„Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. nóvember 2024 21:01 Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. vísir/ívar Sagnfræðingur segir fjölda flokka mögulega leiða til stjórnarkreppu en snarpri kosningabaráttunni lýkur formlega á morgun þegar Íslendingar ganga til kosninga. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir margt setja svip sinn á kosningabaráttuna sem hafi að ýmsu leyti verið óvenjuleg. Málefni og stefnur flokkanna hafi tekið minna pláss en áður á meðan miðlað efni og fjölmiðlamál stálu senunni. „Það sem hefur einkennt hana mest er hve stutt hún hefur verið og hve lítinn tíma flokkarnir hafa haft til þess að í rauninni móta stefnumálin sín og þannig koma sér saman um tiltölulega einfalda stefnu. Mér hefur þótt nokkuð erfitt að festa hendur á hver stefnan er. Þetta hefur farið nú meira í að ræða skoðanakannanir.“ Fjöldi flokka auki líkur á stjórnarkreppu Mikill fjöldi flokka einkenni kosningar nú til dags. Einfalt flokkakerfi sé liðin tíð sem geri flokkum erfitt að mynda meirihluta. Þetta geti leitt til stjórnarkreppu miðað við skoðanakannanir. „Þetta er orðið svona mjög fjölbreytt borð af smáréttum sem menn þurfa að velja úr, það er greinilegt að það verður ekki neinn flokkur sem verður verulega stór. Því fleiri flokka sem þarf til að mynda ríkisstjórn, það þarf að minnsta kosti að vera þrír jafnvel fleiri, því erfiðara er yfirleitt að mynda stjórnir. “ „Af því að þá þarf yfirleitt að koma saman og allir flokkar þurfa að fá eitthvað. Það þyrfti að koma stjórn þar sem sitja saman flokkar sem hafa mjög ólík stefnumál. Þá er oft á tíðum erfitt að koma saman stjórnarsáttmála.“ Stjórnmálamenn geri sig að fíflum í beinni útsendingu Samfélagsmiðlar hafi einnig sett svip sinn á baráttuna. Guðmundur segist reikna með því að sá vígvöllur sé kominn til að vera. „Þangað til menn verða svo leiðir á þessu að þeir nenni þessu ekki. Það hefur verið talað um TikTok-kosningar. Sumar af þeim uppákomum sem hafa verið í sjónvarpinu hafa ekki snúist um pólitík heldur snúist um það að stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu, þetta getur verið skemmtilegt, þó ég sé hrifnari af innhaldsríkari umræðum.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir margt setja svip sinn á kosningabaráttuna sem hafi að ýmsu leyti verið óvenjuleg. Málefni og stefnur flokkanna hafi tekið minna pláss en áður á meðan miðlað efni og fjölmiðlamál stálu senunni. „Það sem hefur einkennt hana mest er hve stutt hún hefur verið og hve lítinn tíma flokkarnir hafa haft til þess að í rauninni móta stefnumálin sín og þannig koma sér saman um tiltölulega einfalda stefnu. Mér hefur þótt nokkuð erfitt að festa hendur á hver stefnan er. Þetta hefur farið nú meira í að ræða skoðanakannanir.“ Fjöldi flokka auki líkur á stjórnarkreppu Mikill fjöldi flokka einkenni kosningar nú til dags. Einfalt flokkakerfi sé liðin tíð sem geri flokkum erfitt að mynda meirihluta. Þetta geti leitt til stjórnarkreppu miðað við skoðanakannanir. „Þetta er orðið svona mjög fjölbreytt borð af smáréttum sem menn þurfa að velja úr, það er greinilegt að það verður ekki neinn flokkur sem verður verulega stór. Því fleiri flokka sem þarf til að mynda ríkisstjórn, það þarf að minnsta kosti að vera þrír jafnvel fleiri, því erfiðara er yfirleitt að mynda stjórnir. “ „Af því að þá þarf yfirleitt að koma saman og allir flokkar þurfa að fá eitthvað. Það þyrfti að koma stjórn þar sem sitja saman flokkar sem hafa mjög ólík stefnumál. Þá er oft á tíðum erfitt að koma saman stjórnarsáttmála.“ Stjórnmálamenn geri sig að fíflum í beinni útsendingu Samfélagsmiðlar hafi einnig sett svip sinn á baráttuna. Guðmundur segist reikna með því að sá vígvöllur sé kominn til að vera. „Þangað til menn verða svo leiðir á þessu að þeir nenni þessu ekki. Það hefur verið talað um TikTok-kosningar. Sumar af þeim uppákomum sem hafa verið í sjónvarpinu hafa ekki snúist um pólitík heldur snúist um það að stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu, þetta getur verið skemmtilegt, þó ég sé hrifnari af innhaldsríkari umræðum.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira