Nú reynir á konurnar þrjár Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 10:13 Að mati Ólínu munu ýmsir reyna að rugla í pottinum með það fyrir augum að koma Sjálfstæðisflokknum enn á ný til valda en þá reyni á konurnar þrjár sem eru sigurvegarar kosninganna. vísir/vilhelm Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar. „Hinn þungi dómur þjóðarinnar yfir nýafstöðnu stjórnarsamstarfi birtist afdráttarlaus og skýr í afhroði stjórnarflokkanna, sem er i senn sögulegt og fordæmalaust - ekki síst útreið VG og Framsóknar. Afdrif VG staðfesta enn og aftur þá sögulegu staðreynd að það hefur aldrei farið vel fyrir vinstriflokkum sem ganga stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknun - í hvert sinn sem það hefur gerst hafa vinstriflokkarnir goldið fyrir dýru verði, líkt og nú er augljóst,“ segir Ólína. Þrjár öflugar forystukonur Að mati hennar eru sigurvegarar kosninganna Samfylking, Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sem Ólína telur eiga nú ýmissa kosta völ. „Þrír fyrstnefndu eru skipaðir öflugum forystukonum sem allar hafa burði, bæði vitsmuni og hjartalag, til þess að mynda starfhæfa og stöðuga ríkisstjórn með traustan og öruggan þingmeirihluta á bak við sig, og með gildi jöfnuðar og sanngjarnra stjórnarhátta að leiðaraljósi.“ Ólína sér fyrir sér kvennastjórn, það sá ákallið sem lesa megi í niðurstöður kosninganna.vísir/vilhelm Ólína vonar innilega að þær þrjár axli þá ábyrgð að láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður þessara þriggja flokka, og að þær geri sitt ítrasta til þess að þær geti gengið upp. En vitaskuld sé viðbúið að reynt verði að hræra í pottinum, rugla myndina til að koma Sjálfstæðisflokknum með einhverjum hætti inn í stjórnarsamstaf og til valda á ný. Urður, Verðandi og Skuld „Það væri þó hróplegu ósamræmi við augljósan vilja kjósenda ef sú yrði niðurstaðan - en verið viss, það verður reynt,“ segir Ólína. og segir að nú reyni á konurnar þrjár: „Sem segja má að séu nú í hlutverkum örlagadísanna forðum, Urðar, Verðandi og Skuldar,“ segir Ólína og dregur úr pússi sínu örlaganornirnar þrjár til samanburðar. Hún vonar að þær vaxi allar „af visku og náð“ í því ábyrgðarfulla verkefni sem nú bíður þeirra; „að mynda starfhæfa og traust ríkisstjórn til heilla fyrir land og þjóð. Megi þeim vel farnast.“ Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
„Hinn þungi dómur þjóðarinnar yfir nýafstöðnu stjórnarsamstarfi birtist afdráttarlaus og skýr í afhroði stjórnarflokkanna, sem er i senn sögulegt og fordæmalaust - ekki síst útreið VG og Framsóknar. Afdrif VG staðfesta enn og aftur þá sögulegu staðreynd að það hefur aldrei farið vel fyrir vinstriflokkum sem ganga stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknun - í hvert sinn sem það hefur gerst hafa vinstriflokkarnir goldið fyrir dýru verði, líkt og nú er augljóst,“ segir Ólína. Þrjár öflugar forystukonur Að mati hennar eru sigurvegarar kosninganna Samfylking, Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sem Ólína telur eiga nú ýmissa kosta völ. „Þrír fyrstnefndu eru skipaðir öflugum forystukonum sem allar hafa burði, bæði vitsmuni og hjartalag, til þess að mynda starfhæfa og stöðuga ríkisstjórn með traustan og öruggan þingmeirihluta á bak við sig, og með gildi jöfnuðar og sanngjarnra stjórnarhátta að leiðaraljósi.“ Ólína sér fyrir sér kvennastjórn, það sá ákallið sem lesa megi í niðurstöður kosninganna.vísir/vilhelm Ólína vonar innilega að þær þrjár axli þá ábyrgð að láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður þessara þriggja flokka, og að þær geri sitt ítrasta til þess að þær geti gengið upp. En vitaskuld sé viðbúið að reynt verði að hræra í pottinum, rugla myndina til að koma Sjálfstæðisflokknum með einhverjum hætti inn í stjórnarsamstaf og til valda á ný. Urður, Verðandi og Skuld „Það væri þó hróplegu ósamræmi við augljósan vilja kjósenda ef sú yrði niðurstaðan - en verið viss, það verður reynt,“ segir Ólína. og segir að nú reyni á konurnar þrjár: „Sem segja má að séu nú í hlutverkum örlagadísanna forðum, Urðar, Verðandi og Skuldar,“ segir Ólína og dregur úr pússi sínu örlaganornirnar þrjár til samanburðar. Hún vonar að þær vaxi allar „af visku og náð“ í því ábyrgðarfulla verkefni sem nú bíður þeirra; „að mynda starfhæfa og traust ríkisstjórn til heilla fyrir land og þjóð. Megi þeim vel farnast.“
Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira