem Kelleher hefur. Skrefið sem hann tekur út til vinstri er gríðarlega stórt og hann nær þeirri hreyfingu að gera árás á boltann. Boltinn nær aldrei að gera árás á hann. Ef að boltinn nær að gera árás á markmanninn þá er mjög líklegt að hann fari beint út í teig ef hann er varinn. En þegar að markmaðurinn nær að gera árás á boltann þá nær hann að stýra því hvert boltinn fer. Það er kúnstin. Þennan hæfileika hefur hann umfram marga aðra. Hann er með þennan ótrúlega hæfileika að lesa öll skot mjög vel. Með staðsetningu, einbeitingu og jafnvægi sem gerir hann öðruvísi en marga aðra.“ Myndi gefa honum risa samning Írska landsliðið hefur að skipa öflugum markmönnum en Kelleher sá markmaður sem er með kastljósið á sér. Varaskeifa hjá Liverpool sem hefur þó sannað sig en miðað við orð þjálfarans Arne Slot í viðtali eftir leikinn gegn Real Madrid mun hann fara aftur á bekkinn er Alisson snýr aftur úr meiðslum þá er von á nýjum markmanni eftir tímabilið. Írinn er aðeins 26 ára gamall og þarf aðalliðsbolta. Hér má sjá þá Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Írlands og Guðmund Hreiðarsson, markmannsþjálfara fara yfir málin með tveimur af markmönnum írska landsliðsins.Vísir/Getty „Frá mínum bæjardyrum séð hefur hann sýnt að hann er markmaður í hæsta klassa. Hann á að spila í toppliði. Ef þú getur spilað og skaffað þetta fyrir Liverpool, þá geturðu skaffað þetta fyrir flest önnur lið í þessum klassa. Hann er topp markmaður og er búinn að sýna það. Sýndi það í fyrra og árið þar áður í þeim leikjum sem hann fékk. Svo er hann búinn að fá miklu fleiri leiki á yfirstandandi tímabili en allir reiknuðu með og hefur sýnt þeim hjá Liverpool að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur. Hann er bara að spila vel, skaffa stig og vörslur sem gera það að verkum að þú vinnur leikinn með einu marki. Svona markmann viltu hafa í markinu. Hann er það góður markmaður að hann þarf að spila. Hvort sem það verður fyrir Liverpool eða eitthvað annað lið verðum við bara að sjá til með. Hann er búinn að segja það sjálfur að hann vill spila og ef hann þarf að fara frá Liverpool til að gera það þá vill hann fara. En Liverpool vill örugglega ekkert láta hann fara. Ef ég væri þjálfari Liverpool eða í stjórn félagsins myndi ég endurnýja samninginn við hann. Ég myndi gefa honum risa samning því hann er hverrar krónu virði og rúmlega það. Fótbolti Enski boltinn Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Sjá meira
Sem markmannsþjálfari írska landsliðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Heims Hallgrímssonar starfar Guðmundur með Caoimhin Kelleher sem hefur heldur betur gripið tækifærið með Liverpool í fjarveru aðalmarkmannsins Alisson, sem glímir við meiðsli, og varið hverja vítaspyrnuna á fætur annarri, nú síðast frá stórstjörnu Real Madrid, Kylian Mbappé, í leik sem lauk með 2-0 sigri Liverpool sem er á toppi bæði ensku úrvalsdeildarinnar sem og Meistaradeildarinnar um þessar mundir. Kelleher sá við Mbappé á vítapunktinumVísir/Getty Kelleher hefur verið á mála hjá Liverpool allan sinn atvinnumannaferil en ávallt sem varaskeifa. Írinn er aðeins 26 ára gamall og hefur sannað sig sem vítabani með því að verja fjórar af sex vítaspyrnum sem lið hans hefur fengið á sig upp á síðkastið. Þá hefur hann átt stórar vörslur með Liverpool og Írlandi, unnið stig fyrir sitt lið og gæði hans dyljast ekki Guðmundi sem hefur starfað með landsliðsþjálfaranum Heimi yfir langa hríð núna. „Þetta er flottur karakter. Góð persóna,“ segir Guðmundur um Kelleher. „Hann er búinn að vera hjá Liverpool frá því að hann var um sextán ára gamall. Þekkir ekkert annað en að vera í góðu liði, góðri liðsumgjörð. Kelleher er með náttúrulega hæfileika. Hann er mjög góður í öllu sem snýr að fótbolta. Hugsar vel um sig, er góður fótboltamaður, nútímamarkmaður sem les leikinn vel og er með góðar staðsetningar. Hefur í raun allt sem þú vilt sjá í góðum markmanni. Svo er gaman að vinna með honum. Kelleher er viljugur til að leita allra leiða til að bæta leik sinnVísir/Getty Hann er alltaf til í að skoða hlutina upp á nýtt. Alltaf til í að leggja sig 100% fram en þar fyrir utan er hann mjög rólegur og með báða fætur á jörðinni. Er ekki mikið fyrir það að vera í sviðsljósinu þó sviðsljósið elti hann er hann stígur inn á völlinn fyrir Liverpool og írska landsliðið. Það gustar ekkert um hann, rólegur og yfirvegaður og frábært að vinna með honum. Hann skilar alltaf sínu, er frábær í alla staði.