Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 10:03 Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson hafa báðir verið orðaðir við landsliðsþjálfarastarfið en Óskar Hrafn Þorvaldsson vill fá erlendan þjálfara. Getty/Harry Murphy/Isosport & Vísir/Hulda Margét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. Óskar Hrafn vill helst sjá erlendan þjálfara taka við starfinu af Norðmanninum Åge Hareide. Íslensku þjálfararnir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson hafa báðir verið orðaðir við starfið en Knattspyrnusamband Íslands vinnur nú að því að finna eftirmann Åge. „Ég held ég hafi sagt það 2007 þegar við vorum í eyðimerkurgöngunni. Ég held ég hafi skrifað einn eða tvo leiðara um að við þyrftum erlendan þjálfara. Þeir sem hafa verið nefndir til sögunnar, Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson, eru tveir mjög góðir þjálfarar og góðir kostir. Ég er á þeirri skoðun að í fullkomnum heimi myndum við finna reynslumikinn erlendan þjálfara,“ sagði Óskar Hrafn. „Það hefði sennilega verið frábært að fá Åge tíu árum fyrr. Á einhverjum tímapunkti þverrir orkan og verður minni og minni, hungrið að einhverju leyti og allt þetta,“ sagði Óskar og hélt áfram: Þessir tveir mjög góðir kostir „Ef við getum fengið erlendan þjálfara á góðum aldri og með mikla reynslu. Ég held að það væri best en að því sögðu væru þessir tveir þjálfarar sem ég nefndi áðan mjög góðir kostir. Ef Þorvaldur, sem það gaf það sterklega til kynna að við myndum ráða Íslending, þá væru þeir örugglega fínir,“ sagði Óskar. Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon gengu á Óskar og vildu fá að vita hvaða erlendu þjálfara hann vilji sjá í starfinu. Hann horfir til þjálfara sem voru að hætta með landslið Svía og Dana eða þá Janne Andersson og Daninn Kasper Hjulmand nefndir. Janne stýrði sænska landsliðinu frá 2016 til 2023 á meðan Hjulmand hætti með danska landsliðið í sumar eftir að hafa stýrt liðinu í fjögur ár. Óraunhæft að fá Hjulmand „Ætli hann (Janne Andersson) væri ekki líklegastur. Menn hafa nefnt Kasper Hjulmand en ég tel það óraunhæft. Ég held að hann líti svo á að hann geti fengið eitthvað gott starf þó hann hafi ekki gert meiriháttar góða hluti með Mainz á sínum tíma, en myndi halda að einhver týpa eins og Janne Andersson væri feikilega öflugur,“ sagði Óskar. Skilja landsliðið frá gullkynslóðinni „Hvaða niðurstöðu sem menn komast að, hvort sem það sé Freyr, Arnar eða einhver útlendingur þá þarf hann að finna út úr því hvernig hann ætlar að koma mörgum hæfileikaríkum sóknarmönnum inn í liðið á sama tíma án þess að fórna jafnvæginu í liðinu,“ sagði Óskar. „Finna lausn og finna stöðugleika í varnarleikinn og á einhverjum tímapunkti að þora að breyta og skilja landsliðið frá gullkynslóðinni. Á einhverjum tímapunkti þurfa menn að þora því,“ sagði Óskar. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Óskar Hrafn vill helst sjá erlendan þjálfara taka við starfinu af Norðmanninum Åge Hareide. Íslensku þjálfararnir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson hafa báðir verið orðaðir við starfið en Knattspyrnusamband Íslands vinnur nú að því að finna eftirmann Åge. „Ég held ég hafi sagt það 2007 þegar við vorum í eyðimerkurgöngunni. Ég held ég hafi skrifað einn eða tvo leiðara um að við þyrftum erlendan þjálfara. Þeir sem hafa verið nefndir til sögunnar, Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson, eru tveir mjög góðir þjálfarar og góðir kostir. Ég er á þeirri skoðun að í fullkomnum heimi myndum við finna reynslumikinn erlendan þjálfara,“ sagði Óskar Hrafn. „Það hefði sennilega verið frábært að fá Åge tíu árum fyrr. Á einhverjum tímapunkti þverrir orkan og verður minni og minni, hungrið að einhverju leyti og allt þetta,“ sagði Óskar og hélt áfram: Þessir tveir mjög góðir kostir „Ef við getum fengið erlendan þjálfara á góðum aldri og með mikla reynslu. Ég held að það væri best en að því sögðu væru þessir tveir þjálfarar sem ég nefndi áðan mjög góðir kostir. Ef Þorvaldur, sem það gaf það sterklega til kynna að við myndum ráða Íslending, þá væru þeir örugglega fínir,“ sagði Óskar. Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon gengu á Óskar og vildu fá að vita hvaða erlendu þjálfara hann vilji sjá í starfinu. Hann horfir til þjálfara sem voru að hætta með landslið Svía og Dana eða þá Janne Andersson og Daninn Kasper Hjulmand nefndir. Janne stýrði sænska landsliðinu frá 2016 til 2023 á meðan Hjulmand hætti með danska landsliðið í sumar eftir að hafa stýrt liðinu í fjögur ár. Óraunhæft að fá Hjulmand „Ætli hann (Janne Andersson) væri ekki líklegastur. Menn hafa nefnt Kasper Hjulmand en ég tel það óraunhæft. Ég held að hann líti svo á að hann geti fengið eitthvað gott starf þó hann hafi ekki gert meiriháttar góða hluti með Mainz á sínum tíma, en myndi halda að einhver týpa eins og Janne Andersson væri feikilega öflugur,“ sagði Óskar. Skilja landsliðið frá gullkynslóðinni „Hvaða niðurstöðu sem menn komast að, hvort sem það sé Freyr, Arnar eða einhver útlendingur þá þarf hann að finna út úr því hvernig hann ætlar að koma mörgum hæfileikaríkum sóknarmönnum inn í liðið á sama tíma án þess að fórna jafnvæginu í liðinu,“ sagði Óskar. „Finna lausn og finna stöðugleika í varnarleikinn og á einhverjum tímapunkti að þora að breyta og skilja landsliðið frá gullkynslóðinni. Á einhverjum tímapunkti þurfa menn að þora því,“ sagði Óskar. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira