Á sér langa sögu eldfimra ummæla Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. nóvember 2024 10:44 Eldur Smári Kristinsson skipar 1. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. Greint var frá því í gær að Samtökin '78 hefðu lagt fram kæru á hendur Eldi S. Kristinssyni oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna sjö ummæla sem hann hefur lagt fram opinberlega í garð trans fólks. Í skoðanagrein sem Eldur birti á Vísi í gær sagði hann kæru samtakanna pólitískar ofsóknir. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78 sagði ummælin óverjanleg og þau vegi að öryggi starfsfólki þeirra. „Hann fullyrðir í einum ummælum að Samtökin '78 séu að grooma eða tæla börn. Í öðrum ummælum kallar hann trans konur barnaníðinga.“ Ummælin sem Eldur er kærður fyrir lét hann falla á eins og hálfs árs tímabili, meðal annars í Morgunblaðið og á samfélagsmiðlana Facebook og X. „Ég meina, þessi drusla! Að nota smábörn til að fullnægja augljósum afbrigðilegum kynlífsblætum í mönnum sem kallast b-a-r-n-a-g-i-r-n-d!“ skrifaði hann á X árið 2023. Fleiri ummæli Elds sem kærð hafa veirð til lögreglu má nálgast í fréttinni hér að ofan. Óskaði borgarstjórn kynfæravarta Ummælin sjö sem Eldur er kærður fyrir eru þó ekki þau einu sem hann hefur sett fram um trans fólk, en Facebook síðurnar Samtökin 22 - Hagsmunasamtök samkynhneigðra og persónuleg Facebook síða Elds eru hlaðnar áróðri sem í flestum tilvikum felur í sér vanþóknun gagnvart trans fólki. Síðan bar áður nafnið Eldur Deville, en nafni hennar hefur verið breytt. Þá virðist hann að auki óánægður með sitjandi borgarstjórn en í lok árs 2022 fór hann heldur ófögrum orðum um borgarstjórnina. Þetta sagði Eldur um borgarstjórnina fyrir tæpum tveimur árum. Facebook Í færslu sem Eldur birti þann 13. apríl kemst hann svo að orði að nokkrar íslenskar trans konur séu karlar að þykjast vera konur og séu að fronta „innrás á kvennarými“. „Hvernig stendur á því að körlum er svona mikið í mun að bera sig fyrir framan kvenfólk og stúlkur?“ Færslur þar sem Eldur sakar trans fólk um barnagirnd eru ófáar. Færslur sem innihalda orðræðu um að „vernda þurfi börnin“ frá trans áróðri. „Við byrjum árið á tveimur nýjum orðum. Hommaherma: kvenmaður sem skilgreinir sig sem trans og homma. Látbragðslesbía: karlmaður sem skilgreinir sig sem trans og lesbíu. Nú er það okkar að festa þessi nýyrði í sessi,“ segir Eldur í einni færslu sem fréttastofa á skjáskot af. Eftirfarandi stendur á ensku í færslu Elds þar sem hann hæðist að kynsegin fólki, sem notast við fornafnið hán. „Þau mega nauðga konunum okkar en við munum aldrei ruglast á fornöfnunum þeirra.“ Hér gefur að líta færslur sem birtar hafa verið á Facebook síðu Samtakanna 22 annars vegar, sem er í umsjón Elds, og persónulegri Facebook síðu hans.Facebook „Trans lesbíur eru gagnkynhneigðir karlmenn,“ segir á ensku í færslu á síðum Samtakanna 22. Margar sambærilegar færslur er að finna á þeirri síðu. Eldur er sem fyrr segir á lista Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt könnun Maskínu síðan í gær mælist flokkurinn með eins prósents fylgi. Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Ugla og Eldur mætast í Norðvestur Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega. 24. október 2024 10:48 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Greint var frá því í gær að Samtökin '78 hefðu lagt fram kæru á hendur Eldi S. Kristinssyni oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna sjö ummæla sem hann hefur lagt fram opinberlega í garð trans fólks. Í skoðanagrein sem Eldur birti á Vísi í gær sagði hann kæru samtakanna pólitískar ofsóknir. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78 sagði ummælin óverjanleg og þau vegi að öryggi starfsfólki þeirra. „Hann fullyrðir í einum ummælum að Samtökin '78 séu að grooma eða tæla börn. Í öðrum ummælum kallar hann trans konur barnaníðinga.“ Ummælin sem Eldur er kærður fyrir lét hann falla á eins og hálfs árs tímabili, meðal annars í Morgunblaðið og á samfélagsmiðlana Facebook og X. „Ég meina, þessi drusla! Að nota smábörn til að fullnægja augljósum afbrigðilegum kynlífsblætum í mönnum sem kallast b-a-r-n-a-g-i-r-n-d!“ skrifaði hann á X árið 2023. Fleiri ummæli Elds sem kærð hafa veirð til lögreglu má nálgast í fréttinni hér að ofan. Óskaði borgarstjórn kynfæravarta Ummælin sjö sem Eldur er kærður fyrir eru þó ekki þau einu sem hann hefur sett fram um trans fólk, en Facebook síðurnar Samtökin 22 - Hagsmunasamtök samkynhneigðra og persónuleg Facebook síða Elds eru hlaðnar áróðri sem í flestum tilvikum felur í sér vanþóknun gagnvart trans fólki. Síðan bar áður nafnið Eldur Deville, en nafni hennar hefur verið breytt. Þá virðist hann að auki óánægður með sitjandi borgarstjórn en í lok árs 2022 fór hann heldur ófögrum orðum um borgarstjórnina. Þetta sagði Eldur um borgarstjórnina fyrir tæpum tveimur árum. Facebook Í færslu sem Eldur birti þann 13. apríl kemst hann svo að orði að nokkrar íslenskar trans konur séu karlar að þykjast vera konur og séu að fronta „innrás á kvennarými“. „Hvernig stendur á því að körlum er svona mikið í mun að bera sig fyrir framan kvenfólk og stúlkur?“ Færslur þar sem Eldur sakar trans fólk um barnagirnd eru ófáar. Færslur sem innihalda orðræðu um að „vernda þurfi börnin“ frá trans áróðri. „Við byrjum árið á tveimur nýjum orðum. Hommaherma: kvenmaður sem skilgreinir sig sem trans og homma. Látbragðslesbía: karlmaður sem skilgreinir sig sem trans og lesbíu. Nú er það okkar að festa þessi nýyrði í sessi,“ segir Eldur í einni færslu sem fréttastofa á skjáskot af. Eftirfarandi stendur á ensku í færslu Elds þar sem hann hæðist að kynsegin fólki, sem notast við fornafnið hán. „Þau mega nauðga konunum okkar en við munum aldrei ruglast á fornöfnunum þeirra.“ Hér gefur að líta færslur sem birtar hafa verið á Facebook síðu Samtakanna 22 annars vegar, sem er í umsjón Elds, og persónulegri Facebook síðu hans.Facebook „Trans lesbíur eru gagnkynhneigðir karlmenn,“ segir á ensku í færslu á síðum Samtakanna 22. Margar sambærilegar færslur er að finna á þeirri síðu. Eldur er sem fyrr segir á lista Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt könnun Maskínu síðan í gær mælist flokkurinn með eins prósents fylgi.
Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Ugla og Eldur mætast í Norðvestur Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega. 24. október 2024 10:48 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Ugla og Eldur mætast í Norðvestur Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega. 24. október 2024 10:48