“ Kelleher leitist sífellt eftir því að finna leiðir til að bæta sinn leik. „Hann tekur á móti öllum upplýsingum sem maður kemur með til hans. Sjálfsagt er það eins hjá Liverpool og við eigum í ágætis samstarfi, þjálfarateymi írska landsliðsins og þjálfarateymi Liverpool. Vinnum með þeim þegar að svo ber undir. Hann er mataður af upplýsingum og hann tekur þær til sín. Við erum að tala um upplýsingar er varða til að mynda skotstíl andstæðingsins í auka- og vítaspyrnum og öðru slíku. Hann meðtekur þær upplýsingar og vinnur með þær eins og hann telur sig þurfa að gera. Við vinnum þetta ekki þannig að við séum að segja honum hvort hann eigi að skutla sér til vinstri eða hægri. Heldur sínum honum möguleikana í stöðunni, hvar menn séu líklegastir til þess að skjóta. Svo er það bara hans að vinna úr því.“ Guðmundur og Kelleher á æfingu írska landsliðsinsVísir/Getty Mikil undirbúningsvinna að baki Hlutverk markmannsþjálfarans almennt í dag sé að vera eins vel undirbúinn og kostur er fyrir leikinn sem framu er. „Öll vikan, dagarnir fram að leik, fara í vinnu út frá því hvernig leikstíl þitt lið spilar eftir og síðan er leikstíll andstæðingsins einnig grandskoðaður. Við skoðum föst leikatriði andstæðingsins, þar á meðal vítaspyrnur sem hugsanlega geta komið upp í tvígang á tíu leikja fresti. En í þessu tilfelli hjá Kelleher hafa komið fjórar vítaspyrnur í síðustu fjórum leikjum. Hann ver þrjár af þeim þó svo að ein hafi hrokkið út í teig og hann ekki náð frákastinu. Við sínum markmönnunum tölvulíkan yfir það hvar leikmenn eru líklegir til þess að skjóta úr sínum vítaspyrnum. Hvar þeir hafa skorað, hvernig andstæðingurinn hefur klikkað á vítum. Þá erum við kannski að miða við fjóra til fimm leikmenn sem eru líklegastir til að taka víti fyrir sitt lið. Við sýnum þeim líkan yfir þá alla.“ Hitað upp fyrir leik gegn Grikkjum í ÞjóðadeildinniVísir/Getty „Það var til dæmis mjög erfitt að vinna þetta í tengslum við Harry Kane, framherja enska landsliðsins, vegna þess að hann er út um allt í sínum vítum og skorar alltaf. Nánast klikkar ekki á víti og er með að ég held í kringum 97-98% nýtingu sem er í raun fáránlegt hjá manni sem hefur tekið um og yfir níutíu vítaspyrnur. Í því tilfelli sýndum við Kelleher hvernig Kane skoraði síðast úr vítaspyrnu, aðhlaup hans að boltanum og hvort það gefi til kynna að hann sé líklegur til að setja boltann í hægra horn, vinstra horn eða beint á markið. Síðan er það bara markmannsins að meta. Það er svolítið gaman að þú skulir spyrja um þetta því þegar að Kelleher varði vítaspyrnu á móti Finnum sagðist hann hafa verið heppinn að fara í rétt horn. Hann sagði það sama eftir leikinn með Liverpool gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á dögunum þegar að hann varði spyrnuna frá Mbappé. Þetta er í hans anda en hann er búinn að undirbúa sig fyrir þetta fyrir leikinn. Það er alveg ljóst.“ Boltinn nær ekki að gera árás á hann En telurðu að Kelleher hafi verið búinn að velja sér horn fyrir leikinn ef sú staða kæmi upp að Mbappé myndi taka vítaspyrnu í honum? „Ég held ekki. Það er ekki auðvelt að segja já eða nei í þessum efnum en ég held alveg örugglega að þetta sé þannig hjá honum að hann velur mómentið. Fyrir þá sem að horfðu á leik Liverpool og Real Madrid þá gátu þeir séð að hann stóð eins lengi og hann gat. Hann er ótrúlega glöggur og góður í því að meta það hvort viðkomandi spyrnumaður sé að fara taka fasta spyrnu eða fara leggja hann. Það ræðst af aðhlaupi leikmannsins að boltanum. Í leiknum gegn Real Madrid, miðað við það sem ég sá, var Mbappé stressaður. Og auðvitað er þetta stress móment að taka víti því þú ert alltaf dæmdur út frá því hvort þú skorir eða klikkar. Markmaðurinn er í eins konar bónus hlutverki. Það er ekki gert ráð fyrir því að hann verji en ef hann ver þá er það mikill bónus. Þetta er ákveðin tækni. Sumir eru betri í þessu en aðrir.“ Klippa: Gummi Hreiðars greinir vítavörslu Kelleher gegn Mbappé „Ég vil leyfa mér að segja að hann flokkist undir þá sem eru betri í þessu heldur en aðrir. Hann er góður í að lesa leikinn, aðhlaupið, boltann og spyrnuna. Góður í því að standa sem lengst þó hann hafi verið farinn örlítið af stað í hornið áður en að Mbappé spyrnir boltanum. En það ber að hafa það í huga að sá sem spyrnir getur leyft sér það í aðhlaupinu að horfa á markmanninn en þegar að hann sparkar í boltann þá verður hann að vera með augun á boltanum. Annars er hann að taka mikinn séns. Sama gildir í golfi. Kúlan getur farið út um allt ef þú horfir ekki á hana þegar að þú slærð. Um leið og Mbappé horfir á boltann er hann búinn að ákveða sig að skjóta vinstra megin við Kelleher frá markmanninum séð. Þetta er ákveðin kúnst. Ákveðin tímasetning og þarna gekk þetta upp hjá Kelleher. Hann varði boltann mjög vel, ekki út í teig heldur til hliðar. Gerði það stórkostlega. Við sjáum að Mbappé horfir í kringum sig. Svo hleypur hann af stað. Vinstri fóturinn fer út hjá Kelleher en hægri fóturinn er eftir á línunni því um leið og boltanum er sparkað á samkvæmt reglunni fótur að vera á línunni. Þetta er ákveðin tækni sem Kelleher hefur. Skrefið sem hann tekur út til vinstri er gríðarlega stórt og hann nær þeirri hreyfingu að gera árás á boltann. Boltinn nær aldrei að gera árás á hann. Ef að boltinn nær að gera árás á markmanninn þá er mjög líklegt að hann fari beint út í teig ef hann er varinn. En þegar að markmaðurinn nær að gera árás á boltann þá nær hann að stýra því hvert boltinn fer. Það er kúnstin. Þennan hæfileika hefur hann umfram marga aðra. Hann er með þennan ótrúlega hæfileika að lesa öll skot mjög vel. Með staðsetningu, einbeitingu og jafnvægi sem gerir hann öðruvísi en marga aðra.“ Myndi gefa honum risa samning Írska landsliðið hefur að skipa öflugum markmönnum en Kelleher sá markmaður sem er með kastljósið á sér. Varaskeifa hjá Liverpool sem hefur þó sannað sig en miðað við orð þjálfarans Arne Slot í viðtali eftir leikinn gegn Real Madrid mun hann fara aftur á bekkinn er Alisson snýr aftur úr meiðslum þá er von á nýjum markmanni eftir tímabilið. Írinn er aðeins 26 ára gamall og þarf aðalliðsbolta. Hér má sjá þá Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Írlands og Guðmund Hreiðarsson, markmannsþjálfara fara yfir málin með tveimur af markmönnum írska landsliðsins.Vísir/Getty „Frá mínum bæjardyrum séð hefur hann sýnt að hann er markmaður í hæsta klassa. Hann á að spila í toppliði. Ef þú getur spilað og skaffað þetta fyrir Liverpool, þá geturðu skaffað þetta fyrir flest önnur lið í þessum klassa. Hann er topp markmaður og er búinn að sýna það. Sýndi það í fyrra og árið þar áður í þeim leikjum sem hann fékk. Svo er hann búinn að fá miklu fleiri leiki á yfirstandandi tímabili en allir reiknuðu með og hefur sýnt þeim hjá Liverpool að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur. Hann er bara að spila vel, skaffa stig og vörslur sem gera það að verkum að þú vinnur leikinn með einu marki. Svona markmann viltu hafa í markinu. Hann er það góður markmaður að hann þarf að spila. Hvort sem það verður fyrir Liverpool eða eitthvað annað lið verðum við bara að sjá til með. Hann er búinn að segja það sjálfur að hann vill spila og ef hann þarf að fara frá Liverpool til að gera það þá vill hann fara. En Liverpool vill örugglega ekkert láta hann fara. Ef ég væri þjálfari Liverpool eða í stjórn félagsins myndi ég endurnýja samninginn við hann. Ég myndi gefa honum risa samning því hann er hverrar krónu virði og rúmlega það.
Fótbolti Enski boltinn Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Sjá meira